Covid-fjörinu að ljúka hjá leikjaframleiðendum Samúel Karl Ólason skrifar 9. ágúst 2022 16:46 Fólk virðist spila minna af tölvuleikjum núna, samanborið við síðustu tvö ár. Getty Heimsbúar spila minna af tölvuleikjum, eftir að spilunin jókst til muna á tímum Covid. Nú er fólk í meira mæli að leggja frá sér fjarstýringarnar og fara úr húsi. Áhrifin á leikjaframleiðendur eru mikil, þó staðan sé betri en hún var fyrir heimsfaraldurinn. Vöxtur í leikjaiðnaðinum hefur minnkað töluvert eða jafnvel dregist saman, samkvæmt frétt Wall Street Journal (áskriftarvefur). Þessi samdráttur á sölu og áhuga er einnig rakinn til þess að lítið hefur verið um stóra drætti varðandi tölvuleikjaútgáfu að undanförnu. Forsvarsmenn Activision Blizzard, sem Microsoft er að kaupa fyrir um 75 milljarða dala (sem samsvarar nú rúmum tíu billjónum króna), sögðu frá því í síðustu viku að sala og tekjur hafi dregist saman í síðasta ársfjórðungi. Svipað var upp á teningnum hjá leikjarisunum Electronic Arts, Ubisoft og Take Two Interactive Software. „Nýja normið er betra en það var fyrir faraldurinn en heldur þó ekki í við vonir okkar,“ sagði Strauss Zelnick, yfirmaður Take Two við WSJ. Forsvarsmenn Sony, Nintendo og Microsoft sögðu frá því fyrr í sumar að tekjur fyrirtækjanna af sölu tölvuleikja hefðu dregist saman. Samkvæmt frétt CNBC vörðu Bandaríkjamenn 12,4 milljörðum dala í tölvuleiki á öðrum fjórðungi þessa árs og er það samdráttur um þrettán prósent frá sama tímabili í fyrra. Sony sagði frá því í júní að sá tími sem fólk verji í að spila tölvuleiki í PlayStation-leikjatölvum hefði dregist saman um fimmtán prósent á milli ára. Leikjaiðnaðurinn er gríðarlega stór og hefur vaxið til muna á undanförnum árum. Forsvarsmenn iðnaðarins, hafa þó áhyggjur af því að staðan muni versna á næstu misserum. Greiningafyrirtæki sem CNBC vitnar í spáir því að á þessu ári verði velta leikjamarkaðsins um 188 milljarðar dala. Það myndi þýða samdrátt um 1,2 prósent og yrði það í fyrsta sinn sem slíkur samdráttur yrði á markaðnum. WSJ vitnar þó í annað fyrirtæki sem segir að veltan muni aukast um 2,1 prósent. Það yrði þó töluverð minnkun á vexti en árið 2021 jókst veltan um 7,6 prósent og 24,6 árið 2020. Þá spáir fyrirtækið því að tölvuleikjaspilurum muni fjölga um 4,6 prósent á árinu og verða 3,2 milljarðar. Leikjavísir Tengdar fréttir Kona í aðalhlutverki og færri niðrandi brandarar í GTA VI Grand Theft Auto VI verður fyrsti leikur tölvuleikjaseríunnar vinsælu með konu í stóru aðalhlutverki. Persónuvalið er hluti af yfirstandandi menningarbreytingu innan Rockstar Games sem framleiðir leikinn en fyrirtækið ætlar jafnframt að fækka niðrandi bröndurum um jaðarhópa í leiknum. 29. júlí 2022 11:49 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Vöxtur í leikjaiðnaðinum hefur minnkað töluvert eða jafnvel dregist saman, samkvæmt frétt Wall Street Journal (áskriftarvefur). Þessi samdráttur á sölu og áhuga er einnig rakinn til þess að lítið hefur verið um stóra drætti varðandi tölvuleikjaútgáfu að undanförnu. Forsvarsmenn Activision Blizzard, sem Microsoft er að kaupa fyrir um 75 milljarða dala (sem samsvarar nú rúmum tíu billjónum króna), sögðu frá því í síðustu viku að sala og tekjur hafi dregist saman í síðasta ársfjórðungi. Svipað var upp á teningnum hjá leikjarisunum Electronic Arts, Ubisoft og Take Two Interactive Software. „Nýja normið er betra en það var fyrir faraldurinn en heldur þó ekki í við vonir okkar,“ sagði Strauss Zelnick, yfirmaður Take Two við WSJ. Forsvarsmenn Sony, Nintendo og Microsoft sögðu frá því fyrr í sumar að tekjur fyrirtækjanna af sölu tölvuleikja hefðu dregist saman. Samkvæmt frétt CNBC vörðu Bandaríkjamenn 12,4 milljörðum dala í tölvuleiki á öðrum fjórðungi þessa árs og er það samdráttur um þrettán prósent frá sama tímabili í fyrra. Sony sagði frá því í júní að sá tími sem fólk verji í að spila tölvuleiki í PlayStation-leikjatölvum hefði dregist saman um fimmtán prósent á milli ára. Leikjaiðnaðurinn er gríðarlega stór og hefur vaxið til muna á undanförnum árum. Forsvarsmenn iðnaðarins, hafa þó áhyggjur af því að staðan muni versna á næstu misserum. Greiningafyrirtæki sem CNBC vitnar í spáir því að á þessu ári verði velta leikjamarkaðsins um 188 milljarðar dala. Það myndi þýða samdrátt um 1,2 prósent og yrði það í fyrsta sinn sem slíkur samdráttur yrði á markaðnum. WSJ vitnar þó í annað fyrirtæki sem segir að veltan muni aukast um 2,1 prósent. Það yrði þó töluverð minnkun á vexti en árið 2021 jókst veltan um 7,6 prósent og 24,6 árið 2020. Þá spáir fyrirtækið því að tölvuleikjaspilurum muni fjölga um 4,6 prósent á árinu og verða 3,2 milljarðar.
Leikjavísir Tengdar fréttir Kona í aðalhlutverki og færri niðrandi brandarar í GTA VI Grand Theft Auto VI verður fyrsti leikur tölvuleikjaseríunnar vinsælu með konu í stóru aðalhlutverki. Persónuvalið er hluti af yfirstandandi menningarbreytingu innan Rockstar Games sem framleiðir leikinn en fyrirtækið ætlar jafnframt að fækka niðrandi bröndurum um jaðarhópa í leiknum. 29. júlí 2022 11:49 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Kona í aðalhlutverki og færri niðrandi brandarar í GTA VI Grand Theft Auto VI verður fyrsti leikur tölvuleikjaseríunnar vinsælu með konu í stóru aðalhlutverki. Persónuvalið er hluti af yfirstandandi menningarbreytingu innan Rockstar Games sem framleiðir leikinn en fyrirtækið ætlar jafnframt að fækka niðrandi bröndurum um jaðarhópa í leiknum. 29. júlí 2022 11:49