Framkvæmdastjóri Volkswagen Group hættir Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 23. júlí 2022 07:00 Herbert Diess, sem lætur af störfum sem framkvæmdastjóri VW Group 1. september næstkomandi. Vísir/EPA Herbert Diess, framkvæmdastjóri Volkswagen samsteypunnar hefur sagt starfi sínu lausu og mun láta af því 1. september næstkomandi. Næsti framkvæmdastjóri Volkswagen samsteypunnar verður Oliver Blume, núverandi framkvæmdastjóri Porsche. Starfslok Diess ber til eftir „sameiginlega ákvörðun“ segir í yfirlýsingu frá Volkswagen. En engin sérstök ástæða hefur verið gefin um hvers vegna Diess er að láta af störfum. Stjórnarformaður Volkswagen Group, Hans Dieter Pötsch þakkaði Diess fyrir störf sín og sagði að „á meðan hann hefur verið stjórnarformaður farþegabifreiða Volkswagen og stjórnarformaður samsteypunnar þá hefur Herbert Diess spilað lykilhlutverk í að umbreyta félaginu. Samsteypan og vörumerki hennar eyja nú framtíð og geta til nýsköpunar hefur aukist gríðarlega sem og tekjumöguleikar. Diess gekk greiðlega að umbreyta fyrirtækinu og hann stýrði félaginu ekki aðeins í gegnum öldudal heldur einnig inn á alveg nýjar brautir þegar kemur að áherslum framtíðarinnar.“ Þar vísar Pötsch til rafbílavæðingar í kjölfar díselskandalsins. Oliver Blume, framkvæmdastjóri Porsche.Vísir/Getty Blume mun halda áfram að stýra Porsche eftir að hann tekur við skyldum Diess sem framkvæmdastjóri Volkswagen Group. Arno Antlitz, fjármálastjóri Volkswagen Group mun stiga inn í hlutverk rekstrarstjóra fyrirtækisins til að vera Blume innan handar í daglegu amstri. Útblásturshneyksli Volkswagen Vistaskipti Mest lesið Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent
Starfslok Diess ber til eftir „sameiginlega ákvörðun“ segir í yfirlýsingu frá Volkswagen. En engin sérstök ástæða hefur verið gefin um hvers vegna Diess er að láta af störfum. Stjórnarformaður Volkswagen Group, Hans Dieter Pötsch þakkaði Diess fyrir störf sín og sagði að „á meðan hann hefur verið stjórnarformaður farþegabifreiða Volkswagen og stjórnarformaður samsteypunnar þá hefur Herbert Diess spilað lykilhlutverk í að umbreyta félaginu. Samsteypan og vörumerki hennar eyja nú framtíð og geta til nýsköpunar hefur aukist gríðarlega sem og tekjumöguleikar. Diess gekk greiðlega að umbreyta fyrirtækinu og hann stýrði félaginu ekki aðeins í gegnum öldudal heldur einnig inn á alveg nýjar brautir þegar kemur að áherslum framtíðarinnar.“ Þar vísar Pötsch til rafbílavæðingar í kjölfar díselskandalsins. Oliver Blume, framkvæmdastjóri Porsche.Vísir/Getty Blume mun halda áfram að stýra Porsche eftir að hann tekur við skyldum Diess sem framkvæmdastjóri Volkswagen Group. Arno Antlitz, fjármálastjóri Volkswagen Group mun stiga inn í hlutverk rekstrarstjóra fyrirtækisins til að vera Blume innan handar í daglegu amstri.
Útblásturshneyksli Volkswagen Vistaskipti Mest lesið Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent