FÍB telur að olíufélög skuldi verðlækkun Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 15. ágúst 2022 07:01 Runólfur Ólafsson Formaður FÍB Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB telur að íslensku olíufélögin séu ekki að fylgja lækkuðu heimsmarkaðsverði á hráolíu á sama hátt og hækkunum á sömu hráolíu er gjarnan fylgt. Eins bendir FÍB á þá staðreynd á heimasíðu sinni að síðan hráolíuverð hefur lækkað um tæp 30% hefur eldsneytisverð lækkaðum 4,2% fyrir bensín og 4,7% fyrir dísel. Dönsk olíufélög hafa hins vegar lækkað bensín um 18,4% og dísel um 16,8% á sama tíma. „Bensínverð á Íslandi og í Danmörku var svipað í báðum löndum snemma í júní. Núna er verðmunurinn á milli landanna yfir 55 krónur á hvern lítra af bensíni,“ segir á heimasíðu FÍB. Rit sem sýnir þróun eldsneytisverðisían Þá segir enn frekar að forstjóri Skeljungs, hafi sagt í fréttum RÚV þann 8. ágúst að olíufélögin hérlendis hafi tekið á sig mikið af þeim hækkunum sem urðu í kjölfar innrásar rússa í Úkraínu. Hann bendir einnig á að framlegðin á hverjum lítra sé sambærileg því sem var fyrir kórónaveirufaraldurinn. „Eldsneytisverð vigtar þungt í vísitölu neysluverðs og þar með á verðbólgu. Olíufélögin hafa mikil áhrif á afkomu heimila og fyrirtækja langt umfram lítraverðið. Lækkun olíuverðs temprar verðbólgu en hátt verð kyndir verðbólgubálið,“ segir enn frekar í frétt á vef FÍB. „Er komið að því að setja álagningarþak á eldsneytisverð hér á landi þar sem markaðnum er ekki treystandi til að skila verðlækkunum til neytenda,“ spyr greinarhöfundur á heimasíðu FÍB ennremur á heimasíðu FÍB. Bensín og olía Neytendur Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent
„Bensínverð á Íslandi og í Danmörku var svipað í báðum löndum snemma í júní. Núna er verðmunurinn á milli landanna yfir 55 krónur á hvern lítra af bensíni,“ segir á heimasíðu FÍB. Rit sem sýnir þróun eldsneytisverðisían Þá segir enn frekar að forstjóri Skeljungs, hafi sagt í fréttum RÚV þann 8. ágúst að olíufélögin hérlendis hafi tekið á sig mikið af þeim hækkunum sem urðu í kjölfar innrásar rússa í Úkraínu. Hann bendir einnig á að framlegðin á hverjum lítra sé sambærileg því sem var fyrir kórónaveirufaraldurinn. „Eldsneytisverð vigtar þungt í vísitölu neysluverðs og þar með á verðbólgu. Olíufélögin hafa mikil áhrif á afkomu heimila og fyrirtækja langt umfram lítraverðið. Lækkun olíuverðs temprar verðbólgu en hátt verð kyndir verðbólgubálið,“ segir enn frekar í frétt á vef FÍB. „Er komið að því að setja álagningarþak á eldsneytisverð hér á landi þar sem markaðnum er ekki treystandi til að skila verðlækkunum til neytenda,“ spyr greinarhöfundur á heimasíðu FÍB ennremur á heimasíðu FÍB.
Bensín og olía Neytendur Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent