Þetta var fyrsti titil ensks fótboltalandsliðs frá árinu 1966 og í fyrsta sinn sem enska kvennalandsliðið vinnur stórmót.
Leikmenn enska landsliðsins fá 55 þúsund pund í bónusgreiðslu fyrir að færa þjóð sinni EM-gullið eða níu milljónir í íslenskum krónum.
FULL STORY: https://t.co/5ID0JiTnLk
— SPORTbible (@sportbible) August 2, 2022
Til að setja þá upphæð í samhengi þá er það jafnmikið og Cristiano Ronaldo fær borgað frá Manchester United á hverjum degi.
Ronaldo færi 380 þúsund pund í vikulaun hjá United.
Þessi bónusgreiðsla stelpnanna er líka lítið í samanburði við það sem karlalandsliðið fékk í fyrra.
Leikmenn Southgate í enska landsliðinu fengu 300 þúsund pund fyrir að komast í úrslitaleik EM og hefðu fengið 460 þúsund ef þeir hefðu unnið Evrópumeistaratitilinn. Það eru 76,4 milljónir í íslenskum krónum.