Þeir sem spila golf vita það að það er ekki sjálfgefið að fara holu í höggi. Flestir áhugakylfingar fara í gegnum allan sinn golfferil án þess að setja kúluna í holuna í aðeins einu höggi, en þeir sem það gera eru hins vegar yfirleitt gríðarlega spenntir þegar þeir slá kúlunni af teignum. Fólk finnur það að höggið var gott og við tekur spennan sem fylgir því að fylgjast með flugi kúlunnar.
Sömu sögur er hins vegar ekki að segja af Mark Hubbard. Þvert á móti þá þótti Hubbard höggið sitt alls ekki gott og um leið kúlan var farin af stað sleppti hann kylfunni sinni og bölvaði skotinu.
Þrátt fyrir svekkelsi Hubbards lenti kúlan á flötinni á 11. holu og rúllaði þaðan snyrtilega ofan í holuna. Hubbard ætlaði ekki að trúa sínum eigin augum og virtist hálf vandræðalegur þegar ljóst var að kúlan hafði endað í holunni.
I hate it
— PGA TOUR (@PGATOUR) July 28, 2022
I hate it
I hate it
I LOVE IT@HomelessHubbs drops it in for an ace 🎯 pic.twitter.com/Hu1dCFnEPP
Rocket Mortgage Classic mótið er hluti af PGA-mótaröðinni og er sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf. Bein útsending frá öðrum degi mótsins hefst klukkan 19:00 í kvöld.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.