H.E.R. vann Óskarsverðlaun fyrir lag sitt „Fight for you“ úr kvikmyndinni „Black Messiah“ árið 2021 en hún hefur einnig unnið fimm Grammy verðlaun. Hún segir að sig hafi alltaf dreymt um að vera Disney prinsessa og nú fái „heimurinn að sjá svarta, filippseyska Fríðu.“
Sérútgáfan verður send út á ABC 15. desember og verður hægt að horfa á hana á streymisveitunni Disney+ þann 16. desember. Variety greinir frá þessu.
Myndin verður blanda af leiknu efni og teiknimynd en tilefni útgáfunnar er að fagna upprunalegu myndinni sem kom út árið 1991 og Óskarsverðlaununum og tilnefningunum sem hún hlaut. Þrjátíu ár eru síðan „Fríða og Dýrið“ hlaut tilnefninguna „besta myndin“ á Óskarnum og var það í fyrsta skipti í sögu Óskarsins sem teiknimynd hlaut þá tilnefningu.
Leikstjórar verksins á vegum ABC eru Jon Chu og Hamish Hamilton.
Hér að ofan má sjá Liza Minnelli og Shirley MacLaine tilkynna sigur lagsins „Be our guest“ úr upprunalegu kvikmyndinni í flokknum „besta lag í kvikmynd" á Óskarsverðlaunahátíðinni 1992. Það eru sömu verðlaun og H.E.R. hlaut fyrir „Fight for you“ árið 2021.