Sjáðu öll mörkin úr 12. umferðinni | Dramatískt jöfnunarmark í Garðabæ, mikilvægur botnsigur og fimm mörk Valsara Valur Páll Eiríksson skrifar 10. ágúst 2022 14:01 Stjörnukonur náðu í stig gegn Blikum undir lokin. Vísir/Hulda Margrét Tólfta umferð Bestu deildar kvenna fór fram í heild sinni í gærkvöld. Þar urðu óvænt úrslit sem voru mikilvæg bæði á toppi og botni. Afturelding vann mikilvægan sigur í botnbaráttunni með marki Ísafoldar Þórhallsdóttur á fyrstu mínútu leiksins. Það dugði til sigurs gegn Þór/KA en Afturelding fór með sigrinum af botni deildarinnar og er aðeins stigi frá Norðankonum. Klippa: Markið úr sigri Aftureldingar á Þór/KA KR fór á móti niður í botnsætið en liðið tapaði 3-1 fyrir Eyjakonum í Vestmannaeyjum. Marcella Barberic kom KR yfir og staðan var 1-0 í hálfleik. Mörk frá Hönnu Kallmaier, Ameeru Hussen og Þórhildi Ólafsdóttur á síðasta korteri leiksins tryggðu ÍBV sigurinn. ÍBV með 21 stig í fimmta sæti. Klippa: Mörkin úr sigri ÍBV á KR Það gengur hvorki né rekur hjá Selfossi sem hefur spilað fimm leiki í röð án þess að fagna sigri. Liðið þurfti að þola 3-0 tap fyrir Þrótti í Laugardal í gærkvöld en þar skoraði Danielle Marcano fyrstu tvö mörk Þróttar áður en Álfhildur Rósa Kjartansdóttir gerði út um leikinn á 80. mínútu. Klippa: Mörkin úr sigri Þróttar á Selfossi Breiðablik missteig sig í toppbaráttunni en Stjarnan heldur á móti í við Kópavogsliðið. Markalaust var í fyrri hálfleik en Gyða Kristín Gunnarsdóttir kom Stjörnunni yfir eftir tæplega stundarfjórðungsleik í þeim síðari. Blikakonur sneru taflinu við þar sem Vigdís Lilja Kristjánsdóttir jafnaði áður Chante Sandiford skoraði sjálfsmark til að koma Blikum yfir. Aníta Ýr Þorvalsdóttir var hins vegar hetja Stjörnunnar er hún jafnaði undir lok leiks. Breiðablik er eftir leikinn með 28 stig í öðru sæti en Stjarnan er með 24 í því þriðja. Klippa: Mörkin úr jafntefli Stjörnunnar og Breiðabliks Valur nýtti sér misstig Blikakvenna og breikkaði bilið milli liðanna í fjögur stig með öruggum 5-0 sigri á Keflavík. Valur komst yfir með sjálfsmarki Snædísar Maríu Jörundsdóttur áður en Cyera Makenzie Hintzen, Elín Metta Jensen, Anna Rakel Pétursdóttir og Bryndís Arna Níelsdóttir gerðu eitt mark hver fyrir Val sem er með 32 stig í toppsætinu. Keflavík er aftur á móti aðeins með tíu stig í sjöunda sæti og er því, rétt eins og Þór/KA, aðeins stigi fyrir ofan fallsæti. Klippa: Mörkin úr sigri Vals á Keflavík Besta deild kvenna Bestu mörkin Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Fleiri fréttir Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Sjá meira
Afturelding vann mikilvægan sigur í botnbaráttunni með marki Ísafoldar Þórhallsdóttur á fyrstu mínútu leiksins. Það dugði til sigurs gegn Þór/KA en Afturelding fór með sigrinum af botni deildarinnar og er aðeins stigi frá Norðankonum. Klippa: Markið úr sigri Aftureldingar á Þór/KA KR fór á móti niður í botnsætið en liðið tapaði 3-1 fyrir Eyjakonum í Vestmannaeyjum. Marcella Barberic kom KR yfir og staðan var 1-0 í hálfleik. Mörk frá Hönnu Kallmaier, Ameeru Hussen og Þórhildi Ólafsdóttur á síðasta korteri leiksins tryggðu ÍBV sigurinn. ÍBV með 21 stig í fimmta sæti. Klippa: Mörkin úr sigri ÍBV á KR Það gengur hvorki né rekur hjá Selfossi sem hefur spilað fimm leiki í röð án þess að fagna sigri. Liðið þurfti að þola 3-0 tap fyrir Þrótti í Laugardal í gærkvöld en þar skoraði Danielle Marcano fyrstu tvö mörk Þróttar áður en Álfhildur Rósa Kjartansdóttir gerði út um leikinn á 80. mínútu. Klippa: Mörkin úr sigri Þróttar á Selfossi Breiðablik missteig sig í toppbaráttunni en Stjarnan heldur á móti í við Kópavogsliðið. Markalaust var í fyrri hálfleik en Gyða Kristín Gunnarsdóttir kom Stjörnunni yfir eftir tæplega stundarfjórðungsleik í þeim síðari. Blikakonur sneru taflinu við þar sem Vigdís Lilja Kristjánsdóttir jafnaði áður Chante Sandiford skoraði sjálfsmark til að koma Blikum yfir. Aníta Ýr Þorvalsdóttir var hins vegar hetja Stjörnunnar er hún jafnaði undir lok leiks. Breiðablik er eftir leikinn með 28 stig í öðru sæti en Stjarnan er með 24 í því þriðja. Klippa: Mörkin úr jafntefli Stjörnunnar og Breiðabliks Valur nýtti sér misstig Blikakvenna og breikkaði bilið milli liðanna í fjögur stig með öruggum 5-0 sigri á Keflavík. Valur komst yfir með sjálfsmarki Snædísar Maríu Jörundsdóttur áður en Cyera Makenzie Hintzen, Elín Metta Jensen, Anna Rakel Pétursdóttir og Bryndís Arna Níelsdóttir gerðu eitt mark hver fyrir Val sem er með 32 stig í toppsætinu. Keflavík er aftur á móti aðeins með tíu stig í sjöunda sæti og er því, rétt eins og Þór/KA, aðeins stigi fyrir ofan fallsæti. Klippa: Mörkin úr sigri Vals á Keflavík
Besta deild kvenna Bestu mörkin Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Fleiri fréttir Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Sjá meira