Umfjöllun og viðtöl: Þróttur - Selfoss 3-0 | Markaþurrð Selfyssinga heldur áfram Jón Már Ferro skrifar 10. ágúst 2022 00:21 Þróttur vann góðan sigur gegn Selfyssingum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Þróttur vann 3-0 sigur á Selfossi í skrítnum leik á Avis vellinum í Laugardal. Strax á 4.mínútu leiksins skoraði Danielle Julia Marcano og bætti við öðru á 38.mínútu. Það var svo Álfhildur Rósa Kjartansdóttir sem rak smiðshöggið á 80.mínútu fyrir Þróttara og þar við sat. Gestirnir frá Selfossi sóttu meira allan leikinn og það hefði ekki þurft að koma neinum á óvart hefðu þær skorað en inn vildi boltinn ekki. Gestirnir sóttu mun meira en heimakonur og fengu mörg færi til þess að skora í leiknum en á einhvern lýgilegan hátt fór boltinn ekki einusinni yfir marklínu Þróttara. Þegar komið var fram í lokakafla leiksins voru leikmenn Selfoss orðnir verulega pirraðir. Bæði vegna þess að þeim tókst ekki að skora en svo fór dómgæslan einnig gríðarlega í taugarnar á þeim. Af hverju vann Þróttur? Þróttarar nýttu færin sem þær fengu og náðu að koma í veg fyrir að Selfoss næði að skora svo mikið sem eitt mark. Það var í raun ótrúlegt að Selfoss hafi ekki náð að skora og ætti tölfræði leiksins að styðja það ágætlega. Hverjir stóðu upp úr? Íris Dögg Gunnarsdóttir varði oft á tíðum úr ótrúlega góðum færum Selfyssinga þannig hún gerði í raun allt rétt. Varði allt það sem hún átti að taka en einnig fleiri og erfiðari skot. Þess utan var hún frábær í að koma boltanum í leik. Hvort sem það var snöggt eða þegar hún róaði leikinn niður. Hvað gekk illa? Það augljósa er færanýting Selfyssinga. Sérstaklega í síðari hálfleik þegar leikmenn virtust ekki þora að skjóta framhjá Írisi. Í fyrri hálfleik fengu þær oft sóknir sem enduðu á lélegum sendingum eða slæmum ákvörðunum. Skot fyrir utan eða erfiðar sendingar sem hefðu mátt bíða. Þær löguðu það fyrir seinni hálfeikinn en þá voru það dauðafærin sem fóru forgörðum. Hvað gerist næst? Þróttarar fá Eyjakonur í heimsókn þann 16.ágúst en Selfoss fær Þór/KA í heimsókn. „Vona að dómararnir fari að vernda leikmenn betur í framhaldinu“ Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar.Vísir/Hulda Margrét Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, var að vonum sáttur með þrjú stig. Hann var hinsvegar ekki sáttur með allt í leik síns liðs. „Sáttur með þrjú stig en ekki sáttur með seinni hálfleikinn. Við komum ekki út í seinni hálfleikinn til að spila hann og vorum á sjálfsstýringu eins og svo oft í sumar. Munurinn er að við fengum ekki mark á okkur, Íris var að verja frábærlega eins og hún hefur gert margoft í sumar.“ Nik var alls ekki sáttur með dómara leiksins og hefur ekki verið sáttur með dómgæsluna í heild sinni í Bestu deildinni. „Ég vona að dómararnir fari að vernda leikmenn betur í framhaldinu því leikmenn hafa verið að meiðast því verndin á leikmönnum hefur verið hræðileg og hún var aftur hræðileg í kvöld. Það hefur verið allt of lítið spjaldað í allt sumar, dómarar eru einfaldlega ekki að passa upp á leikmenn.“ Nik hélt áfram að tala um dómarann. „Okkur er sama þótt leikurinn sé líkamlega harður en það eru litlu atriðin. Það er svo mikið verið að ýta í bakið þegar boltinn er farinn og það er hættulegt því þú getur óvart ýtt þeim of langt í stöður sem þeir eru ekki í stjórn. Þetta sést á hæsta stigi fótboltans að allar hrindingar í bakið eru bannaðar, en að einhverjum ástæðum þá er þetta leyfilegt í Bestu deild kvenna.“ „Gerum tvö risastór mistök í fyrri hálfleik“ Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss.Vísir/Hulda Margrét Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss, var að vonum svekktur með tapið. Hann var spurður hvort að því hvort gengið undanfarið væri farið að leggjast á andlegu hliðina. „Við erum að vinna í ákveðnum hlutum og eigum stórt verkefni fyrir höndum um helgina á móti Breiðablik og þar þurfum við að skora mörk til að eiga séns á að fara í bikarúrslitin. Jú eflaust, þegar fólk er í færum og er að skjóta beint í markmanninn þá er það örugglega einhvers andlegs eðlis við vitum alveg að við getum gert þetta.“ Björn telur að sitt lið megi sína meiri þolinmæði í sóknarleiknum. „Mér finnst við stundum vera að flýta okkur of mikið í þessum opnu hálffærum sem þú ert að tala um en mér finnst þetta oft vera þægileg færi sem við erum að fá til þess að renna boltanum framhjá markmanninum. Það er kannski eitthvað andlegt sem að hvílir á mönnum þegar þeir eru að skjóta beint í magann á markmanni þegar það er stórt mark fyrir aftan hana.“ Fyrstu tvö mörk leiksins koma eftir slæma varnaruppstyllingu að mati Björns. „Við gerum tvö risastór mistök í fyrri hálfleik sem hefur bara með varnaruppstyllingu að gera og ég var mjög ósáttur með það og mér finnst seinni hálfleikurinn. Þar bjóðum við ekki upp á mikið fyrir utan þetta aukaspyrnu mark sem frá mínu sjónarhorni leit mögulega út fyrir að vera brot á markmanninum. Ég þori ekki að fara með það. Fyrir utan það þá gefum við ekki mörg færi á okkur.“ Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík UMF Selfoss
Þróttur vann 3-0 sigur á Selfossi í skrítnum leik á Avis vellinum í Laugardal. Strax á 4.mínútu leiksins skoraði Danielle Julia Marcano og bætti við öðru á 38.mínútu. Það var svo Álfhildur Rósa Kjartansdóttir sem rak smiðshöggið á 80.mínútu fyrir Þróttara og þar við sat. Gestirnir frá Selfossi sóttu meira allan leikinn og það hefði ekki þurft að koma neinum á óvart hefðu þær skorað en inn vildi boltinn ekki. Gestirnir sóttu mun meira en heimakonur og fengu mörg færi til þess að skora í leiknum en á einhvern lýgilegan hátt fór boltinn ekki einusinni yfir marklínu Þróttara. Þegar komið var fram í lokakafla leiksins voru leikmenn Selfoss orðnir verulega pirraðir. Bæði vegna þess að þeim tókst ekki að skora en svo fór dómgæslan einnig gríðarlega í taugarnar á þeim. Af hverju vann Þróttur? Þróttarar nýttu færin sem þær fengu og náðu að koma í veg fyrir að Selfoss næði að skora svo mikið sem eitt mark. Það var í raun ótrúlegt að Selfoss hafi ekki náð að skora og ætti tölfræði leiksins að styðja það ágætlega. Hverjir stóðu upp úr? Íris Dögg Gunnarsdóttir varði oft á tíðum úr ótrúlega góðum færum Selfyssinga þannig hún gerði í raun allt rétt. Varði allt það sem hún átti að taka en einnig fleiri og erfiðari skot. Þess utan var hún frábær í að koma boltanum í leik. Hvort sem það var snöggt eða þegar hún róaði leikinn niður. Hvað gekk illa? Það augljósa er færanýting Selfyssinga. Sérstaklega í síðari hálfleik þegar leikmenn virtust ekki þora að skjóta framhjá Írisi. Í fyrri hálfleik fengu þær oft sóknir sem enduðu á lélegum sendingum eða slæmum ákvörðunum. Skot fyrir utan eða erfiðar sendingar sem hefðu mátt bíða. Þær löguðu það fyrir seinni hálfeikinn en þá voru það dauðafærin sem fóru forgörðum. Hvað gerist næst? Þróttarar fá Eyjakonur í heimsókn þann 16.