Eiður Smári: „Það er pressa á okkur öllum“ Atli Arason skrifar 7. ágúst 2022 20:01 Eiður Smári djúpt hugsi á hliðarlínunni í kvöld. Hulda Margrét Eftir 0-3 tap gegn KA á heimavelli eru FH-ingar að stimpla sig inn í fallbaráttu Bestu-deildarinnar, staða sem Hafnfirðingar eru ekki vanir að sjá. Í sjö leikjum undir stjórn Eiðs Smára Guðjohnsen hefur FH einungis safnað 0,43 stigum á leik. Ólafur Jóhannesson stýrði FH á fyrri hluta tímabilsins og var með 0,88 stig á hvern leik áður en honum var vikið úr starfi. Eftir leikslok gegn KA var Eiður Smári spurður að því hvort hann væri farinn að finna fyrir pressu sem þjálfari FH. „Er pressa á mér,“ spurði Eiður til baka áður en hann bætti við, „nei, það er pressa á okkur öllum hvort sem það er á liðinu eða þjálfaranum, um leið og við stígum inn á þennan völl. Auðvitað er pressa en við verðum bara að taka á henni og snúa henni við,“ sagði Eiður. Eiði finnst sínir menn vera of fljótir að gefast upp þegar á móti blæs en liðið byrjaði leikinn í kvöld ágætlega að hans mati. „Ég verð að koma aftur inn á það sem ég er búinn að vera að segja síðustu vikur, við byrjum leikinn aftur bara fínt. Við sköpum okkur eitt eða tvö góð færi en um leið og þetta gengur ekki upp og við fáum skell með því að fá mark á okkur þá erum við því miður sem lið ekki nógu stórir í okkur til eiga við það. Eftir fyrsta markið var skellurinn kannski ekki það mikill og við héldum áfram að gera það sem við gerum en þegar við fáum á okkur vítið þá var leikurinn bara búinn,“ sagði Eiður Smári og á þar við seinna mark KA sem Nökkvi Þeyr skoraði úr vítaspyrnu. Það var allt annað að sjá til FH-inga undir lok fyrri hálfleiks og í upphafi síðari. Liðið var andlaust eftir seinna mark KA en í upphafi síðari hálfleiks var kraftur í liðinu og FH-ingar voru framan af mun líklegri til að skora þriðja mark leiksins en tókst þó ekki að koma knettinum í netið. Eiður var því eðlilega spurður af því hvað þjálfarateymið gerði til að kveikja í liðinu í leikhléinu. „Ég reyni að tala endalaust og gerði það enda er ég orðinn vel hás. Það sem ég gerði í hálfleik var bara að stappa í stálið hjá þeim því leikurinn er aldrei búinn fyrr en það er flautað af. Við sýndum ágætis kafla í seinni hálfleik og komum út með smá baráttuanda en það var bara ekki nóg. Þegar maður gerir ekki grunnvinnuna sína sem einstaklingur eða sem lið þá koma gæðin ekki í ljós,“ svaraði Eiður. Að lokinni 16. umferð gæti FH verið í fallsæti, eftir því hvernig leikur Leiknis og Keflavík fer annað kvöld. Eftir miklar væntingar í upphafi móts segir Eiður að FH-ingar verða að átta sig hvaða stöðu þeir eru komnir í og snúa saman bökum til að koma sér upp úr volæðinu. „Við þurfum að átta okkur á því í hvaða stöðu við erum og vera raunsæir með það. Við þurfum að sætta okkur við að við erum í þessari stöðu núna en líka átta okkur á því að þetta er í okkar höndum að koma okkur úr þessari stöðu,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH. Besta deild karla FH Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: FH 0-3 KA | KA eykur kvalir Hafnfirðinga FH-ingar eru búnir að skrá sig inn í fallbaráttu Bestu-deildarinnar eftir 0-3 tap gegn KA á heimavelli í kvöld. FH bíður enn þá eftir fyrsta sigur undir stjórn Eiðs Smára en liðið hefur nú leikið sjö leiki undir stjórn Eiðs án sigurs. 7. ágúst 2022 21:00 Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Sjá meira
