Archer kaupir helming í Jarðborunum Eiður Þór Árnason skrifar 8. ágúst 2022 09:02 Jarðboranir hf. hafa komið að yfir 300 jarðhitaborholum á síðustu tuttugu árum. Vísir/Vilhelm Alþjóðlega bor- og þjónustufyrirtækið Archer Ltd. hefur keypt 50% hlutafjár í Jarðborunum hf. fyrir 8,25 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði um 1,13 milljarða íslenskra króna. Seljendur bréfanna eru SF III, sem er félag í rekstri Stefnis hf. og aðrir innlendir hluthafar. Eftir viðskiptin verða Jarðboranir hf. í jafnri eigu Archer og fjárfestingarfélagsins Kaldbaks ehf., dótturfélags Samherja hf. Jarðboranir hf. hefur meira en sjötíu ára reynslu á sviði borana eftir jarðhita. Salan er háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Greint er frá þessu í tilkynningu en þar segir að Archer búi yfir meira en fjögurra áratuga reynslu á sviði borana, þjónustu við olíuleitarfyrirtæki og rannsókna á borholum. Fyrirtækið sé með starfsemi á 45 olíuborpöllum í fjórum heimsálfum og reki 81 færanlegan bor á landi í Suður-Ameríku. Borað yfir 500 borholur hér á landi Fjárfestingu Archer í Jarðborunum hf. er ætlað að styðja við frekari vöxt fyrirtækisins. Níutíu manns starfa hjá Jarðborunum hf. í dag en fram kemur í tilkynningu að fyrirtækið hafi borað meira en 300 borholur eftir jarðhita á síðustu tuttugu árum og meira en 500 borholur frá árinu 1970. Fyrirtækið, sem er sagt búa að mikilli reynslu við boranir við krefjandi aðstæður á einangruðum svæðum, er nú með starfsemi á Íslandi, Azor-eyjum og Nýja-Sjálandi. Hyggjast nýta færanlega bora sína í jarðhitaverkefnum Dag Skindlo, forstjóri Archer, segir að jarðvarmi hafi beina skörun og samlegðaráhrif við kjarnaþjónustu Archer. „Jarðvarmamarkaðurinn er hluti af mikilvægustu orkugjöfum framtíðarinnar og á eftir að vaxa verulega á næstu áratugum að mati Alþjóðlegu orkumálastofnunarinnar (IEA) og annarra sérfræðinga í greininni. Áætlað er að árlegur fjöldi borhola, þar sem borað er eftir jarðhita, muni aukast úr 200 í 700 fyrir árið 2030. Ennfremur mun aukin áhersla á hitaveitur í Evrópu knýja áfram vöxt og tækniframfarir,“ segir Skindlo í tilkynningu. Sérhæfing Archer sé á sviði borana og þjónustu við borholur og hann telji fyrirtækið geta nýtt færanlega bora sína í jarðhitaverkefnum framtíðarinnar og nýtt alþjóðleg tengsl Archer við vöxt starfsemi á sviði jarðhitaborana. „Við hlökkum til að halda áfram að þróa og stækka Jarðboranir hf. ásamt stjórnendum fyrirtækisins og meðhluthafa okkar, Kaldbaki.“ Vilja leggja lóð sín á vogaskálarnar við að minnka kolefnislosun Sigurður Sigurðsson, forstjóri Jarðborana hf., segir það mikla traustsyfirlýsingu fyrir félagið að fá Archer inn í hluthafahópinn. „Við erum ánægð með að Archer, með sína víðtæku reynslu og árangur á alþjóðlega vísu, ætli að styðja okkur við áframhaldandi þróun og uppbyggingu Jarðborana hf. Samhliða tækniframförum í greininni getum við í sameiningu lagt lóð á vogarskálarnar í að draga úr kolefnislosun. Reynsla Archer og sérþekking mun án nokkurs vafa styrkja Jarðboranir hf.,“ er haft eftir Sigurði í tilkynningu. Kaup og sala fyrirtækja Orkumál Jarðhiti Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Sjá meira
Seljendur bréfanna eru SF III, sem er félag í rekstri Stefnis hf. og aðrir innlendir hluthafar. Eftir viðskiptin verða Jarðboranir hf. í jafnri eigu Archer og fjárfestingarfélagsins Kaldbaks ehf., dótturfélags Samherja hf. Jarðboranir hf. hefur meira en sjötíu ára reynslu á sviði borana eftir jarðhita. Salan er háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Greint er frá þessu í tilkynningu en þar segir að Archer búi yfir meira en fjögurra áratuga reynslu á sviði borana, þjónustu við olíuleitarfyrirtæki og rannsókna á borholum. Fyrirtækið sé með starfsemi á 45 olíuborpöllum í fjórum heimsálfum og reki 81 færanlegan bor á landi í Suður-Ameríku. Borað yfir 500 borholur hér á landi Fjárfestingu Archer í Jarðborunum hf. er ætlað að styðja við frekari vöxt fyrirtækisins. Níutíu manns starfa hjá Jarðborunum hf. í dag en fram kemur í tilkynningu að fyrirtækið hafi borað meira en 300 borholur eftir jarðhita á síðustu tuttugu árum og meira en 500 borholur frá árinu 1970. Fyrirtækið, sem er sagt búa að mikilli reynslu við boranir við krefjandi aðstæður á einangruðum svæðum, er nú með starfsemi á Íslandi, Azor-eyjum og Nýja-Sjálandi. Hyggjast nýta færanlega bora sína í jarðhitaverkefnum Dag Skindlo, forstjóri Archer, segir að jarðvarmi hafi beina skörun og samlegðaráhrif við kjarnaþjónustu Archer. „Jarðvarmamarkaðurinn er hluti af mikilvægustu orkugjöfum framtíðarinnar og á eftir að vaxa verulega á næstu áratugum að mati Alþjóðlegu orkumálastofnunarinnar (IEA) og annarra sérfræðinga í greininni. Áætlað er að árlegur fjöldi borhola, þar sem borað er eftir jarðhita, muni aukast úr 200 í 700 fyrir árið 2030. Ennfremur mun aukin áhersla á hitaveitur í Evrópu knýja áfram vöxt og tækniframfarir,“ segir Skindlo í tilkynningu. Sérhæfing Archer sé á sviði borana og þjónustu við borholur og hann telji fyrirtækið geta nýtt færanlega bora sína í jarðhitaverkefnum framtíðarinnar og nýtt alþjóðleg tengsl Archer við vöxt starfsemi á sviði jarðhitaborana. „Við hlökkum til að halda áfram að þróa og stækka Jarðboranir hf. ásamt stjórnendum fyrirtækisins og meðhluthafa okkar, Kaldbaki.“ Vilja leggja lóð sín á vogaskálarnar við að minnka kolefnislosun Sigurður Sigurðsson, forstjóri Jarðborana hf., segir það mikla traustsyfirlýsingu fyrir félagið að fá Archer inn í hluthafahópinn. „Við erum ánægð með að Archer, með sína víðtæku reynslu og árangur á alþjóðlega vísu, ætli að styðja okkur við áframhaldandi þróun og uppbyggingu Jarðborana hf. Samhliða tækniframförum í greininni getum við í sameiningu lagt lóð á vogarskálarnar í að draga úr kolefnislosun. Reynsla Archer og sérþekking mun án nokkurs vafa styrkja Jarðboranir hf.,“ er haft eftir Sigurði í tilkynningu.
Kaup og sala fyrirtækja Orkumál Jarðhiti Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Sjá meira
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur