Lífið

Hringferð um landið í leit að næstu stórstjörnu Íslands

Elísabet Hanna skrifar
Farið verður um land allt í leit að næstu stórstjörnu Íslands.
Farið verður um land allt í leit að næstu stórstjörnu Íslands. Stöð 2

Framleiðendur Idolsins eru að fara í hringferð um landið í leit að næstu stórstjörnu Íslands. Prufurnar verða haldnar á Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi og Reykjavík. Það eina sem áhugasamir þurfa að gera er að mæta á svæðið með lag sem þeir vilja syngja og láta ljós sitt skína.

Þær eru haldnar fyrir þá sem hafa ekki sent inn slíka í rafrænu formi. Prufur fyrir framleiðendur ákvarða hvort að viðkomandi komist áfram á næsta stig sem er í dómaraprufur. Þær fara fram síðar í haust og þá gefst einstaklingum tækifæri til þess að syngja fyrir Birgittu Haukdal, Bríeti, Daníel Ágúst og Herra Hnetusmjör.

Dómaraprufur verða síðar í haust.Stöð 2

Staðsetningar og tími:

9. ágúst

Prufur á Ísafirði

Hvar: Tónlistarskóli Ísafjarðar

Kl: 13:00

11. ágúst

Prufur á Akureyri

Hvar: Hof

Kl: 13:00

12. ágúst

Prufur á Egilsstöðum

Hvar: Sláturhúsið

Kl: 13:00

14. ágúst

Prufur á Selfossi

Hvar: Bankinn vinnustofur

Kl: 13:00

20. ágúst

Prufur í Reykjavík

Hvar: Hilton Reykjavík Nordica, gengið að aftan hjá Hilton Spa - fundaraðstaðan

Kl: 13:00


Tengdar fréttir

Daníel Ágúst er fjórði Idol-dómarinn

Stöð 2 hóf um helgina leit að nýrri íslenskri Idol-stjörnu. Sett hefur verið í loftið skráningarsíða fyrir áhugasama og undirbúningur að nýrri þáttaröð Idol, sem fer í loftið í haust, er formlega hafinn. Seinna í sumar munu fara fram áheyrnarprufur út um allt land.

Birgitta Haukdal, Herra Hnetusmjör og Guðrún Árný mæta í dalinn

Dagskráin fyrir Þjóðhátíð stækkar enn og er ljóst að brekkan mun loga af stemningu en Herra Hnetusmjör, Birgitta Haukdal og Guðrún Árný hafa bæst við landslið listafólks sem mun koma fram á stóra sviðinu í Herjólfsdal á þjóðhátíð.

Bríet er þriðji Idol-dómarinn

Stöð 2 hóf um helgina leit að nýrri íslenskri Idol-stjörnu. Sett hefur verið í loftið skráningarsíða fyrir áhugasama og undirbúningur að nýrri þáttaröð Idol, sem fer í loftið í haust, er formlega hafinn. Seinna í sumar munu fara fram áheyrnarprufur út um allt land.

Herra Hnetusmjör er fyrsti Idol-dómarinn

Stöð 2 hóf um helgina leit að nýrri íslenskri Idol-stjörnu. Sett hefur verið í loftið skráningarsíða fyrir áhugasama og undirbúningur að nýrri þáttaröð Idol, sem fer í loftið í haust, er formlega hafinn. Seinna í sumar munu fara fram áheyrnarprufur út um allt land.

Hildur Vala Idol-stjarna Íslands

Hildur Vala Einarsdóttir, 23 ára Reykvíkingur, var í kvöld valin IDOL stjarna Íslands. Hildur Vala atti kappi við Heiðu í úrslitum Idol-stjörnuleitarinnar sem fram fóru í beinni útsendingu Stöðvar 2 frá Smáralind.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×