Rekinn eftir slæmt gengi á EM Atli Arason skrifar 10. ágúst 2022 18:00 Mark Parsons er nú atvinnulaus. KNVB Media KNVB, knattspyrnusamband Hollands, tilkynnti í dag að sambandið hafði náð sameiginlegu samkomulagi við Mark Parsons, þjálfara liðsins, að hann láti tafarlaust af störfum. Í tilkynningu sambandsins er skrifað að metnaðarfullum markmiðum liðsins verði ekki náð undir forystu Parsons. Síðasti leikur liðsins undir hans stjórn var 1-0 tap Hollands gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum á Evrópumótinu í Englandi. „Í aðdraganda EM og á mótinu sjálfu voru úrslitin vonbrigði og það er óásættanlegt. Hollenska liðið var að verja Evrópumeistaratitilinn sinn en liðið spilaði einnig til úrslita á síðasta heimsmeistaramóti. Við viljum berjast um stóru bikarana. Með undankeppni HM í huga hefur sú ákvörðun verið tekin að fá nýjan aðila til að stýra liðinu,“ sagði Jan Dirk van de Zee, yfirmaður knattspyrnumála hjá hollenska kvennalandsliðinu. Í undankeppni HM leikur Holland í C-riðli með Íslandi. Næsti leikur Hollands í undankeppninni er gegn því íslenska þann 6. september næstkomandi en fyrst taka þær á móti Skotlandi í vináttuleik 2. september. Í tilkynningu sambandsins er jafnframt tekið fram að hollenska liðið verði að vinna það íslenska ef það ætlar að ná markmiðum sínum að spila á næsta heimsmeistaramóti sem fer fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. Holland er í efsta sæti C-riðils með tveggja stiga forskot á Ísland en íslenska liðið hefur leikið einum leik minna en það hollenska. Á 18 ára ferli sínum sem þjálfari hefur Parsons meðal annars stýrt liðum Portland Thorns og Washington Spirit í bandarísku NWSL deildinni. Parsons var einungis í 15 mánuði með hollenska liðið eftir að hann tók við því í maí á síðasta ári af Sarina Wiegman, sem stýrir í dag Evrópumeisturum Englands. EM 2022 í Englandi Holland HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Sjá meira
Í tilkynningu sambandsins er skrifað að metnaðarfullum markmiðum liðsins verði ekki náð undir forystu Parsons. Síðasti leikur liðsins undir hans stjórn var 1-0 tap Hollands gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum á Evrópumótinu í Englandi. „Í aðdraganda EM og á mótinu sjálfu voru úrslitin vonbrigði og það er óásættanlegt. Hollenska liðið var að verja Evrópumeistaratitilinn sinn en liðið spilaði einnig til úrslita á síðasta heimsmeistaramóti. Við viljum berjast um stóru bikarana. Með undankeppni HM í huga hefur sú ákvörðun verið tekin að fá nýjan aðila til að stýra liðinu,“ sagði Jan Dirk van de Zee, yfirmaður knattspyrnumála hjá hollenska kvennalandsliðinu. Í undankeppni HM leikur Holland í C-riðli með Íslandi. Næsti leikur Hollands í undankeppninni er gegn því íslenska þann 6. september næstkomandi en fyrst taka þær á móti Skotlandi í vináttuleik 2. september. Í tilkynningu sambandsins er jafnframt tekið fram að hollenska liðið verði að vinna það íslenska ef það ætlar að ná markmiðum sínum að spila á næsta heimsmeistaramóti sem fer fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. Holland er í efsta sæti C-riðils með tveggja stiga forskot á Ísland en íslenska liðið hefur leikið einum leik minna en það hollenska. Á 18 ára ferli sínum sem þjálfari hefur Parsons meðal annars stýrt liðum Portland Thorns og Washington Spirit í bandarísku NWSL deildinni. Parsons var einungis í 15 mánuði með hollenska liðið eftir að hann tók við því í maí á síðasta ári af Sarina Wiegman, sem stýrir í dag Evrópumeisturum Englands.
EM 2022 í Englandi Holland HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti