Handbolti

Handkastið snýr aftur - Fyrsti þáttur kominn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnar Daði Arnarsson er sestur aftur í sérfræðingastólinn.
Arnar Daði Arnarsson er sestur aftur í sérfræðingastólinn. stöð 2 sport

Eftir tveggja ára hlé snýr Handkastið, hlaðvarp um íslenskan handbolta, aftur og nú á Vísi og öllum hlaðvarpsveitum.

Umsjónarmaður Handkastsins er Arnar Daði Arnarsson, fyrrverandi þjálfari karlaliðs Gróttu.

Hinir meðlimir Handkastins eru þeir Theodór Ingi Pálmason, sem heldur áfram sem sérfræðingur í Seinni bylgjunni, og Styrmir Sigurðarson.

Þríeykið er þegar búið að taka upp fyrsta þátt tímabilsins en hlusta má á hann í spilaranum hér fyrir neðan. Þar er farið yfir félagaskiptagluggann í sumar og yfir hvert lið í Olís-deild karla. Á sama tíma verður ótímabær spá Handkastsins fyrir tímabilið opinberuð.

Í vetur mun Handkastið fara yfir hverja umferð í Olís-deild karla daginn eftir Seinni bylgjuna.

Auk þess verður alltaf sér þáttur Seinni Bylgjunnar á föstudögum þar sem Stefán Árni Pálsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson fara yfir handboltafréttir vikunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×