Grótta var fyrir leik dagsins með 22 stig í fjórða sæti deildarinnar, stigi á eftir Fjölni og fimm stigum frá HK, sem er í öðru sæti. Vestri var aftur á móti með 16 stig í níunda sæti.
Heimamenn byrjuðu betur á Ísafirði í dag þar sem Daninn Nicolaj Madsen kom Vestra í forystu eftir aðeins fimm mínútna leik með þrumuskoti eftir að boltinn féll fyrir fætur hans í kjölfar hornspyrnu. 1-0 stóð í hléi en Arnar Helgason jafnaði fyrir Gróttu á 52. mínútu áður en Madsen kom Vestra í forystu á ný sjö mínútum síðar, aftur með þrumufleyg sem fór í slá og inn.
Á 73. mínútu gerði Silas Songani svo út um leikinn með þriðja marki Vestra sem vann 3-1.
Grótta er sem fyrr í fjórða sæti með 22 stig en Vestri fer upp í sjöunda sæti með 19 stig, jafnt Aftureldingu að stigum, sem er sæti ofar.