Bestu mörkin: Allt í lagi að setja kröfu á dómarana Atli Arason skrifar 10. ágúst 2022 23:30 Mikll umræða skapaðist um skort á spjöldum í Bestu mörkunum. Stöð 2 Sport Mikill umræða skapaðist um dómgæslu, eða öllu heldur skort á dómgæslu, eftir 3-0 sigur Þróttar á Selfossi í Bestu-deild kvenna í gær. Í viðtali eftir leik kallaði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, eftir því að leikmenn fái meiri vernd frá dómurunum. „Ég vona að dómararnir fari að vernda leikmenn betur í framhaldinu því leikmenn hafa verið að meiðast því verndin á leikmönnum hefur verið hræðileg og hún var aftur hræðileg í kvöld. Það hefur verið allt of lítið spjaldað í allt sumar, dómarar eru einfaldlega ekki að passa upp á leikmenn,“ sagði Chamberlain. Harpa Þorsteinsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir ræddu þetta svo enn frekar í uppgjörsþættinum Bestu mörkin og kölluðu þær eftir því að dómarar veifuðu spjöldum sínum oftar. Umræðuna úr Bestu mörkunum má sjá í spilaranum hér neðst í fréttinni. „Það er ótrúlegt hvað það er búið að gefa lítið af gulum spjöldum og lítið af rauðum spjöldum í efstu deild kvenna,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, áður en hún bætti við. „Mér finnst við þurfa að tala um þetta. Mér finnst dómarar vera alltof ragir að veita leikmönnum í kvennabolta gul spjöld.“ Bæði Helena Ólafsdóttir og Margrét Lára tóku undir orð Hörpu. Margrét telur að þjálfarar séu almennt hræddir að ræða þessi mál af ótta við að vera refsað fyrir að gagnrýna dómarana. „Alveg eins og leikmennirnir eru að verða betri og hraðinn er að verða meiri þá er allt í lagi að setja kröfu á dómarana. Þeir þurfa líka að vera tilbúnir að taka gagnrýni og bæta sinn leik.“ „Við erum þakklátar fyrir þessa dómara okkar því án þeirra væri enginn leikur en auðvitað þarf líka að efla þá og þeir þurfa að læra af sínum mistökum. Ég er sammála þessu, það má stundum veifa spjöldunum í kvennafótboltanum því þetta hefur áhrif á leikinn og hvernig hann er spilaður,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. Klippa: Bestu mörkin: Allt í lagi að setja kröfu á dómarana Besta deild kvenna Íslenski boltinn Þróttur Reykjavík UMF Selfoss Tengdar fréttir Ef þetta væri karlaleikur þá hefði spjald komið upp snemma í fyrri hálfleik Sif Atladóttir var að vonum svekkt eftir 3-0 tap á móti Þrótti. Hún telur að í fyrstu tveimur mörkum leiksins hafi gripið um sig einbeitingaleysi. 9. ágúst 2022 23:21 Umfjöllun og viðtöl: Þróttur - Selfoss 3-0 | Markaþurrð Selfyssinga heldur áfram Þróttur vann 3-0 sigur á Selfossi í skrítnum leik á Avis vellinum í Laugardal. Strax á 4.mínútu leiksins skoraði Danielle Julia Marcano og bætti við öðru á 38.mínútu. Það var svo Álfhildur Rósa Kjartansdóttir sem rak smiðshöggið á 80.mínútu fyrir Þróttara og þar við sat. 10. ágúst 2022 00:21 Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Í viðtali eftir leik kallaði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, eftir því að leikmenn fái meiri vernd frá dómurunum. „Ég vona að dómararnir fari að vernda leikmenn betur í framhaldinu því leikmenn hafa verið að meiðast því verndin á leikmönnum hefur verið hræðileg og hún var aftur hræðileg í kvöld. Það hefur verið allt of lítið spjaldað í allt sumar, dómarar eru einfaldlega ekki að passa upp á leikmenn,“ sagði Chamberlain. Harpa Þorsteinsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir ræddu þetta svo enn frekar í uppgjörsþættinum Bestu mörkin og kölluðu þær eftir því að dómarar veifuðu spjöldum sínum oftar. Umræðuna úr Bestu mörkunum má sjá í spilaranum hér neðst í fréttinni. „Það er ótrúlegt hvað það er búið að gefa lítið af gulum spjöldum og lítið af rauðum spjöldum í efstu deild kvenna,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, áður en hún bætti við. „Mér finnst við þurfa að tala um þetta. Mér finnst dómarar vera alltof ragir að veita leikmönnum í kvennabolta gul spjöld.“ Bæði Helena Ólafsdóttir og Margrét Lára tóku undir orð Hörpu. Margrét telur að þjálfarar séu almennt hræddir að ræða þessi mál af ótta við að vera refsað fyrir að gagnrýna dómarana. „Alveg eins og leikmennirnir eru að verða betri og hraðinn er að verða meiri þá er allt í lagi að setja kröfu á dómarana. Þeir þurfa líka að vera tilbúnir að taka gagnrýni og bæta sinn leik.“ „Við erum þakklátar fyrir þessa dómara okkar því án þeirra væri enginn leikur en auðvitað þarf líka að efla þá og þeir þurfa að læra af sínum mistökum. Ég er sammála þessu, það má stundum veifa spjöldunum í kvennafótboltanum því þetta hefur áhrif á leikinn og hvernig hann er spilaður,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. Klippa: Bestu mörkin: Allt í lagi að setja kröfu á dómarana
Besta deild kvenna Íslenski boltinn Þróttur Reykjavík UMF Selfoss Tengdar fréttir Ef þetta væri karlaleikur þá hefði spjald komið upp snemma í fyrri hálfleik Sif Atladóttir var að vonum svekkt eftir 3-0 tap á móti Þrótti. Hún telur að í fyrstu tveimur mörkum leiksins hafi gripið um sig einbeitingaleysi. 9. ágúst 2022 23:21 Umfjöllun og viðtöl: Þróttur - Selfoss 3-0 | Markaþurrð Selfyssinga heldur áfram Þróttur vann 3-0 sigur á Selfossi í skrítnum leik á Avis vellinum í Laugardal. Strax á 4.mínútu leiksins skoraði Danielle Julia Marcano og bætti við öðru á 38.mínútu. Það var svo Álfhildur Rósa Kjartansdóttir sem rak smiðshöggið á 80.mínútu fyrir Þróttara og þar við sat. 10. ágúst 2022 00:21 Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Ef þetta væri karlaleikur þá hefði spjald komið upp snemma í fyrri hálfleik Sif Atladóttir var að vonum svekkt eftir 3-0 tap á móti Þrótti. Hún telur að í fyrstu tveimur mörkum leiksins hafi gripið um sig einbeitingaleysi. 9. ágúst 2022 23:21
Umfjöllun og viðtöl: Þróttur - Selfoss 3-0 | Markaþurrð Selfyssinga heldur áfram Þróttur vann 3-0 sigur á Selfossi í skrítnum leik á Avis vellinum í Laugardal. Strax á 4.mínútu leiksins skoraði Danielle Julia Marcano og bætti við öðru á 38.mínútu. Það var svo Álfhildur Rósa Kjartansdóttir sem rak smiðshöggið á 80.mínútu fyrir Þróttara og þar við sat. 10. ágúst 2022 00:21