Kemur Wiegman enskum loks til fyrirheitna landsins? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. júlí 2022 09:00 Sarina Wiegman, sem ræðir hér við Leah Williamson, fyrirliða enska landsliðsins, getur orðið fyrst allra til að gera tvær þjóðir að Evrópumeisturum. getty/Alex Livesey Enskt A-landslið fær í dag möguleika á að vinna stórmót í fyrsta sinn síðan 1966. Þá var England á heimavelli líkt og nú. Evrópumóti kvenna lýkur í dag þegar England og Þýskaland mætast í úrslitaleik á Wembley. Enska kvennalandsliðið hefur aldrei unnið stórmót og raunar hefur enskt A-landslið bara einu sinni unnið stóran titil. Það gerðist 1966 þegar enska karlalandsliðið sigraði Vestur-Þýskaland í úrslitaleik HM á gamla Wembley. England og Þýskaland mætast nú aftur í úrslitaleik stórsmóts á Wembley en nokkuð ljóst er að „draugamark“ mun ekki hafa afgerandi áhrif á gang mála að þessu sinni eins og fyrir 56 árum. Fyrir þá sem ekki þekkja kom Geoff Hurst Englendingum í 3-2 í framlengingu í úrslitaleik HM 1966 þegar skot hans fór í slána og niður. Svissneski dómarinn Gottfried Dienst og sovéski línuvörðurinn Tofiq Bahramov mátu það sem svo að boltinn hefði farið inn fyrir línuna og dæmdu mark sem er ein umdeildasta ákvörðun fótboltasögunnar. Ljóst er að ekkert slíkt vafaatriði mun koma upp í dag þar sem dómaratríóið nýtur aðstoðar marklínutækni. Geoff Hurst skorar markið umdeilda í úrslitaleik HM 1966.getty/Central Press Sem fyrr sagði hefur enska kvennalandsliðið aldrei unnið stórmót. En við stjórnvölinn hjá liðinu er þjálfari sem þekkir það. Sarina Wiegman stýrði Hollendingum til sigurs á EM á heimavelli 2017. Hún kom Hollandi svo í úrslit HM 2019 og tók svo við enska landsliðinu eftir Ólympíuleikana í fyrra. Óhætt er að segja að árangur enska landsliðsins undir stjórn Wiegmans hafi verið framúrskarandi. England hefur unnið sautján leiki af nítján, skorað 104 mörk og aðeins fengið á sig fjögur. Englendingar hafa verið óstöðvandi á EM og unnið alla fimm leiki sína með markatölunni 20-1. England vann meðal annars Noreg, 8-0, í riðlakeppninni og Svíþjóð, 4-0, í undanúrslitunum á þriðjudaginn. Alexandra Popp, fyrirliði Þýskalands, fagnar einu sex marka sinna á EM.getty/Naomi Baker Þjóðverjar hafa einnig unnið alla leiki sína á EM og aðeins fengið á sig eitt mark þótt þeir hafi fallið í skuggann af Englendingum. Þýskaland vann alla leiki sína í riðlakeppninni með markatölunni 9-0, sigraði Austurríki, 2-0, í átta liða úrslitunum og Frakkland, 2-1, í undanúrslitunum. Ólíkt Englandi þekkir þýska kvennalandsliðið það vel að vinna stórmót. Þjóðverjar urðu heimsmeistarar 2003 og 2007, Ólympíumeistarar 2016 og Evrópumeistarar 1989, 1991, 1995, 1997, 2001, 2005, 2009 og 2013. Í úrslitaleik EM 2009 vann Þýskaland stórsigur á Englandi, 6-2. Þótt sagan og hefðin sé vissulega með Þjóðverjum í liði er vert að geta þess að aðeins þrír leikmenn í þýska hópnum hafa unnið stórmót með landsliðinu. Þær Sara Däbritz, Svenja Huth og Alexandra Popp voru í þýska liðinu sem varð Ólympíumeistari í Ríó 2016. Sú síðarnefnda er fyrirliði Þýskalands og er markahæst á EM með sex mörk ásamt hinni ensku Beth Mead. Just match remains! Who'll be crowned #WEUROTopScorer? #WEURO2022 pic.twitter.com/hpSpPOSCVN— UEFA Women's EURO 2022 (@WEURO2022) July 29, 2022 Englendingar eru mun sigurstranglegri fyrir leikinn á Wembley sem hefst klukkan 16:00 í dag. Þó er varasamt að vanmeta Þjóðverja sem hafa læðst með veggjum á Englandi undanfarnar vikur og finndist eflaust fátt skemmtilegra en að eyðileggja partíið fyrir enskum. EM 2022 í Englandi Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Sport Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus Sport Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Evrópumóti kvenna lýkur í dag þegar England og Þýskaland mætast í úrslitaleik á Wembley. Enska kvennalandsliðið hefur aldrei unnið stórmót og raunar hefur enskt A-landslið bara einu sinni unnið stóran titil. Það gerðist 1966 þegar enska karlalandsliðið sigraði Vestur-Þýskaland í úrslitaleik HM á gamla Wembley. England og Þýskaland mætast nú aftur í úrslitaleik stórsmóts á Wembley en nokkuð ljóst er að „draugamark“ mun ekki hafa afgerandi áhrif á gang mála að þessu sinni eins og fyrir 56 árum. Fyrir þá sem ekki þekkja kom Geoff Hurst Englendingum í 3-2 í framlengingu í úrslitaleik HM 1966 þegar skot hans fór í slána og niður. Svissneski dómarinn Gottfried Dienst og sovéski línuvörðurinn Tofiq Bahramov mátu það sem svo að boltinn hefði farið inn fyrir línuna og dæmdu mark sem er ein umdeildasta ákvörðun fótboltasögunnar. Ljóst er að ekkert slíkt vafaatriði mun koma upp í dag þar sem dómaratríóið nýtur aðstoðar marklínutækni. Geoff Hurst skorar markið umdeilda í úrslitaleik HM 1966.getty/Central Press Sem fyrr sagði hefur enska kvennalandsliðið aldrei unnið stórmót. En við stjórnvölinn hjá liðinu er þjálfari sem þekkir það. Sarina Wiegman stýrði Hollendingum til sigurs á EM á heimavelli 2017. Hún kom Hollandi svo í úrslit HM 2019 og tók svo við enska landsliðinu eftir Ólympíuleikana í fyrra. Óhætt er að segja að árangur enska landsliðsins undir stjórn Wiegmans hafi verið framúrskarandi. England hefur unnið sautján leiki af nítján, skorað 104 mörk og aðeins fengið á sig fjögur. Englendingar hafa verið óstöðvandi á EM og unnið alla fimm leiki sína með markatölunni 20-1. England vann meðal annars Noreg, 8-0, í riðlakeppninni og Svíþjóð, 4-0, í undanúrslitunum á þriðjudaginn. Alexandra Popp, fyrirliði Þýskalands, fagnar einu sex marka sinna á EM.getty/Naomi Baker Þjóðverjar hafa einnig unnið alla leiki sína á EM og aðeins fengið á sig eitt mark þótt þeir hafi fallið í skuggann af Englendingum. Þýskaland vann alla leiki sína í riðlakeppninni með markatölunni 9-0, sigraði Austurríki, 2-0, í átta liða úrslitunum og Frakkland, 2-1, í undanúrslitunum. Ólíkt Englandi þekkir þýska kvennalandsliðið það vel að vinna stórmót. Þjóðverjar urðu heimsmeistarar 2003 og 2007, Ólympíumeistarar 2016 og Evrópumeistarar 1989, 1991, 1995, 1997, 2001, 2005, 2009 og 2013. Í úrslitaleik EM 2009 vann Þýskaland stórsigur á Englandi, 6-2. Þótt sagan og hefðin sé vissulega með Þjóðverjum í liði er vert að geta þess að aðeins þrír leikmenn í þýska hópnum hafa unnið stórmót með landsliðinu. Þær Sara Däbritz, Svenja Huth og Alexandra Popp voru í þýska liðinu sem varð Ólympíumeistari í Ríó 2016. Sú síðarnefnda er fyrirliði Þýskalands og er markahæst á EM með sex mörk ásamt hinni ensku Beth Mead. Just match remains! Who'll be crowned #WEUROTopScorer? #WEURO2022 pic.twitter.com/hpSpPOSCVN— UEFA Women's EURO 2022 (@WEURO2022) July 29, 2022 Englendingar eru mun sigurstranglegri fyrir leikinn á Wembley sem hefst klukkan 16:00 í dag. Þó er varasamt að vanmeta Þjóðverja sem hafa læðst með veggjum á Englandi undanfarnar vikur og finndist eflaust fátt skemmtilegra en að eyðileggja partíið fyrir enskum.
EM 2022 í Englandi Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Sport Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus Sport Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira