Unga stuðstelpan í stúkunni fékk gefins miða á úrslitaleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2022 11:31 Þessi ungi stuðningsmaður enska kvennalandsliðsins hafði yfir miklu að fagna eftir 4-0 sigurinn í undanúrslitaleiknum í Sheffield. Þetta er þó ekki Tess sem sló í gegn í gengum sjónvarpsvélarnar í leikslok. Getty/Shaun Botterill Ensku ljónynjurnar eru komnar alla leið í úrslitaleikinn á Evrópumótinu þar sem þær mæta Þýskalandi á Wembley á sunnudaginn. England tryggði sér sitt sæti með 4-0 stórsigri á Svíþjóð og eftir leikinn vakti fögnuður ungrar stelpu mikla athygli. Tess is off to the #WEURO2022 finalThe little girl who captured the nation's hearts dancing along to 'Sweet Caroline' is on her way to Wembley to cheer on the #Lionesses @BBCSport @GabbyLogan broke the news on @BBCOne - we'll have more on #BBCBreakfast pic.twitter.com/pg37mTHdjl— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) July 27, 2022 Sú heitir Tess og fékk á sig myndavélarnar í leikslok þar sem hún söng og dansaði á meðan lagið „Sweet Caroline“ var spilað í hátalarakerfinu. Í enska landsliðsbúningnum og dansandi af gleði þá vann hún hug og hjörtu bresku þjóðarinnar. Enska kvennalandsliðið hefur heldur betur stolið sviðsljósinu og ungar stelpur eins og Tess eru nú komnar með frábærar fyrirmyndir sem ætti bara að auka hróður kvennaboltans í Englandi á næstu árum og áratugum. The nation watched young #Lionesses fan Tess dancing her heart out to Sweet Caroline as the England reached the #Euro22 final last night Not only did #BBCBreakfast track her down @IanWright0 had some words of wisdom for her too https://t.co/gzNxI01bAN pic.twitter.com/BeGazP8kMy— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) July 27, 2022 Daginn eftir undanúrslitaleikinn voru fréttamenn BBC búnir að leita stelpuna uppi og fengu hana í viðtal í morgunþætti sínum ásamt ömmu sinni. Ian Wright ræddi við hana og hún var í stóru hlutverki í þættinum. Tess sagði frá því að hún hafi ekkert gert sér grein fyrir því að hún væri í beinni útsendingu sjónvarpsins frá leik sem stór hluti þjóðarinnar var að fylgjast með. „Við vorum í smá sjokki þegar við sáum hana á skjánum,“ viðurkenndi amma Tess. Hápunkturinn var síðan þegar Tess var boðið á úrslitaleikinn og viðbrögðin hennar voru stórskemmtileg eins og sjá má hér fyrir neðan. The star of our post-match celebrations Thank you so much for joining us on #LionessesLive, Tess! pic.twitter.com/v8CkGkGGAN— Lionesses (@Lionesses) July 27, 2022 EM 2022 í Englandi Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
England tryggði sér sitt sæti með 4-0 stórsigri á Svíþjóð og eftir leikinn vakti fögnuður ungrar stelpu mikla athygli. Tess is off to the #WEURO2022 finalThe little girl who captured the nation's hearts dancing along to 'Sweet Caroline' is on her way to Wembley to cheer on the #Lionesses @BBCSport @GabbyLogan broke the news on @BBCOne - we'll have more on #BBCBreakfast pic.twitter.com/pg37mTHdjl— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) July 27, 2022 Sú heitir Tess og fékk á sig myndavélarnar í leikslok þar sem hún söng og dansaði á meðan lagið „Sweet Caroline“ var spilað í hátalarakerfinu. Í enska landsliðsbúningnum og dansandi af gleði þá vann hún hug og hjörtu bresku þjóðarinnar. Enska kvennalandsliðið hefur heldur betur stolið sviðsljósinu og ungar stelpur eins og Tess eru nú komnar með frábærar fyrirmyndir sem ætti bara að auka hróður kvennaboltans í Englandi á næstu árum og áratugum. The nation watched young #Lionesses fan Tess dancing her heart out to Sweet Caroline as the England reached the #Euro22 final last night Not only did #BBCBreakfast track her down @IanWright0 had some words of wisdom for her too https://t.co/gzNxI01bAN pic.twitter.com/BeGazP8kMy— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) July 27, 2022 Daginn eftir undanúrslitaleikinn voru fréttamenn BBC búnir að leita stelpuna uppi og fengu hana í viðtal í morgunþætti sínum ásamt ömmu sinni. Ian Wright ræddi við hana og hún var í stóru hlutverki í þættinum. Tess sagði frá því að hún hafi ekkert gert sér grein fyrir því að hún væri í beinni útsendingu sjónvarpsins frá leik sem stór hluti þjóðarinnar var að fylgjast með. „Við vorum í smá sjokki þegar við sáum hana á skjánum,“ viðurkenndi amma Tess. Hápunkturinn var síðan þegar Tess var boðið á úrslitaleikinn og viðbrögðin hennar voru stórskemmtileg eins og sjá má hér fyrir neðan. The star of our post-match celebrations Thank you so much for joining us on #LionessesLive, Tess! pic.twitter.com/v8CkGkGGAN— Lionesses (@Lionesses) July 27, 2022
EM 2022 í Englandi Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira