Hver verður markadrotting á EM? Valur Páll Eiríksson skrifar 30. júlí 2022 10:30 Mead og Popp berjast ekki aðeins um Evróputitilinn. Samsett/Getty Tveir markahæstu leikmenn Evrópumóts kvenna í fótbolta verða báðir í eldlínunni þegar England mætir Þýskalandi í úrslitaleik mótsins á morgun. Hin enska Beth Mead og Alexandra Popp frá Þýskalandi hafa báðar skorað sex mörk á EM og hafa með því jafnað met Inku Grings sem snýr að flestum mörkum leikmanns á einu Evrópumóti. Báðar hafa þær því tækifæri til að bæta metið þegar úrslitaleikurinn fer fram á Wembley í Lundúnum síðdegist á morgun. Mead leikur á kantinum hjá Englandi en var lengi vel framherji á sínum ferli. Hún raðaði inn mörkum hjá Sunderland og var keypt til Arsenal árið 2017. Hún þurfti að gefa framherjastöðuna þar eftir þegar hin hollenska Vivianne Miedema gekk í raðir félagsins en virðist vera lunknari við markaskorun í kantstöðunni hjá Englandi en með félagsliðinu. Hún hefur skorað 20 mörk í 19 landsleikjum á síðustu tveimur árum, til samanburðar við 15 mörk í 43 deildarleikjum með Arsenal á sama tíma. Mead og Popp í baráttunni í leik Arsenal og Wolfsburg í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í mars.Catherine Ivill/Getty Images Þrátt fyrir að vera fyrirliði Þýskalands og að hafa leikið 119 landsleiki frá árinu 2010 er Alexandra Popp að leika á sínu fyrsta Evrópumóti. Meiðsli héldu henni frá síðustu tveimur mótum og hún rétt náði sér af meiðslum í tæka tíð fyrir mótið í ár. Popp hefur, líkt og Mead, þurft að gefa framherjastöðuna eftir hjá félagsliði sínu þar sem hún hefur mest leikið á miðjunni síðustu misseri. Hún var á bekknum í fyrsta leik Þýskalands en þegar framherjinn Lea Schuller smitaðist af Covid fékk Popp tækifæri sem hún hefur svo sannarlega nýtt. Popp hefur skorað í öllum fimm leikjum Þýskalands á mótinu og er sú fyrsta í sögunni til að gera það. Geta hennar í loftinu hefur sérstaklega nýst þeim þýsku vel en fjögur markanna hefur hún skorað með skalla. Hvor þeirra tveggja verður ofan á kemur í ljós á morgun en þá er ekki hægt að útiloka Alessiu Russo, leikmann Manchester United, í markadrottingarbaráttunni. Hún hefur skorað fjögur mörk og dugar henni að skora tvö mörk til að jafna þær tvær fyrrnefndu. Líklegast er þó baráttan milli þeirra Mead og Popp, sem myndu þó líklega glaðar gefa markadrottningartitilinn eftir fyrir Evrópugull. EM 2022 í Englandi Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Sjá meira
Hin enska Beth Mead og Alexandra Popp frá Þýskalandi hafa báðar skorað sex mörk á EM og hafa með því jafnað met Inku Grings sem snýr að flestum mörkum leikmanns á einu Evrópumóti. Báðar hafa þær því tækifæri til að bæta metið þegar úrslitaleikurinn fer fram á Wembley í Lundúnum síðdegist á morgun. Mead leikur á kantinum hjá Englandi en var lengi vel framherji á sínum ferli. Hún raðaði inn mörkum hjá Sunderland og var keypt til Arsenal árið 2017. Hún þurfti að gefa framherjastöðuna þar eftir þegar hin hollenska Vivianne Miedema gekk í raðir félagsins en virðist vera lunknari við markaskorun í kantstöðunni hjá Englandi en með félagsliðinu. Hún hefur skorað 20 mörk í 19 landsleikjum á síðustu tveimur árum, til samanburðar við 15 mörk í 43 deildarleikjum með Arsenal á sama tíma. Mead og Popp í baráttunni í leik Arsenal og Wolfsburg í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í mars.Catherine Ivill/Getty Images Þrátt fyrir að vera fyrirliði Þýskalands og að hafa leikið 119 landsleiki frá árinu 2010 er Alexandra Popp að leika á sínu fyrsta Evrópumóti. Meiðsli héldu henni frá síðustu tveimur mótum og hún rétt náði sér af meiðslum í tæka tíð fyrir mótið í ár. Popp hefur, líkt og Mead, þurft að gefa framherjastöðuna eftir hjá félagsliði sínu þar sem hún hefur mest leikið á miðjunni síðustu misseri. Hún var á bekknum í fyrsta leik Þýskalands en þegar framherjinn Lea Schuller smitaðist af Covid fékk Popp tækifæri sem hún hefur svo sannarlega nýtt. Popp hefur skorað í öllum fimm leikjum Þýskalands á mótinu og er sú fyrsta í sögunni til að gera það. Geta hennar í loftinu hefur sérstaklega nýst þeim þýsku vel en fjögur markanna hefur hún skorað með skalla. Hvor þeirra tveggja verður ofan á kemur í ljós á morgun en þá er ekki hægt að útiloka Alessiu Russo, leikmann Manchester United, í markadrottingarbaráttunni. Hún hefur skorað fjögur mörk og dugar henni að skora tvö mörk til að jafna þær tvær fyrrnefndu. Líklegast er þó baráttan milli þeirra Mead og Popp, sem myndu þó líklega glaðar gefa markadrottningartitilinn eftir fyrir Evrópugull.
EM 2022 í Englandi Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Sjá meira