Höfundur Snjókarlsins látinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. ágúst 2022 18:58 Teiknarinn Raymond Briggs ásamt manni klæddum sem hinn frægi snjókarl. Getty/Anthony Devlin Breski teiknarinn Raymond Briggs, þekktastur fyrir að hafa skrifað barnabókina Snjókarlinn, er látinn 88 ára að aldri. Útgefandi hans, Penguin Random House, staðfesti fréttirnar og greindu frá því að Briggs hefði látist á þriðjudagsmorgun. Raymond Briggs fæddist árið 1934 í Wimbledon og ákvað fimmtán ára gamall að hætta í skóla til að fara í listaframhaldsskólann í Wimbledon sem vakti ekki mikla lukku hjá mjólkurpóstinum, föður Briggs. Hann hafði þó engan áhuga á að verða merkur listamaður heldur vildi hann verða teiknimyndahöfundur sem hann og varð. Margir horfa gjarnan á sjónvarpsmyndina The Snowman, sem er byggð á samnefndri bók eftir Briggs, á jólunum.Skjáskot/Youtube Undir lok sjötta áratugarins fór ferill Briggs af stað og spannaði hann um sex áratugi og meira en tuttugu barnabækur. Margar bóka hans urðu frægar um allan heim, þar á meðal má nefna Where the Wind Blows, Fungus the Bogeyman og Father Christmas. Allar urðu þær síðar að vinsælum teiknimyndum. Þekktasta verk Briggs er þó vafalaust Snjókarlinn sem fjallar um ungan dreng sem býr til snjókarl sem lifnar við. Upp úr bókin var gerð fræg sjónvarpsmynd sem var sýnd á öðrum degi jóla í Bretlandi árið 1982 og hefur verið sýnd árlega síðan þá. Andlát Bretland Bókmenntir Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Útgefandi hans, Penguin Random House, staðfesti fréttirnar og greindu frá því að Briggs hefði látist á þriðjudagsmorgun. Raymond Briggs fæddist árið 1934 í Wimbledon og ákvað fimmtán ára gamall að hætta í skóla til að fara í listaframhaldsskólann í Wimbledon sem vakti ekki mikla lukku hjá mjólkurpóstinum, föður Briggs. Hann hafði þó engan áhuga á að verða merkur listamaður heldur vildi hann verða teiknimyndahöfundur sem hann og varð. Margir horfa gjarnan á sjónvarpsmyndina The Snowman, sem er byggð á samnefndri bók eftir Briggs, á jólunum.Skjáskot/Youtube Undir lok sjötta áratugarins fór ferill Briggs af stað og spannaði hann um sex áratugi og meira en tuttugu barnabækur. Margar bóka hans urðu frægar um allan heim, þar á meðal má nefna Where the Wind Blows, Fungus the Bogeyman og Father Christmas. Allar urðu þær síðar að vinsælum teiknimyndum. Þekktasta verk Briggs er þó vafalaust Snjókarlinn sem fjallar um ungan dreng sem býr til snjókarl sem lifnar við. Upp úr bókin var gerð fræg sjónvarpsmynd sem var sýnd á öðrum degi jóla í Bretlandi árið 1982 og hefur verið sýnd árlega síðan þá.
Andlát Bretland Bókmenntir Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira