Ryan Giggs sagður vera með ljóta og illkvittna hlið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2022 07:30 Það vantaði ekki myndavélar og fjölmiðlamenn þegar Ryan Giggs mætti í Manchester Minshull Street Crown réttarsalinn. AP/Danny Lawson Mál gegn Ryan Giggs, einum dáðasta leikmanni í sögu Manchester United, hófst í gær í Manchester Minshull Street Crown dómstólnum og var þessi fyrrum leikmaður og landsliðsþjálfari Wales mættur til að heyra framsögu saksóknara. Breska ríkisútvarpið hefur sagt frá því sem kom fram í réttinum en þar var Giggs sagður vera með ljóta og illkvittna hlið og að hann væri allt annar maður en menn þekkja til hans frá fótboltaferlinum. 'Sinister side' to Ryan Giggs, trial hears, as he is accused of attacking and controlling ex-girlfriend.Live updates https://t.co/dJ5Jj538YC— Sky News (@SkyNews) August 8, 2022 Hinn 48 ára gamli Giggs er ákærður fyrir að beita fyrrum kærustu sína líkamlegu og andlegu ofbeldi sem og að ráðast á yngri systur hennar. Saksóknarinn Peter Wright sagði frá því að samband Giggs við Kate Greville hafi einkennst af ofbeldi og óvissu. Hann sagði að í einkalífinu hafi Giggs stundað valdbeitingu bæði líkamlega og andlega. Wright sagði að þetta væri saga um nauðungarstjórn og þvinganir gegn konu sem hélt að hún væri elskuð og virt. Ryan Giggs leaves court after the first day of his trial, he is accused of attacking and controlling his ex-girlfriend and assaulting her sister. Giggs has entered a plea of not guilty against three charges. pic.twitter.com/tBZFYukInQ— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 8, 2022 Þegar Kate vildi enda sambandið þá hafi það kallað á ofbeldi þar sem Giggs hafi skallað hana í andlitið og gefið síðan systur hennar olnbogaskot í kjálkann. Hann sagði að fröken Greville hafi komist að því að Giggs hefði einu sinni sem oftar haldið fram hjá henni og hún hafi sagt systur sinni frá því að hún ætlaði að enda samband þeirra. Giggs missti algjörlega stjórn á sér við þessar fréttir. Day one of Ryan Giggs' trial, the 13-time Premier League winner was accused of a "litany of abuse, both physical & psychological, of a woman he professed to love".The defence argued "there's a line Giggs would not cross" & "the allegations are simply not true". @DTathletic— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 8, 2022 Emma Greville fékk olnbogaskotið frá Giggs þegar hún reyndi að toga hann af systur sinni. Við þetta missti Giggs algjörlega stjórn á sér, skallaði Kate í andlitið. Emma hringdi þá í lögregluna sem handtók Ryan. Giggs var sagður sýna henni elskulegheit og sára iðrun á milli þess að hann beitti hana ofbeldi. Hann hélt því líka fram að hún hafi misskilið hann og að hann væri í raun fórnarlambið. Giggs heldur fram sakleysi í málinu. Bæði Sir Alex Ferguson og fyrrum liðfélagi Giggs, Gary Neville, verða kallaðir til sem vitni í málinu. Enski boltinn Mál Ryan Giggs Bretland Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira
Breska ríkisútvarpið hefur sagt frá því sem kom fram í réttinum en þar var Giggs sagður vera með ljóta og illkvittna hlið og að hann væri allt annar maður en menn þekkja til hans frá fótboltaferlinum. 'Sinister side' to Ryan Giggs, trial hears, as he is accused of attacking and controlling ex-girlfriend.Live updates https://t.co/dJ5Jj538YC— Sky News (@SkyNews) August 8, 2022 Hinn 48 ára gamli Giggs er ákærður fyrir að beita fyrrum kærustu sína líkamlegu og andlegu ofbeldi sem og að ráðast á yngri systur hennar. Saksóknarinn Peter Wright sagði frá því að samband Giggs við Kate Greville hafi einkennst af ofbeldi og óvissu. Hann sagði að í einkalífinu hafi Giggs stundað valdbeitingu bæði líkamlega og andlega. Wright sagði að þetta væri saga um nauðungarstjórn og þvinganir gegn konu sem hélt að hún væri elskuð og virt. Ryan Giggs leaves court after the first day of his trial, he is accused of attacking and controlling his ex-girlfriend and assaulting her sister. Giggs has entered a plea of not guilty against three charges. pic.twitter.com/tBZFYukInQ— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 8, 2022 Þegar Kate vildi enda sambandið þá hafi það kallað á ofbeldi þar sem Giggs hafi skallað hana í andlitið og gefið síðan systur hennar olnbogaskot í kjálkann. Hann sagði að fröken Greville hafi komist að því að Giggs hefði einu sinni sem oftar haldið fram hjá henni og hún hafi sagt systur sinni frá því að hún ætlaði að enda samband þeirra. Giggs missti algjörlega stjórn á sér við þessar fréttir. Day one of Ryan Giggs' trial, the 13-time Premier League winner was accused of a "litany of abuse, both physical & psychological, of a woman he professed to love".The defence argued "there's a line Giggs would not cross" & "the allegations are simply not true". @DTathletic— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 8, 2022 Emma Greville fékk olnbogaskotið frá Giggs þegar hún reyndi að toga hann af systur sinni. Við þetta missti Giggs algjörlega stjórn á sér, skallaði Kate í andlitið. Emma hringdi þá í lögregluna sem handtók Ryan. Giggs var sagður sýna henni elskulegheit og sára iðrun á milli þess að hann beitti hana ofbeldi. Hann hélt því líka fram að hún hafi misskilið hann og að hann væri í raun fórnarlambið. Giggs heldur fram sakleysi í málinu. Bæði Sir Alex Ferguson og fyrrum liðfélagi Giggs, Gary Neville, verða kallaðir til sem vitni í málinu.
Enski boltinn Mál Ryan Giggs Bretland Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira