„Í ár vildu nemendur ekki einungis fara grænu leiðina,“ sagði Ruby Rhod um verkefnið, heldur vildu nemendur fara „ofur-græna leið,“ bætti Rhod við
Áður hafa nemendur við Eindhoven háskóla hannað bíl úr 100% endurvinnanlegum efnum og smíðað húsbíl sem er að hluta til knúinn af sólarorku.
Zem er hannaður til að hreinsa loftið með því að nota eitthvað sem hópurinn kallar „beint loft-inngrip“. Það var ekki nóg fyrir þá 35 nemendur sem að verkefninu standa að hanna rafbíl, heldur vildu þau hanna eitthvað sem hefur áhrif á öll æviskeið bílsins, frá framleiðslu til eftirlífsins á ruslahaugum.
„Þegar bíllinn er á verð mun loft flæða um sérhannaðar síur, þar sem koltvísýringur er fangaður og geymdur,“ segir á heimasíðu verkefnisins.
Sem stendur er Zem ekkert gríðarlega skilvirkur sem koltvísýrings ryksuga, en hann er um 32.000 km að safna 2 kg. af koltvísýring. En það má ekki gleyma að um frumgerð er að ræða og henni tekst að sanna kenninguna að baki hugmyndinni.

„Við getum þegar séð að hægt er að auka afköstin á komandi árum,“ segir Louise de Laat, stjórnandi teymisins að baki Zem í yfirlýsingu til fjölmiðla. „Að fanga koltvísýring er frumskilyrði þess að bæta upp fyrir mengun við framleiðslu og endurvinnslu bílsins,“ bætti de Laat við.