ágúst en Selfoss fær Þór/KA í heimsókn. „Vona að dómararnir fari að vernda leikmenn betur í framhaldinu“ Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar.Vísir/Hulda Margrét Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, var að vonum sáttur með þrjú stig. Hann var hinsvegar ekki sáttur með allt í leik síns liðs. „Sáttur með þrjú stig en ekki sáttur með seinni hálfleikinn. Við komum ekki út í seinni hálfleikinn til að spila hann og vorum á sjálfsstýringu eins og svo oft í sumar. Munurinn er að við fengum ekki mark á okkur, Íris var að verja frábærlega eins og hún hefur gert margoft í sumar.“ Nik var alls ekki sáttur með dómara leiksins og hefur ekki verið sáttur með dómgæsluna í heild sinni í Bestu deildinni. „Ég vona að dómararnir fari að vernda leikmenn betur í framhaldinu því leikmenn hafa verið að meiðast því verndin á leikmönnum hefur verið hræðileg og hún var aftur hræðileg í kvöld. Það hefur verið allt of lítið spjaldað í allt sumar, dómarar eru einfaldlega ekki að passa upp á leikmenn.“ Nik hélt áfram að tala um dómarann. „Okkur er sama þótt leikurinn sé líkamlega harður en það eru litlu atriðin. Það er svo mikið verið að ýta í bakið þegar boltinn er farinn og það er hættulegt því þú getur óvart ýtt þeim of langt í stöður sem þeir eru ekki í stjórn. Þetta sést á hæsta stigi fótboltans að allar hrindingar í bakið eru bannaðar, en að einhverjum ástæðum þá er þetta leyfilegt í Bestu deild kvenna.“ „Gerum tvö risastór mistök í fyrri hálfleik“ Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss.Vísir/Hulda Margrét Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss, var að vonum svekktur með tapið. Hann var spurður hvort að því hvort gengið undanfarið væri farið að leggjast á andlegu hliðina. „Við erum að vinna í ákveðnum hlutum og eigum stórt verkefni fyrir höndum um helgina á móti Breiðablik og þar þurfum við að skora mörk til að eiga séns á að fara í bikarúrslitin. Jú eflaust, þegar fólk er í færum og er að skjóta beint í markmanninn þá er það örugglega einhvers andlegs eðlis við vitum alveg að við getum gert þetta.“ Björn telur að sitt lið megi sína meiri þolinmæði í sóknarleiknum. „Mér finnst við stundum vera að flýta okkur of mikið í þessum opnu hálffærum sem þú ert að tala um en mér finnst þetta oft vera þægileg færi sem við erum að fá til þess að renna boltanum framhjá markmanninum. Það er kannski eitthvað andlegt sem að hvílir á mönnum þegar þeir eru að skjóta beint í magann á markmanni þegar það er stórt mark fyrir aftan hana.“ Fyrstu tvö mörk leiksins koma eftir slæma varnaruppstyllingu að mati Björns. „Við gerum tvö risastór mistök í fyrri hálfleik sem hefur bara með varnaruppstyllingu að gera og ég var mjög ósáttur með það og mér finnst seinni hálfleikurinn. Þar bjóðum við ekki upp á mikið fyrir utan þetta aukaspyrnu mark sem frá mínu sjónarhorni leit mögulega út fyrir að vera brot á markmanninum. Ég þori ekki að fara með það. Fyrir utan það þá gefum við ekki mörg færi á okkur.“
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti