Nichole Persson er sænskur markvörður sem hefur meðal annars spilað með Piteå og Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni. Persson lék 14 leiki með Piteå á síðasta leiktímabili og hélt marki sínu hreinu í fimm þeirra. Markvörðurinn skrifaði undir samning við Breiðablik sem gildir út yfirstandandi keppnistímabil.
Blikar kveðja í leiðinni markvörðinn Anítu Dögg Guðmundsdóttur sem heldur til Alabama í Bandaríkjunum til að leika í háskólaboltanum þar í landi.
Það hefur því verið nóg að gera á skrifstofu Breiðabliks síðustu daga en félagaskiptaglugginn lokar á miðnætti 26. júlí.