Hver verður markadrotting á EM? Valur Páll Eiríksson skrifar 30. júlí 2022 10:30 Mead og Popp berjast ekki aðeins um Evróputitilinn. Samsett/Getty Tveir markahæstu leikmenn Evrópumóts kvenna í fótbolta verða báðir í eldlínunni þegar England mætir Þýskalandi í úrslitaleik mótsins á morgun. Hin enska Beth Mead og Alexandra Popp frá Þýskalandi hafa báðar skorað sex mörk á EM og hafa með því jafnað met Inku Grings sem snýr að flestum mörkum leikmanns á einu Evrópumóti. Báðar hafa þær því tækifæri til að bæta metið þegar úrslitaleikurinn fer fram á Wembley í Lundúnum síðdegist á morgun. Mead leikur á kantinum hjá Englandi en var lengi vel framherji á sínum ferli. Hún raðaði inn mörkum hjá Sunderland og var keypt til Arsenal árið 2017. Hún þurfti að gefa framherjastöðuna þar eftir þegar hin hollenska Vivianne Miedema gekk í raðir félagsins en virðist vera lunknari við markaskorun í kantstöðunni hjá Englandi en með félagsliðinu. Hún hefur skorað 20 mörk í 19 landsleikjum á síðustu tveimur árum, til samanburðar við 15 mörk í 43 deildarleikjum með Arsenal á sama tíma. Mead og Popp í baráttunni í leik Arsenal og Wolfsburg í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í mars.Catherine Ivill/Getty Images Þrátt fyrir að vera fyrirliði Þýskalands og að hafa leikið 119 landsleiki frá árinu 2010 er Alexandra Popp að leika á sínu fyrsta Evrópumóti. Meiðsli héldu henni frá síðustu tveimur mótum og hún rétt náði sér af meiðslum í tæka tíð fyrir mótið í ár. Popp hefur, líkt og Mead, þurft að gefa framherjastöðuna eftir hjá félagsliði sínu þar sem hún hefur mest leikið á miðjunni síðustu misseri. Hún var á bekknum í fyrsta leik Þýskalands en þegar framherjinn Lea Schuller smitaðist af Covid fékk Popp tækifæri sem hún hefur svo sannarlega nýtt. Popp hefur skorað í öllum fimm leikjum Þýskalands á mótinu og er sú fyrsta í sögunni til að gera það. Geta hennar í loftinu hefur sérstaklega nýst þeim þýsku vel en fjögur markanna hefur hún skorað með skalla. Hvor þeirra tveggja verður ofan á kemur í ljós á morgun en þá er ekki hægt að útiloka Alessiu Russo, leikmann Manchester United, í markadrottingarbaráttunni. Hún hefur skorað fjögur mörk og dugar henni að skora tvö mörk til að jafna þær tvær fyrrnefndu. Líklegast er þó baráttan milli þeirra Mead og Popp, sem myndu þó líklega glaðar gefa markadrottningartitilinn eftir fyrir Evrópugull. EM 2022 í Englandi Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Sjá meira
Hin enska Beth Mead og Alexandra Popp frá Þýskalandi hafa báðar skorað sex mörk á EM og hafa með því jafnað met Inku Grings sem snýr að flestum mörkum leikmanns á einu Evrópumóti. Báðar hafa þær því tækifæri til að bæta metið þegar úrslitaleikurinn fer fram á Wembley í Lundúnum síðdegist á morgun. Mead leikur á kantinum hjá Englandi en var lengi vel framherji á sínum ferli. Hún raðaði inn mörkum hjá Sunderland og var keypt til Arsenal árið 2017. Hún þurfti að gefa framherjastöðuna þar eftir þegar hin hollenska Vivianne Miedema gekk í raðir félagsins en virðist vera lunknari við markaskorun í kantstöðunni hjá Englandi en með félagsliðinu. Hún hefur skorað 20 mörk í 19 landsleikjum á síðustu tveimur árum, til samanburðar við 15 mörk í 43 deildarleikjum með Arsenal á sama tíma. Mead og Popp í baráttunni í leik Arsenal og Wolfsburg í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í mars.Catherine Ivill/Getty Images Þrátt fyrir að vera fyrirliði Þýskalands og að hafa leikið 119 landsleiki frá árinu 2010 er Alexandra Popp að leika á sínu fyrsta Evrópumóti. Meiðsli héldu henni frá síðustu tveimur mótum og hún rétt náði sér af meiðslum í tæka tíð fyrir mótið í ár. Popp hefur, líkt og Mead, þurft að gefa framherjastöðuna eftir hjá félagsliði sínu þar sem hún hefur mest leikið á miðjunni síðustu misseri. Hún var á bekknum í fyrsta leik Þýskalands en þegar framherjinn Lea Schuller smitaðist af Covid fékk Popp tækifæri sem hún hefur svo sannarlega nýtt. Popp hefur skorað í öllum fimm leikjum Þýskalands á mótinu og er sú fyrsta í sögunni til að gera það. Geta hennar í loftinu hefur sérstaklega nýst þeim þýsku vel en fjögur markanna hefur hún skorað með skalla. Hvor þeirra tveggja verður ofan á kemur í ljós á morgun en þá er ekki hægt að útiloka Alessiu Russo, leikmann Manchester United, í markadrottingarbaráttunni. Hún hefur skorað fjögur mörk og dugar henni að skora tvö mörk til að jafna þær tvær fyrrnefndu. Líklegast er þó baráttan milli þeirra Mead og Popp, sem myndu þó líklega glaðar gefa markadrottningartitilinn eftir fyrir Evrópugull.
EM 2022 í Englandi Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Sjá meira