Reyndi nýliðinn að gera gæfumuninn fyrir þýsku stelpurnar á þessu EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2022 12:31 Alexandra Popp fagnar öðru marka sinna á móti Frakklandi í undanúrslitaleiknum í gær. EPA-EFE/Tolga Akmen Alexandra Popp missti af tveimur síðustu Evrópumótum vegna meiðsla og er því að taka þátt í sínu fyrsta EM í sumar þrátt fyrir að spila fyrir Þýskaland og hafa verið í hópi öflugustu framherja álfunnar í langan tíma. Það er óhætt að segja að frumraunin langþráða gangi vel. Popp tryggði þýska landsliðinu sæti í úrslitaleik Evrópumótsins með því að skora bæði mörkin í 2-1 sigri á Frakklandi í undanúrslitaleiknum í gær. Five goals in five games.Alex Popp has scored in every #WEURO2022 match pic.twitter.com/HRmJ1ezzN5— B/R Football (@brfootball) July 27, 2022 Popp er orðin 31 árs en er engu að síður að spila á sínu fyrsta Evrópumóti. Hún hefur skorað næstum því helming marka þýska landsliðsins á mótinu og er markahæst á mótinu með sex mörk ásamt hinni ensku Beth Mead. „Ég verð að viðurkenna að ég er tilfinningasamari en vanalega af því að ég veit hvað ég þurfti að gera til þess að komast hingað. Að vera hér, hafa tækifæri til að standa sig og vera laus við meiðsli gerir mig mjög stolta,“ sagði Alexandra Popp eftir leikinn. 6 - Alexandra Popp has scored six of Germany's 13 goals at the 2022 Women's Euros (46%). Popp has scored six times from 17 shots, while the rest of Germany's squad has combined for seven goals from 75 shots. Precision. #WEURO2022 pic.twitter.com/iDmC7kwMCC— OptaJoe (@OptaJoe) July 27, 2022 „En ég verð líka að þakka öllum þeim sem hafa hjálpað mér, læknaliðnu í félaginu og þjálfararnir bæði þar og hér. Þeir höfðu alltaf trú á mér og gáfu mér tækifæri til að vera hér,“ sagði Popp. „Ég er orðinn mjög hættuleg núna alveg eins og í fortíðinni. Það var ekki þannig um tíma af því að ég var alltaf meidd,“ sagði Popp. Þjóðverjar eru komnir yfir! Þetta er nákvæmlega það sem leikurinn þurfti. Frábær spilkafli hjá þeim þýsku og Popp rekur smiðshöggið á sóknina. 5 mörk í 5 leikjum hjá henni! pic.twitter.com/lCdXoh2XqE— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 27, 2022 Popp missti af Evrópumótinu 2013 vegna meiðsla. Hún spilaði þá í gegnum ökklameiðsli til að hjálpa Wolfsburg að vinna þrennuna 2012-13 tímabilið en það kostaði hana Evrópumótið þar sem þýska landsliðið landaði sigri. Á síðasta Evrópumóti fyrir fimm árum þá var hún meidd á hné. Hún meiddist í aðdraganda þessa móts og fékk líka kórónuveiruna á lokasprettinum en var valinn í liðið og hefur heldur betur launað það traust. Popp hefur skorað í öllum fimm leikjum þýska liðsins á mótinu sem er nýtt met. Ekki slæmt á þínu fyrsta Evrópumóti. Hún mun því berjast bæði um EM-gull og gullskó í úrslitaleiknum á sunnudaginn kemur. Þjóðverjar eru komnir yfir! Alexandra Popp hættir ekki að skora! pic.twitter.com/spySrIfxaC— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 27, 2022 EM 2022 í Englandi Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Sjá meira
Popp tryggði þýska landsliðinu sæti í úrslitaleik Evrópumótsins með því að skora bæði mörkin í 2-1 sigri á Frakklandi í undanúrslitaleiknum í gær. Five goals in five games.Alex Popp has scored in every #WEURO2022 match pic.twitter.com/HRmJ1ezzN5— B/R Football (@brfootball) July 27, 2022 Popp er orðin 31 árs en er engu að síður að spila á sínu fyrsta Evrópumóti. Hún hefur skorað næstum því helming marka þýska landsliðsins á mótinu og er markahæst á mótinu með sex mörk ásamt hinni ensku Beth Mead. „Ég verð að viðurkenna að ég er tilfinningasamari en vanalega af því að ég veit hvað ég þurfti að gera til þess að komast hingað. Að vera hér, hafa tækifæri til að standa sig og vera laus við meiðsli gerir mig mjög stolta,“ sagði Alexandra Popp eftir leikinn. 6 - Alexandra Popp has scored six of Germany's 13 goals at the 2022 Women's Euros (46%). Popp has scored six times from 17 shots, while the rest of Germany's squad has combined for seven goals from 75 shots. Precision. #WEURO2022 pic.twitter.com/iDmC7kwMCC— OptaJoe (@OptaJoe) July 27, 2022 „En ég verð líka að þakka öllum þeim sem hafa hjálpað mér, læknaliðnu í félaginu og þjálfararnir bæði þar og hér. Þeir höfðu alltaf trú á mér og gáfu mér tækifæri til að vera hér,“ sagði Popp. „Ég er orðinn mjög hættuleg núna alveg eins og í fortíðinni. Það var ekki þannig um tíma af því að ég var alltaf meidd,“ sagði Popp. Þjóðverjar eru komnir yfir! Þetta er nákvæmlega það sem leikurinn þurfti. Frábær spilkafli hjá þeim þýsku og Popp rekur smiðshöggið á sóknina. 5 mörk í 5 leikjum hjá henni! pic.twitter.com/lCdXoh2XqE— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 27, 2022 Popp missti af Evrópumótinu 2013 vegna meiðsla. Hún spilaði þá í gegnum ökklameiðsli til að hjálpa Wolfsburg að vinna þrennuna 2012-13 tímabilið en það kostaði hana Evrópumótið þar sem þýska landsliðið landaði sigri. Á síðasta Evrópumóti fyrir fimm árum þá var hún meidd á hné. Hún meiddist í aðdraganda þessa móts og fékk líka kórónuveiruna á lokasprettinum en var valinn í liðið og hefur heldur betur launað það traust. Popp hefur skorað í öllum fimm leikjum þýska liðsins á mótinu sem er nýtt met. Ekki slæmt á þínu fyrsta Evrópumóti. Hún mun því berjast bæði um EM-gull og gullskó í úrslitaleiknum á sunnudaginn kemur. Þjóðverjar eru komnir yfir! Alexandra Popp hættir ekki að skora! pic.twitter.com/spySrIfxaC— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 27, 2022
EM 2022 í Englandi Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Sjá meira