Ekki megi falla í freistni og lofa meiru en Ísland geti staðið undir Fanndís Birna Logadóttir skrifar 3. ágúst 2022 21:35 Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði, segir að stjórnvöld hafi mögulega þurft að bregðast betur við. Stöð 2 Verðbólga einkennir nú öll hagkerfi heimsins og er Ísland þar engin undantekning að sögn prófessors í hagfræði. Seðlabankastjóri hefur boðað aðgerðir en verkalýðshreyfingin stendur föst á sínu fyrir komandi kjaraviðræður. Vernda þurfi viðkvæmasta hópinn en þó sé ekki mikið svigrúm fyrir launahækkanir í óvissunni sem fram undan er. Ekkert lát er á verðbólgunni á heimsvísu og eru spárnar hvað svartsýnastar í Bretlandi þar sem varað er við kreppuverðbólgu í haust og að hún nái fimmtán prósentum á næsta ári. „Við höfum ekki séð svona háa verðbólgu áratugum saman þannig þetta er óvenjulegt ástand, raunar þarftu sennilega að fara aftur á níunda áratuginn til þess að finna eitthvað sambærilegt og hún einkennir eiginlega öll hagkerfi heimsins,“ segir Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Það á ekki síst við um Ísland en verðbólgan hér á landi mældist 9,9 prósent í júlí og er viðbúið að hún fari yfir tíu prósent í ágúst. Eftir það gera greiningaraðilar ráð fyrir að verðbólgan fari niður á við, þó mjög hægt og verði áfram mikil út næstu tvö ár. Verðbólgan hefur óneitanlega mikil áhrif á kjaraviðræður sem hefjast núna í haust og er ljóst að langt verði milli samningsaðila. Gagnrýna ummæli seðlabankastjóra Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri greindi frá því í viðtali við Morgunblaðið í dag að bankinn þyrfti ef til vill að bregðast við ef „samningar verða út úr korti miðað við framleiðni í landinu og það sem landið getur staðið undir.“ Verkalýðshreyfingin hefur þó verið hörð á sínu og gefið lítið fyrir röksemdir um að þau skuli ein bera ábyrgð. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, gagnrýndi sömuleiðis í dag harðlega ummæli seðlabankastjóra en hann sagði Seðlabankann kasta launafólki, almenningi og heimilinum „í ginið á fjármálahýenunum“ með viðstöðulausum vaxtahækkunum. Þá sagði Drífa Snædal, forseti ASÍ, í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag að yfirlýsingar seðlabankastjóra væru kunnuglegar og gagnrýndi að spjótunum væri alltaf beint að launafólki, þó að atvinnugreinarnar hafi flestar svigrúm fyrir launahækkunum. Þá hafi verkalýðshreyfingin alltaf sýnt ábyrgð en líta þurfi til þess að allir fá ekki jafn stóra sneið af kökunni. „Það er vitlaust gefið, það er ranglega skipt, og við þurfum að taka þessa heildarmynd til skoðunar og leiðrétta skekkjuna og það er mjög ódýrt hjá seðlabankastjóra að fara að vera með einhverjar hótanir núna í aðdraganda kjarasamninga án þess að skoða heildarmyndina,“ sagði Drífa. Hægt er að hlusta á viðtalið við Drífu í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Stýrivaxtahækkanir ekki nákvæmt stjórntæki Daði bendir á að stýrivaxtahækkanir séu eitt af örfáum tækjum Seðlabankans til að bregðast við en þær komi þó illa niður á ákveðnum hóp. „Þetta er svona svolítið eins og að nota stóru brunaslönguna til að slökkva kerti, þetta er ekki nákvæmt stjórntæki, og það hefði verið heppilegra ef að hægt hefði verið að ráðast í fjölbreyttar aðgerðir,“ segir Daði. Þannig hefðu stjórnvöld ef til vill þurft að bregðast betur við en engar vísbendingar séu um að það verði staðan í náinni framtíð. Eins og staðan er í dag verði eigi þröngur hópur erfitt þar sem hann verði fyrir barðinu að aðgerðum sem eigi að vera öllum til góðs. „Betra væri ef að hægt væri að ná einhverri niðurstöðu þar sem að komið væri til móts við þá sem að verst væru settir en farið mjög hóflega í allar launahækkanir vegna þess að innistæða fyrir því er mjög takmörkuð, því miður,“ segir Daði. Forðast þurfi að falla í freistni Ljóst sé að vetur mikillar