Ólafur Jóhannesson stýrði FH á fyrri hluta tímabilsins og var með 0,88 stig á hvern leik áður en honum var vikið úr starfi. Eftir leikslok gegn KA var Eiður Smári spurður að því hvort hann væri farinn að finna fyrir pressu sem þjálfari FH. „Er pressa á mér,“ spurði Eiður til baka áður en hann bætti við, „nei, það er pressa á okkur öllum hvort sem það er á liðinu eða þjálfaranum, um leið og við stígum inn á þennan völl. Auðvitað er pressa en við verðum bara að taka á henni og snúa henni við,“ sagði Eiður. Eiði finnst sínir menn vera of fljótir að gefast upp þegar á móti blæs en liðið byrjaði leikinn í kvöld ágætlega að hans mati. „Ég verð að koma aftur inn á það sem ég er búinn að vera að segja síðustu vikur, við byrjum leikinn aftur bara fínt. Við sköpum okkur eitt eða tvö góð færi en um leið og þetta gengur ekki upp og við fáum skell með því að fá mark á okkur þá erum við því miður sem lið ekki nógu stórir í okkur til eiga við það. Eftir fyrsta markið var skellurinn kannski ekki það mikill og við héldum áfram að gera það sem við gerum en þegar við fáum á okkur vítið þá var leikurinn bara búinn,“ sagði Eiður Smári og á þar við seinna mark KA sem Nökkvi Þeyr skoraði úr vítaspyrnu. Það var allt annað að sjá til FH-inga undir lok fyrri hálfleiks og í upphafi síðari. Liðið var andlaust eftir seinna mark KA en í upphafi síðari hálfleiks var kraftur í liðinu og FH-ingar voru framan af mun líklegri til að skora þriðja mark leiksins en tókst þó ekki að koma knettinum í netið. Eiður var því eðlilega spurður af því hvað þjálfarateymið gerði til að kveikja í liðinu í leikhléinu. „Ég reyni að tala endalaust og gerði það enda er ég orðinn vel hás. Það sem ég gerði í hálfleik var bara að stappa í stálið hjá þeim því leikurinn er aldrei búinn fyrr en það er flautað af. Við sýndum ágætis kafla í seinni hálfleik og komum út með smá baráttuanda en það var bara ekki nóg. Þegar maður gerir ekki grunnvinnuna sína sem einstaklingur eða sem lið þá koma gæðin ekki í ljós,“ svaraði Eiður. Að lokinni 16. umferð gæti FH verið í fallsæti, eftir því hvernig leikur Leiknis og Keflavík fer annað kvöld. Eftir miklar væntingar í upphafi móts segir Eiður að FH-ingar verða að átta sig hvaða stöðu þeir eru komnir í og snúa saman bökum til að koma sér upp úr volæðinu. „Við þurfum að átta okkur á því í hvaða stöðu við erum og vera raunsæir með það. Við þurfum að sætta okkur við að við erum í þessari stöðu núna en líka átta okkur á því að þetta er í okkar höndum að koma okkur úr þessari stöðu,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH.
Besta deild karla FH Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: FH 0-3 KA | KA eykur kvalir Hafnfirðinga FH-ingar eru búnir að skrá sig inn í fallbaráttu Bestu-deildarinnar eftir 0-3 tap gegn KA á heimavelli í kvöld. FH bíður enn þá eftir fyrsta sigur undir stjórn Eiðs Smára en liðið hefur nú leikið sjö leiki undir stjórn Eiðs án sigurs. 7. ágúst 2022 21:00 Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Sjá meira
Leik lokið: FH 0-3 KA | KA eykur kvalir Hafnfirðinga FH-ingar eru búnir að skrá sig inn í fallbaráttu Bestu-deildarinnar eftir 0-3 tap gegn KA á heimavelli í kvöld. FH bíður enn þá eftir fyrsta sigur undir stjórn Eiðs Smára en liðið hefur nú leikið sjö leiki undir stjórn Eiðs án sigurs. 7. ágúst 2022 21:00
Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport
Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport