Betsy semur við Wellington Pheonix | „Draumur að rætast“ Atli Arason skrifar 25. júlí 2022 17:30 Betsy Hassett leikur með Stjörnunni út yfirstandandi leiktímabil áður en hún kemur aftur til liðsins fyrir næsta leiktímabil. Hulda Margrét Betsy Hassett, leikmaður Stjörnunnar í Bestu-deild kvenna, mun yfirgefa liðið í lok leiktíðar til að fara á heimaslóðir í Nýja-Sjálandi og leika á lánssamningi með Wellington Pheonix í áströlsku A-deildinni. Betsy segir draum sinn vera að rætast að leika í A-deildinni með nýsjálensku liði en þetta verður í fyrsta skipti sem lið staðsett í Nýja-Sjálandi mun leika í áströlsku A-deildinni. „Ég er mjög spennt fyrir þessu. Mig hefur langað að spila sem atvinnumaður í Nýja-Sjálandi alveg síðan ég var lítil stelpa en það hefur aldrei verið lið til þess. Núna er það loksins komið,“ sagði Betsy Hassett í samtali við Vísi í dag. „Ég þurfti að spila erlendis öll þessi ár þar sem það var ekki hægt að spila heima fyrr en núna. Mig hefur alltaf dreymt um að spila í A-deildinni en þetta er sennilega minn síðasti séns þar sem ég er að nálgast síðari enda ferilsins,“ bætti Betsy við en ásamt því að leika fyrir Stjörnuna og KR hér á Íslandi hefur hún meðal annars leikið með Manchester City í Englandi, Werder Bremen í Þýskalandi og Ajax í Hollandi, á 13 ára atvinnumannaferli. Heimsmeistaramótið í fótbolta fer fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi og hefst mótið eftir tæpt ár, í júlí 2023. Betsy Hassett, sem verður 32 ára í næstu viku, er fjórða leikjahæsta landsliðskona Nýja-Sjálands frá upphafi með 132 landsleiki. „Þetta er fullkomin tímasetning fyrir mig. Heimsmeistaramótið er á næsta ári og það verður frábært að spila bæði með og gegn samherjum mínum í landsliðinu og að vera í kringum aðdraganda stórviðburðarins, sem er heimsmeistaramótið á heimavelli,“ sagði Betsy með bros á vör. „Það verður fínt að fá að búa í Nýja-Sjálandi aftur eftir svo mörg ár. Það á eftir að vera gott að vera í kringum fjölskylduna mína og vini sem ég þurfti að fórna fyrir fótboltaferilinn sem hefur tekið mig hringinn í kringum hnöttinn eftir að ég yfirgaf Nýja-Sjáland aðeins 18 ára gömul,“ sagði Betsy, sem mun þó snúa aftur til Stjörnunnar og leika með liðinu tímabilið 2023 eftir ævintýrið í Nýja-Sjálandi. View this post on Instagram A post shared by Wellington Phoenix FC (@wellingtonphoenix) Stjarnan Besta deild kvenna HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir FIFA ætlar tvöfalda verðlaunafé á HM kvenna 2023 | Styrktaraðilar sjá möguleikana í kvennaknattspyrnu Verðlaunafé á næsta heimsmeistaramóti kvenna í knattspyrnu gæti farið yfir 60 milljónir Bandaríkjadala samkvæmt aðalritara FIFA, Fatma Samoura. 20. júlí 2022 19:00 Leikmaður Stjörnunnar skoraði í tapi fyrir heimsmeisturunum Öllum leikjum dagsins í keppni kvenna í fótbolta á Ólympíuleikunum í Tókýó er nú lokið. Bretland er komið áfram í 8-liða úrslit og Bandaríkin komin á blað. Þá mættust Holland og Brasilía í stórleik dagsins. 24. júlí 2021 13:30 Munar miklu fyrir KR að hafa fengið HM-konuna til baka Nýsjálendingurinn Betsy Doon Hassett var allt í öllu í 4-2 sigri KR á HK í Pepsi Max deild kvenna í gær. 17. júlí 2019 16:30 FIFA ætlar að stækka HM kvenna upp í 32 lið Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu ætti að eiga meiri möguleika á að komast á næsta heimsmeistaramót eftir fjögur ár. Alþjóða knattspyrnusambandið mun fjölga þjóðum um átta milli móta. 5. júlí 2019 14:00 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
„Ég er mjög spennt fyrir þessu. Mig hefur langað að spila sem atvinnumaður í Nýja-Sjálandi alveg síðan ég var lítil stelpa en það hefur aldrei verið lið til þess. Núna er það loksins komið,“ sagði Betsy Hassett í samtali við Vísi í dag. „Ég þurfti að spila erlendis öll þessi ár þar sem það var ekki hægt að spila heima fyrr en núna. Mig hefur alltaf dreymt um að spila í A-deildinni en þetta er sennilega minn síðasti séns þar sem ég er að nálgast síðari enda ferilsins,“ bætti Betsy við en ásamt því að leika fyrir Stjörnuna og KR hér á Íslandi hefur hún meðal annars leikið með Manchester City í Englandi, Werder Bremen í Þýskalandi og Ajax í Hollandi, á 13 ára atvinnumannaferli. Heimsmeistaramótið í fótbolta fer fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi og hefst mótið eftir tæpt ár, í júlí 2023. Betsy Hassett, sem verður 32 ára í næstu viku, er fjórða leikjahæsta landsliðskona Nýja-Sjálands frá upphafi með 132 landsleiki. „Þetta er fullkomin tímasetning fyrir mig. Heimsmeistaramótið er á næsta ári og það verður frábært að spila bæði með og gegn samherjum mínum í landsliðinu og að vera í kringum aðdraganda stórviðburðarins, sem er heimsmeistaramótið á heimavelli,“ sagði Betsy með bros á vör. „Það verður fínt að fá að búa í Nýja-Sjálandi aftur eftir svo mörg ár. Það á eftir að vera gott að vera í kringum fjölskylduna mína og vini sem ég þurfti að fórna fyrir fótboltaferilinn sem hefur tekið mig hringinn í kringum hnöttinn eftir að ég yfirgaf Nýja-Sjáland aðeins 18 ára gömul,“ sagði Betsy, sem mun þó snúa aftur til Stjörnunnar og leika með liðinu tímabilið 2023 eftir ævintýrið í Nýja-Sjálandi. View this post on Instagram A post shared by Wellington Phoenix FC (@wellingtonphoenix)
Stjarnan Besta deild kvenna HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir FIFA ætlar tvöfalda verðlaunafé á HM kvenna 2023 | Styrktaraðilar sjá möguleikana í kvennaknattspyrnu Verðlaunafé á næsta heimsmeistaramóti kvenna í knattspyrnu gæti farið yfir 60 milljónir Bandaríkjadala samkvæmt aðalritara FIFA, Fatma Samoura. 20. júlí 2022 19:00 Leikmaður Stjörnunnar skoraði í tapi fyrir heimsmeisturunum Öllum leikjum dagsins í keppni kvenna í fótbolta á Ólympíuleikunum í Tókýó er nú lokið. Bretland er komið áfram í 8-liða úrslit og Bandaríkin komin á blað. Þá mættust Holland og Brasilía í stórleik dagsins. 24. júlí 2021 13:30 Munar miklu fyrir KR að hafa fengið HM-konuna til baka Nýsjálendingurinn Betsy Doon Hassett var allt í öllu í 4-2 sigri KR á HK í Pepsi Max deild kvenna í gær. 17. júlí 2019 16:30 FIFA ætlar að stækka HM kvenna upp í 32 lið Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu ætti að eiga meiri möguleika á að komast á næsta heimsmeistaramót eftir fjögur ár. Alþjóða knattspyrnusambandið mun fjölga þjóðum um átta milli móta. 5. júlí 2019 14:00 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
FIFA ætlar tvöfalda verðlaunafé á HM kvenna 2023 | Styrktaraðilar sjá möguleikana í kvennaknattspyrnu Verðlaunafé á næsta heimsmeistaramóti kvenna í knattspyrnu gæti farið yfir 60 milljónir Bandaríkjadala samkvæmt aðalritara FIFA, Fatma Samoura. 20. júlí 2022 19:00
Leikmaður Stjörnunnar skoraði í tapi fyrir heimsmeisturunum Öllum leikjum dagsins í keppni kvenna í fótbolta á Ólympíuleikunum í Tókýó er nú lokið. Bretland er komið áfram í 8-liða úrslit og Bandaríkin komin á blað. Þá mættust Holland og Brasilía í stórleik dagsins. 24. júlí 2021 13:30
Munar miklu fyrir KR að hafa fengið HM-konuna til baka Nýsjálendingurinn Betsy Doon Hassett var allt í öllu í 4-2 sigri KR á HK í Pepsi Max deild kvenna í gær. 17. júlí 2019 16:30
FIFA ætlar að stækka HM kvenna upp í 32 lið Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu ætti að eiga meiri möguleika á að komast á næsta heimsmeistaramót eftir fjögur ár. Alþjóða knattspyrnusambandið mun fjölga þjóðum um átta milli móta. 5. júlí 2019 14:00