Hansen hefur þrisvar sinnum verið kosinn besti handboltamaður heims og hann hefur unnið fjögur gull á stórmótum með danska landsliðinu, eitt á Ólympíuleikum. eitt á Evrópumeistaramóti og tvö á heimsmeistaramótum.
Mikkel Hansen hefur spilað utan Danmerkur síðan hann gekk til liðs við Paris Saint-Germain fyrir tíu árum síðan.
Mikkel Hansens præsentation kan koste Aalborg Håndbold kassen Fans af Aalborg Håndbold tilmelder sig i stor stil til præsentationen af Mikkel Hansen. Og det kan blive en dyr omgang for direktøren. https://t.co/x8qsEk4uhK
— Aalborg nyheder (@AalborgNyheder) August 9, 2022
Hann samdi við Aalborg Håndbold í sumar og verður kynntur 22. ágúst næstkomandi.
Jan Larsen, hæstráðandi hjá Álaborgarliðinu ætlaði að tryggja það að vel yrði tekið á móti dönsku stórstjörnunni þegar hann yrði kynntur til leiks. Hann bauð því öllum frían bjór, gos og pylsur ef þeir myndu mæta á kynningarkvöldið.
Upphaflega bjóst hann við fimm hundruð manns en áhuginn er margfalt meiri því alls hafa tvö þúsund aðdáendur boðað komu sínu og nú er orðið uppselt.
„Þetta er gjörsamlega sprungið hjá okkur en auðvitað erum við bara mjög stoltir af því,“ sagði Jan Larsen en auðvitað munu allar veitingarnar kosta sitt.
Tímabilið hjá Aroni Pálmarssyni og Mikkel Hansen og félögum þeirra hefst 23. ágúst þegar liðið mætir dönsku meisturunum í GOG í Meistarakeppninni í Danmörku.