Ástæða þess að ákveðið hefur verið að gefa myndina aldrei út er sögð vera hversu illa áhorfendur sem fengu að sjá hana fyrir útgáfu tóku henni. Þá hefur New York Post eftir heimildamanni sínum að framleiðsla myndarinnar sé þegar komin langt út fyrir kostnaðaráætlanir.
Nýir stjórnendur Warner Bros. með framkvæmdastjórann David Zaslav í fararbroddi hafi ákveðið að bjarga því sem bjargað verður af útlögðum kostnaði, sem sagður er eitt hundrað milljónir dala, með því að gefa myndina ekki út.
Hin lítt þekkta Leslie Grace átti að fara með hlutverk aðalpersónunnar. Teiknimyndasögukvikmyndaáhugamenn voru þó spenntari fyrir því að sjá stórleikarann Michael Keaton í hlutverki Leðurblökumannsins á ný. Þá átti J.K. Simmons að leika Gordon lögreglustjóra og Brendan Fraser illmennið Eldfluguna (e. Firefly).
Adil El Arbi og Bilall Fallah leikstýrðu því sem tekið var upp af kvikmyndinni.