Brotist inn hjá enskri landsliðskonu á meðan hún var að spila á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2022 08:00 Georgia Stanway er liðsfélagi Glódísar Perlu, Karólínu Leu og Cecilíu Rán hjá Bayern München. AP/Alessandra Tarantino Þetta hefur verið vandamál hjá þekktustu fótboltakörlunum í Englandi en nú eru óprúttnir aðilar líka farnir að brjótast inn hjá ensku landsliðskonunum þegar þær eru að spila fyrir þjóð sína. Það fylgja því neikvæðir hliðar að vera orðnar þjóðþekktar persónur eftir frábæra frammistöðu sína á EM í Englandi. Englands stjärna utsatt för inbrott under Sverige-matchen https://t.co/9huP6qemJK— Sportbladet (@sportbladet) July 28, 2022 Georgia Stanway skoraði eftirminnilegt mark sem tryggði Englandi sigur á Spáni í átta liða úrslitunum og hjálpaði enska liðinu síðan að vinna undanúrslitaleikinn á móti Svíum á þriðjudagskvöldið. Stanway fagnaði sigri með liði sínu en fékk síðan slæmar fréttir að heiman þar sem innbrotsþjófar reyndu að brjótast inn í hús fjölskyldunnar. Þjófarnir héldu eflaust að öll fjölskyldan væri í Sheffield á undanúrslitaleiknum en ættingi hennar varð eftir heima. Hann kom þjófunum á óvart og þeir fóru tómhentir í burtu. Faðir Georgiu sagði frá atburðunum í samtali við The Sun. The match-winner A by @StanwayGeorgia #WEUROMoments | #WEURO2022 | @Lays_football pic.twitter.com/iedHbBBJDm— UEFA Women's EURO 2022 (@WEURO2022) July 20, 2022 „Þetta var súrsætur dagur. Við fengum nefnilega þær hræðilegu fréttir að einhverji hefðu brotist inn í húsið okkar en þeir héldu að við værum öll í burtu. Sem betur fer náði fjölskyldumeðlimur að stoppa þá en hann komst ekki á leikinn,“ sagði Paul, faðir Georgiu Stanway. Paul varaði nágranna sína við að það væru þjófar á ferðinni á svæðinu og óskaði líka eftir vitnum af innbrotinu. „Ég vil vara ykkur við því að gefa upplýsingar um að þið séuð að fara í burtu því það er skuggalegt fólk þarna úti. Læsið dyrum, hafið augun á húsi nágrannans og passið ykkur. Við þiggjum líka allar upplýsingar um innbrotið,“ sagði Paul. Innbrotsþjófurinn var á þrítugsaldri og vitorðsmennirnir hans biðu út í bíl á meðan. Hann mætti með Ikea poka sem hann ætlaði væntanlega að fylla af verðmætum. Georgia Stanway er 23 ára miðjumaður sem spilar með Íslendingaliðinu Bayern München í Þýskalandi. Hún spilaði með Blackburn Rovers í yngri flokkum en fór til Manchester City þegar hún var sextán ára gömul. "There's a different vibe, there's a different experience amongst the team" England are two wins away from a first major tournament trophy, Georgia Stanway scored the winning goal to knock out Spain in the quarter-finals pic.twitter.com/YRy2dxbwHV— Sky Sports Football (@SkyFootball) July 25, 2022 EM 2022 í Englandi Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Það fylgja því neikvæðir hliðar að vera orðnar þjóðþekktar persónur eftir frábæra frammistöðu sína á EM í Englandi. Englands stjärna utsatt för inbrott under Sverige-matchen https://t.co/9huP6qemJK— Sportbladet (@sportbladet) July 28, 2022 Georgia Stanway skoraði eftirminnilegt mark sem tryggði Englandi sigur á Spáni í átta liða úrslitunum og hjálpaði enska liðinu síðan að vinna undanúrslitaleikinn á móti Svíum á þriðjudagskvöldið. Stanway fagnaði sigri með liði sínu en fékk síðan slæmar fréttir að heiman þar sem innbrotsþjófar reyndu að brjótast inn í hús fjölskyldunnar. Þjófarnir héldu eflaust að öll fjölskyldan væri í Sheffield á undanúrslitaleiknum en ættingi hennar varð eftir heima. Hann kom þjófunum á óvart og þeir fóru tómhentir í burtu. Faðir Georgiu sagði frá atburðunum í samtali við The Sun. The match-winner A by @StanwayGeorgia #WEUROMoments | #WEURO2022 | @Lays_football pic.twitter.com/iedHbBBJDm— UEFA Women's EURO 2022 (@WEURO2022) July 20, 2022 „Þetta var súrsætur dagur. Við fengum nefnilega þær hræðilegu fréttir að einhverji hefðu brotist inn í húsið okkar en þeir héldu að við værum öll í burtu. Sem betur fer náði fjölskyldumeðlimur að stoppa þá en hann komst ekki á leikinn,“ sagði Paul, faðir Georgiu Stanway. Paul varaði nágranna sína við að það væru þjófar á ferðinni á svæðinu og óskaði líka eftir vitnum af innbrotinu. „Ég vil vara ykkur við því að gefa upplýsingar um að þið séuð að fara í burtu því það er skuggalegt fólk þarna úti. Læsið dyrum, hafið augun á húsi nágrannans og passið ykkur. Við þiggjum líka allar upplýsingar um innbrotið,“ sagði Paul. Innbrotsþjófurinn var á þrítugsaldri og vitorðsmennirnir hans biðu út í bíl á meðan. Hann mætti með Ikea poka sem hann ætlaði væntanlega að fylla af verðmætum. Georgia Stanway er 23 ára miðjumaður sem spilar með Íslendingaliðinu Bayern München í Þýskalandi. Hún spilaði með Blackburn Rovers í yngri flokkum en fór til Manchester City þegar hún var sextán ára gömul. "There's a different vibe, there's a different experience amongst the team" England are two wins away from a first major tournament trophy, Georgia Stanway scored the winning goal to knock out Spain in the quarter-finals pic.twitter.com/YRy2dxbwHV— Sky Sports Football (@SkyFootball) July 25, 2022
EM 2022 í Englandi Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira