Enska liðið hefur unnið alla leiki sína á mótinu og er nú búið að spila nítján leiki í röð án taps undir stjórn Sarinu Wiegman.
Sænsku stelpurnar byrjuðu mun betur og voru óheppnar að skora ekki að minnsta kosti eitt mark á fyrstu 25 mínútum leiksins en það var markahæsta kona mótsins, Beth Mead, sem skoraði fyrsta mark leiksins.
Váááá! Russo með ótrúlegt mark. Hællinn var það! Englendingar komnir í 3-0 og Russo með sitt fjórða mark á mótinu - öll af bekknum pic.twitter.com/hgnhUmYVdy
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 26, 2022
Lucy Bronze kom síðan enska liðinu í 2-0 með skallamarki eftir sendingu Mead í upphafi seinni hálfleiksins.
Svíarnir brotnuðu aftur á móti endanlega þegar varamaðurinn Alessia Russo skoraði þriðja markið með hælspyrnu á 68. mínútur og Fran Kirby innsiglaði síðan sigurinn með fjórða markinu.
Hér fyrir ofan og neðan má sjá þessi fjögur mörk Ljónynjanna í leiknum.
Ensku ljónynjurnar eru komnar yfir! Beth Mead með enn eitt markið á þessu móti. Allt ætlaði um koll að keyra í Sheffield pic.twitter.com/3M0FNsvyAW
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 26, 2022
England er komið í 2-0! Lucy Bronze með skalla. Það var spurning hvort VAR skærist inn í leikinn en markið stendur. Hvað gera þær sænsku nú? pic.twitter.com/LQ1j89oyUa
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 26, 2022
Kirby með fjórða mark Englendinga! Stemningin í Sheffield er rosaleg. Englendingar eru á leið á Wembley pic.twitter.com/DZVTiHAQUM
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 26, 2022