óvissu sé fram undan, bæði á alþjóðavísu sem og hér heima. Hann á þó von á að hægt sé að ná saman en að hafa þurfi varann á. „Hættan er sú að við föllum í þá gömlu freistni sem að Ísland hefur gert ítrekað, sem er að lofa meiru en við getum staðið við og leyfa síðan krónunni að falla, sem væri mjög slæmt,“ segir Daði og bendir á að Ísland hafi miðlað miklum stöðugleika út á við undanfarin ár. „Það væri mjög vont ef að honum yrði fórnað fyrir raunverulega það sem yrði skammtíma ávinningur fyrir vinnandi fólk,“ segir hann enn fremur. Verðlag Stéttarfélög Seðlabankinn Tengdar fréttir Gunnar Smári hellir sér yfir seðlabankastjóra Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að ef komandi kjarasamningar muni reynast „óraunhæfir“ og kyndi undir verðbólgu, þá muni Seðlabankinn bregðast við því. 3. ágúst 2022 10:38 Ríkisstjórnin þurfi að bregðast við verðbólgunni: „Hún þarf að bretta upp ermar og átta sig á að alvaran er mjög mikil“ Ábyrgð ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins er mikil fyrir komandi kjaraviðræður að mati formanns Viðreisnar. Ríkisstjórnin hafi gert mörg mistök sem hafi að hluta til leitt til aukinnar verðbólgu. Verja þurfi viðkvæmustu hópa samfélagsins án mikilla almennra launahækkanna. 29. júlí 2022 23:00 Verðbólga á evrusvæðinu aldrei verið meiri Samræmd verðbólga innan evrusvæðisins hefur náð nýju hámarki, í 8,9 prósentum. Rekja má þessa miklu verðbólgu að hluta til hás orkuverðs vegna stríðs Rússa í Úkraínu. Þrátt fyrir þetta hefur hagvöxtur aukist lítillega á þessum öðrum ársfjórðungi. 29. júlí 2022 11:11 Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Kaupmáttur jókst á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Sjá meira
Ekkert lát er á verðbólgunni á heimsvísu og eru spárnar hvað svartsýnastar í Bretlandi þar sem varað er við kreppuverðbólgu í haust og að hún nái fimmtán prósentum á næsta ári. „Við höfum ekki séð svona háa verðbólgu áratugum saman þannig þetta er óvenjulegt ástand, raunar þarftu sennilega að fara aftur á níunda áratuginn til þess að finna eitthvað sambærilegt og hún einkennir eiginlega öll hagkerfi heimsins,“ segir Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Það á ekki síst við um Ísland en verðbólgan hér á landi mældist 9,9 prósent í júlí og er viðbúið að hún fari yfir tíu prósent í ágúst. Eftir það gera greiningaraðilar ráð fyrir að verðbólgan fari niður á við, þó mjög hægt og verði áfram mikil út næstu tvö ár. Verðbólgan hefur óneitanlega mikil áhrif á kjaraviðræður sem hefjast núna í haust og er ljóst að langt verði milli samningsaðila. Gagnrýna ummæli seðlabankastjóra Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri greindi frá því í viðtali við Morgunblaðið í dag að bankinn þyrfti ef til vill að bregðast við ef „samningar verða út úr korti miðað við framleiðni í landinu og það sem landið getur staðið undir.“ Verkalýðshreyfingin hefur þó verið hörð á sínu og gefið lítið fyrir röksemdir um að þau skuli ein bera ábyrgð. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, gagnrýndi sömuleiðis í dag harðlega ummæli seðlabankastjóra en hann sagði Seðlabankann kasta launafólki, almenningi og heimilinum „í ginið á fjármálahýenunum“ með viðstöðulausum vaxtahækkunum. Þá sagði Drífa Snædal, forseti ASÍ, í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag að yfirlýsingar seðlabankastjóra væru kunnuglegar og gagnrýndi að spjótunum væri alltaf beint að launafólki, þó að atvinnugreinarnar hafi flestar svigrúm fyrir launahækkunum. Þá hafi verkalýðshreyfingin alltaf sýnt ábyrgð en líta þurfi til þess að allir fá ekki jafn stóra sneið af kökunni. „Það er vitlaust gefið, það er ranglega skipt, og við þurfum að taka þessa heildarmynd til skoðunar og leiðrétta skekkjuna og það er mjög ódýrt hjá seðlabankastjóra að fara að vera með einhverjar hótanir núna í aðdraganda kjarasamninga án þess að skoða heildarmyndina,“ sagði Drífa. Hægt er að hlusta á viðtalið við Drífu í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Stýrivaxtahækkanir ekki nákvæmt stjórntæki Daði bendir á að stýrivaxtahækkanir séu eitt af örfáum tækjum Seðlabankans til að bregðast við en þær komi þó illa niður á ákveðnum hóp. „Þetta er svona svolítið eins og að nota stóru brunaslönguna til að slökkva kerti, þetta er ekki nákvæmt stjórntæki, og það hefði verið heppilegra ef að hægt hefði verið að ráðast í fjölbreyttar aðgerðir,“ segir Daði. Þannig hefðu stjórnvöld ef til vill þurft að bregðast betur við en engar vísbendingar séu um að það verði staðan í náinni framtíð. Eins og staðan er í dag verði eigi þröngur hópur erfitt þar sem hann verði fyrir barðinu að aðgerðum sem eigi að vera öllum til góðs. „Betra væri ef að hægt væri að ná einhverri niðurstöðu þar sem að komið væri til móts við þá sem að verst væru settir en farið mjög hóflega í allar launahækkanir vegna þess að innistæða fyrir því er mjög takmörkuð, því miður,“ segir Daði. Forðast þurfi að falla í freistni Ljóst sé að vetur mikillar óvissu sé fram undan, bæði á alþjóðavísu sem og hér heima. Hann á þó von á að hægt sé að ná saman en að hafa þurfi varann á. „Hættan er sú að við föllum í þá gömlu freistni sem að Ísland hefur gert ítrekað, sem er að lofa meiru en við getum staðið við og leyfa síðan krónunni að falla, sem væri mjög slæmt,“ segir Daði og bendir á að Ísland hafi miðlað miklum stöðugleika út á við undanfarin ár. „Það væri mjög vont ef að honum yrði fórnað fyrir raunverulega það sem yrði skammtíma ávinningur fyrir vinnandi fólk,“ segir hann enn fremur.
Verðlag Stéttarfélög Seðlabankinn Tengdar fréttir Gunnar Smári hellir sér yfir seðlabankastjóra Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að ef komandi kjarasamningar muni reynast „óraunhæfir“ og kyndi undir verðbólgu, þá muni Seðlabankinn bregðast við því. 3. ágúst 2022 10:38 Ríkisstjórnin þurfi að bregðast við verðbólgunni: „Hún þarf að bretta upp ermar og átta sig á að alvaran er mjög mikil“ Ábyrgð ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins er mikil fyrir komandi kjaraviðræður að mati formanns Viðreisnar. Ríkisstjórnin hafi gert mörg mistök sem hafi að hluta til leitt til aukinnar verðbólgu. Verja þurfi viðkvæmustu hópa samfélagsins án mikilla almennra launahækkanna. 29. júlí 2022 23:00 Verðbólga á evrusvæðinu aldrei verið meiri Samræmd verðbólga innan evrusvæðisins hefur náð nýju hámarki, í 8,9 prósentum. Rekja má þessa miklu verðbólgu að hluta til hás orkuverðs vegna stríðs Rússa í Úkraínu. Þrátt fyrir þetta hefur hagvöxtur aukist lítillega á þessum öðrum ársfjórðungi. 29. júlí 2022 11:11 Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Kaupmáttur jókst á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Sjá meira
Gunnar Smári hellir sér yfir seðlabankastjóra Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að ef komandi kjarasamningar muni reynast „óraunhæfir“ og kyndi undir verðbólgu, þá muni Seðlabankinn bregðast við því. 3. ágúst 2022 10:38
Ríkisstjórnin þurfi að bregðast við verðbólgunni: „Hún þarf að bretta upp ermar og átta sig á að alvaran er mjög mikil“ Ábyrgð ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins er mikil fyrir komandi kjaraviðræður að mati formanns Viðreisnar. Ríkisstjórnin hafi gert mörg mistök sem hafi að hluta til leitt til aukinnar verðbólgu. Verja þurfi viðkvæmustu hópa samfélagsins án mikilla almennra launahækkanna. 29. júlí 2022 23:00
Verðbólga á evrusvæðinu aldrei verið meiri Samræmd verðbólga innan evrusvæðisins hefur náð nýju hámarki, í 8,9 prósentum. Rekja má þessa miklu verðbólgu að hluta til hás orkuverðs vegna stríðs Rússa í Úkraínu. Þrátt fyrir þetta hefur hagvöxtur aukist lítillega á þessum öðrum ársfjórðungi. 29. júlí 2022 11:11