Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. ágúst 2022 10:00 Viktor Sigurðsson er í burðarhlutverki hjá ÍR. vísir/elín Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum fimmtudaginn 8. september. Íþróttadeild spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur og að nýliðarnir fari því rakleiðis aftur niður í Grill 66 deildina. ÍR-ingar voru sannkallað fallbyssufóður þegar þeir voru síðast í Olís-deildinni, tímabilið 2020-21. Þeir tefldu fram afar veikburða liði sem tapaði öllum 22 leikjum sínum og féll eins sannfærandi og hægt var. ÍR lenti í 2. sæti Grill 66 deildarinnar á síðasta tímabili og tryggði sér sæti í Olís-deildinni með því að vinna Kórdrengi og Fjölni í umspili. Eftir tímabilið hætti Kristinn Björgúlfsson sem þjálfari ÍR og Bjarni Fritzson tók aftur við því. Framundan eru spennandi tímar hjá ÍR enda er liðið komið með nýjan og glæsilegan heimavöll í Mjóddinni sem það byrjar að spila á í vetur. Ekki verður erfitt fyrir ÍR að gera betur en síðast þegar liðið var í Olís-deildinni en það er afar langsótt að það haldi sér uppi. Leikmannahópurinn er lakari en á síðasta tímabili enda verða þrír reyndustu og bestu menn liðsins á síðasta tímabili, Sigurður Ingiberg Ólafsson, Andri Heimir Friðriksson og Kristján Orri Jóhannsson, ekki með í vetur. Reynsla þeirra og geta hefði hjálpað ÍR-ingum í þeirri hörðu baráttu sem framundan er. Með þá hefði von Breiðhyltinga að halda sér uppi verið veik en án þeirra er hún nánast engin. Gengi ÍR undanfarinn áratug 2021-22: B-deild (2. sæti) 2020-21: 12. sæti 2019-20: 6. sæti 2018-19: 7. sæti+8 liða úrslit 2017-18: 8. sæti+8-liða úrslit 2016-17: B-deild (2. sæti) 2015-16: 9. sæti 2014-15: 3. sæti+undanúrslit 2013-14: 7. sæti+bikarúrslit 2012-13: 4. sæti+undanúrslit+bikarmeistari Lykilmaðurinn Dagur Sverrir Kristjánsson gæti slegið í gegn í Olís-deildinni í vetur.vísir/elín Dagur Sverrir Kristjánsson lék með ÍR síðast þegar liðið var í Olís-deildinni og blómstraði svo í Grill 66 deildinni á síðasta tímabili. Þessi örvhenta skytta skoraði 130 mörk í tuttugu leikjum og var markahæsti leikmaður ÍR. Dagur þarf að taka enn eitt skref fram á við í vetur og allavega auka möguleika sína á að vera áfram í Olís-deildinni að ári, þótt ÍR verði líklegast ekki þar. Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Friðrik Hólm Jónsson frá ÍBV Úlfur Gunnar Kjartansson byrjaður aftur Sveinn Brynjar Agnarsson frá Gróttu (úr láni) Farnir: Kristján Orri Jóhannsson hættur Andri Heimir Friðriksson hættur Ólafur Atli Malmquist Hulduson hættur Ingólfur Arnar Þorgeirsson hættur Egill Hjartarson til Stíf (Færeyjum) Markaðseinkunn (A-C): C Fortíðarhetja sem gæti nýst í vetur Þær eru margar ÍR-hetjurnar sem gætu hjálpað liðinu í þeirri hörðu baráttu sem framundan er. Ingimundur Ingimundarson er ein þeirra. Hann var í lykilhlutverki hjá ÍR í upphafi aldarinnar þegar liðið varð bikarmeistari og komst í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Ingimundur myndi styrkja ÍR í sókninni og ekki síst vörninni þar sem hann nýttist íslenska landsliðinu svo vel. Olís-deild karla ÍR Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Fleiri fréttir ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum fimmtudaginn 8. september. Íþróttadeild spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur og að nýliðarnir fari því rakleiðis aftur niður í Grill 66 deildina. ÍR-ingar voru sannkallað fallbyssufóður þegar þeir voru síðast í Olís-deildinni, tímabilið 2020-21. Þeir tefldu fram afar veikburða liði sem tapaði öllum 22 leikjum sínum og féll eins sannfærandi og hægt var. ÍR lenti í 2. sæti Grill 66 deildarinnar á síðasta tímabili og tryggði sér sæti í Olís-deildinni með því að vinna Kórdrengi og Fjölni í umspili. Eftir tímabilið hætti Kristinn Björgúlfsson sem þjálfari ÍR og Bjarni Fritzson tók aftur við því. Framundan eru spennandi tímar hjá ÍR enda er liðið komið með nýjan og glæsilegan heimavöll í Mjóddinni sem það byrjar að spila á í vetur. Ekki verður erfitt fyrir ÍR að gera betur en síðast þegar liðið var í Olís-deildinni en það er afar langsótt að það haldi sér uppi. Leikmannahópurinn er lakari en á síðasta tímabili enda verða þrír reyndustu og bestu menn liðsins á síðasta tímabili, Sigurður Ingiberg Ólafsson, Andri Heimir Friðriksson og Kristján Orri Jóhannsson, ekki með í vetur. Reynsla þeirra og geta hefði hjálpað ÍR-ingum í þeirri hörðu baráttu sem framundan er. Með þá hefði von Breiðhyltinga að halda sér uppi verið veik en án þeirra er hún nánast engin. Gengi ÍR undanfarinn áratug 2021-22: B-deild (2. sæti) 2020-21: 12. sæti 2019-20: 6. sæti 2018-19: 7. sæti+8 liða úrslit 2017-18: 8. sæti+8-liða úrslit 2016-17: B-deild (2. sæti) 2015-16: 9. sæti 2014-15: 3. sæti+undanúrslit 2013-14: 7. sæti+bikarúrslit 2012-13: 4. sæti+undanúrslit+bikarmeistari Lykilmaðurinn Dagur Sverrir Kristjánsson gæti slegið í gegn í Olís-deildinni í vetur.vísir/elín Dagur Sverrir Kristjánsson lék með ÍR síðast þegar liðið var í Olís-deildinni og blómstraði svo í Grill 66 deildinni á síðasta tímabili. Þessi örvhenta skytta skoraði 130 mörk í tuttugu leikjum og var markahæsti leikmaður ÍR. Dagur þarf að taka enn eitt skref fram á við í vetur og allavega auka möguleika sína á að vera áfram í Olís-deildinni að ári, þótt ÍR verði líklegast ekki þar. Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Friðrik Hólm Jónsson frá ÍBV Úlfur Gunnar Kjartansson byrjaður aftur Sveinn Brynjar Agnarsson frá Gróttu (úr láni) Farnir: Kristján Orri Jóhannsson hættur Andri Heimir Friðriksson hættur Ólafur Atli Malmquist Hulduson hættur Ingólfur Arnar Þorgeirsson hættur Egill Hjartarson til Stíf (Færeyjum) Markaðseinkunn (A-C): C Fortíðarhetja sem gæti nýst í vetur Þær eru margar ÍR-hetjurnar sem gætu hjálpað liðinu í þeirri hörðu baráttu sem framundan er. Ingimundur Ingimundarson er ein þeirra. Hann var í lykilhlutverki hjá ÍR í upphafi aldarinnar þegar liðið varð bikarmeistari og komst í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Ingimundur myndi styrkja ÍR í sókninni og ekki síst vörninni þar sem hann nýttist íslenska landsliðinu svo vel.
2021-22: B-deild (2. sæti) 2020-21: 12. sæti 2019-20: 6. sæti 2018-19: 7. sæti+8 liða úrslit 2017-18: 8. sæti+8-liða úrslit 2016-17: B-deild (2. sæti) 2015-16: 9. sæti 2014-15: 3. sæti+undanúrslit 2013-14: 7. sæti+bikarúrslit 2012-13: 4. sæti+undanúrslit+bikarmeistari
Komnir: Friðrik Hólm Jónsson frá ÍBV Úlfur Gunnar Kjartansson byrjaður aftur Sveinn Brynjar Agnarsson frá Gróttu (úr láni) Farnir: Kristján Orri Jóhannsson hættur Andri Heimir Friðriksson hættur Ólafur Atli Malmquist Hulduson hættur Ingólfur Arnar Þorgeirsson hættur Egill Hjartarson til Stíf (Færeyjum) Markaðseinkunn (A-C): C
Olís-deild karla ÍR Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Fleiri fréttir ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Sjá meira