Karólína Lea og Sveindís Jane báðar meðal fimm bestu í sinni stöðu á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2022 13:30 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir horfir á sitt fólk í stúkunni eftir jafnteflið við Frakka í lokaleiknum á EM. Vísir/Vilhelm Tveir af yngstu leikmönnum íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta voru meðal þeirra sem stóðu sig best í sinni leikstöðu á nýloknu EM í Emglandi. InStat tölfræðiþjónustan hefur nú farið ítarlega yfir frammistöðu allra leikmanna á Evrópumótinu sem fram fór í sumar og þar kemur ýmislegt athyglisvert í ljós. Það eru tveir leikmenn íslenska liðsins sem komu best út hvað varðar frammistöðumat leikmanna í ákveðnum stöðum á mótinu. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir voru báðar meðal fimm bestu í sinni samkvæmt úttekt InStat. Karólína Lea var fjórða besta af sóknartengiliðum mótsins en hún var bæði með mark og stoðsendingu í mótinu, 64 prósent sendinga hennar heppnuðust, hún átti 1,9 lykilsendingu á hverjar níutíu mínútur og 64 prósent skiptum af ferðalögum hennar með boltann gengu upp. Þær sem voru fyrir ofan hana voru Svíinn Kosovare Asllani með 189 stig, Lina Magull frá Þýskalandi með 185 stig og Ella Toone frá Englandi með 185 stig. Karólína Lea fékk 184 stig. Sveindís Jane var sú fimmta besta af réttfættum kantmönnum en hún fékk 175 stig. Þær sem voru fyrir ofan hana voru besti leikmaður mótsins, Beth Mead frá Englandi (197 stig), Kadidiatou Diani frá Frakklandi (186 stig), Diana Silva frá Portúgal (177 stig) og Svenja Huth frá Þýskalandi (177 stig). Aðrir íslenskir leikmenn sem voru ofarlega í sinni stöðu samkvæmt tölfræðimati InStat voru Sandra Sigurðardóttir sem var sjöundi besti markvörðurinn og Dagný Brynjarsdóttir sem var níundi besti varnartengiliðurinn. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
InStat tölfræðiþjónustan hefur nú farið ítarlega yfir frammistöðu allra leikmanna á Evrópumótinu sem fram fór í sumar og þar kemur ýmislegt athyglisvert í ljós. Það eru tveir leikmenn íslenska liðsins sem komu best út hvað varðar frammistöðumat leikmanna í ákveðnum stöðum á mótinu. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir voru báðar meðal fimm bestu í sinni samkvæmt úttekt InStat. Karólína Lea var fjórða besta af sóknartengiliðum mótsins en hún var bæði með mark og stoðsendingu í mótinu, 64 prósent sendinga hennar heppnuðust, hún átti 1,9 lykilsendingu á hverjar níutíu mínútur og 64 prósent skiptum af ferðalögum hennar með boltann gengu upp. Þær sem voru fyrir ofan hana voru Svíinn Kosovare Asllani með 189 stig, Lina Magull frá Þýskalandi með 185 stig og Ella Toone frá Englandi með 185 stig. Karólína Lea fékk 184 stig. Sveindís Jane var sú fimmta besta af réttfættum kantmönnum en hún fékk 175 stig. Þær sem voru fyrir ofan hana voru besti leikmaður mótsins, Beth Mead frá Englandi (197 stig), Kadidiatou Diani frá Frakklandi (186 stig), Diana Silva frá Portúgal (177 stig) og Svenja Huth frá Þýskalandi (177 stig). Aðrir íslenskir leikmenn sem voru ofarlega í sinni stöðu samkvæmt tölfræðimati InStat voru Sandra Sigurðardóttir sem var sjöundi besti markvörðurinn og Dagný Brynjarsdóttir sem var níundi besti varnartengiliðurinn.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn