Misstu milljón notendur en virðið hækkar samt Samúel Karl Ólason skrifar 20. júlí 2022 13:16 Starfsmenn Netflix leita leiða til að fjölga áskrifendum og hækka tekjur. Getty/Rafael Henrique Streymisveitan Netflix missti 970 þúsund áskrifendur á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Það er stærsti áskrifendamissir fyrirtækisins frá því það var stofnað fyrir 25 árum. Þrátt fyrir það er uppgjörið talið vera jákvætt. Það er vegna þess að forsvarsmenn Netflix höfðu spáð því að tapa um tveimur milljónum áskrifenda á ársfjórðungnum. Virði hlutabréfa Netflix hefur hækkað lítillega í dag eftir að ársfjórðungsuppgjörið var birt í gærkvöldi. Frá upphafi ársins hefur Netflix þó tapað um tveimur þriðju af markaðsvirði sínu. Í uppgjörinu kemur fram að forsvarsmenn Netflix búast við því að fjölga áskrifendum um milljón á þriðja ársfjórðungi 2022. Wall Street Journal (áskriftarvefur) hefur eftir Reed Hastings, forstjóra Netflix, að það sé erfitt lýsa því að missa milljón áskrifendur sem sigri en staðan sé þó þannig að streymisveitan sé í góðri stöðu fyrir næsta ár. Tekjur Netflix á öðrum ársfjórðungi ársins voru tæpir átta milljarðar dala og jukust þær um 8,6 prósent, samanborið við sama tímabil í fyrra. Hagnaður á tímabilinu var 1,44 milljarðar dala og er það aukning um 6,5 prósent. Sjá einnig: Ætla að bjóða upp á auglýsingar með aðstoð Microsoft Leita leiða til að auka tekjur Samkeppni á markaði streymisveita hefur aukist til muna á undanförnum árum og verðbólga er einnig sögð hafa komið niður á rekstri Netflix. Meðal þess sem forsvarsmenn fyrirtækisins eru að skoða til að bæta stöðu þess er að bjóða upp á ódýrari áskriftarleið þar sem notast yrði við auglýsingar til að drýgja tekjur Netflix. Þegar forsvarsmenn Netflix tilkynntu í apríl að notendum hefði fækkað í fyrsta sinn í áratug, tilkynntu þeir einnig að til stæði að fara í hart gegn áskrifendum sem deila lykilorðum sínum með öðrum. Margir brytu reglurnar varðandi það að deila lykilorðum og áætlað væri að það væri gert á rúmlega hundrað milljónum heimila víða um heim. Verið er að leita leiða til að draga úr því. Netflix Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Það er vegna þess að forsvarsmenn Netflix höfðu spáð því að tapa um tveimur milljónum áskrifenda á ársfjórðungnum. Virði hlutabréfa Netflix hefur hækkað lítillega í dag eftir að ársfjórðungsuppgjörið var birt í gærkvöldi. Frá upphafi ársins hefur Netflix þó tapað um tveimur þriðju af markaðsvirði sínu. Í uppgjörinu kemur fram að forsvarsmenn Netflix búast við því að fjölga áskrifendum um milljón á þriðja ársfjórðungi 2022. Wall Street Journal (áskriftarvefur) hefur eftir Reed Hastings, forstjóra Netflix, að það sé erfitt lýsa því að missa milljón áskrifendur sem sigri en staðan sé þó þannig að streymisveitan sé í góðri stöðu fyrir næsta ár. Tekjur Netflix á öðrum ársfjórðungi ársins voru tæpir átta milljarðar dala og jukust þær um 8,6 prósent, samanborið við sama tímabil í fyrra. Hagnaður á tímabilinu var 1,44 milljarðar dala og er það aukning um 6,5 prósent. Sjá einnig: Ætla að bjóða upp á auglýsingar með aðstoð Microsoft Leita leiða til að auka tekjur Samkeppni á markaði streymisveita hefur aukist til muna á undanförnum árum og verðbólga er einnig sögð hafa komið niður á rekstri Netflix. Meðal þess sem forsvarsmenn fyrirtækisins eru að skoða til að bæta stöðu þess er að bjóða upp á ódýrari áskriftarleið þar sem notast yrði við auglýsingar til að drýgja tekjur Netflix. Þegar forsvarsmenn Netflix tilkynntu í apríl að notendum hefði fækkað í fyrsta sinn í áratug, tilkynntu þeir einnig að til stæði að fara í hart gegn áskrifendum sem deila lykilorðum sínum með öðrum. Margir brytu reglurnar varðandi það að deila lykilorðum og áætlað væri að það væri gert á rúmlega hundrað milljónum heimila víða um heim. Verið er að leita leiða til að draga úr því.
Netflix Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira