Atli Viðar kallar eftir símtali í einn mann: Það lélegasta hjá FH í tuttugu ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2022 12:30 Markhæsti leikmaðurinn í sögu FH í efstu deild vill að Forsvarsmenn FH hringi neyðarkall í Pétur Viðarsson. Vísir/Hulda Margrét Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar á Stöð 2 Sport, spilaði með FH-liðinu í næstum því tuttugu ár og er markahæsti og næstleikjahæsti leikmaður félagsins í efstu deild frá upphafi. Atli þekkir því FH út og inn og hann bauð upp á sannkallaða eldræðu eftir enn eitt tap FH-liðins í Bestu deildinni, nú 4-1 tap á móti ÍBV í Vestmannaeyjum. „Ég er búinn að hugsa þetta svolítið mikið í dag og ég held að mér sé alveg óhætt að segja að fyrri hálfleikurinn sé það lélegasta sem FH hefur í sýnt í tuttugu ár,“ sagði Atli Viðar Björnsson. „Á þessari öld síðan FH kom aftur upp þá fann ég ekki lélegri frammistöðu hjá FH heldur en þennan fyrri hálfleik. Ég hef séð býsna marga af þessum leikjum,“ sagði Atli Viðar. „ÍBV var komið í 2-0 eftir tólf mínútur. Áður en þeir skora fyrsta markið sitt á níundu mínútu þá eru þeir búnir að fá tvö dauðafæri. Þjálfararnir hjá FH lýstu því yfir fyrir leikinn að þeir væru að fara til Eyja í stríð. Fyrir mér eru það mistök því þú skorar ekki á Eyjamenn í stríð,“ sagði Atli Viðar. „Þú verður einhvern veginn að nálgast þennan leik aðeins öðruvísi því þú sást langar leiðir hvað þeir voru gíraðir og tilbúnir í þetta. Þessi yfirlýsing að FH ætluðu að koma til Vestmannaeyja til að fara í stríð gerði ekkert annað en að vera bensín á það bál að þeir yrðu gíraðir í þennan leik,“ sagði Atli Viðar eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Atli Viðar: Þú skorar ekki á Eyjamenn í stríð Atli Viðar skoðaði einnig slæma líkamstjáningu leikmanna FH-liðsins og fór yfir það sérstaklega þegar Stúkan ræddi það hvort Hafnfirðingar séu á heljarþröm. „Ég sé vandamál í hverju horni en þegar maður rýndi í leikinn í gær þá horfði ég mikið í líkamstjáningu leikmanna. Mér finnst eldri menn, svona fimm leikmenn í byrjunarliðinu á móti ÍBV, vera leikmenn sem þurfa að axla meiri ábyrgð en þeir eru að gera. Mér finnst þeir allir bera sig eins og þeir séu með allar heimsins áhyggjur á herðunum. Það er enginn þeirra sem er líklegur til að stíga upp og bera liðið í gegnum þennan skafl sem þeir eru í,“ sagði Atli Viðar. Hann er þar að tala um reynsluboltana Steven Lennon, Kristinn Freyr Sigurðsson, Matthías Vilhjálmsson, Björn Daníel Sverrisson og Guðmundur Kristjánsson. „Þessir leikmenn verða að breyta líkamstjáningu og hvernig þeir koma fram ef þeir ætla að ná að snúa þessu við. Ég hef pínulítið á tilfinningunni að þeir séu búnir að gefast upp sjálfir. Þeir hafa ekki trú á því að þeir geti snúið þessu við og erum að bíða eftir utanaðkomandi hjálp,“ sagði Atli Viðar. „Forsvarsmenn FH ættu að leggja allt stolt til hliðar núna. Það er bara massíft björgunarstarf fram undan í tvo mánuði við að bjarga félaginu frá falli. Partur af því er að hringja í Pétur Viðarsson. Pétur hefur þá eiginleika sem vantar í FH-liðið í dag. Hann sýnir stolt, hann mun berja inn liðsheild og hann mun koma inn með baráttu og sýna að honum er ekki sama. Það eru atriði sem vantar í FH-liðið í dag,“ sagði Atli Viðar en það má sjá allt innslagið um stöðu FH hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Hafnfirðingar á heljarþröm Besta deild karla FH Mest lesið Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Víkingur - FH | Tryggja Víkingar titilinn? Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Víkingur - FH | Tryggja Víkingar titilinn? Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Sjá meira
Atli þekkir því FH út og inn og hann bauð upp á sannkallaða eldræðu eftir enn eitt tap FH-liðins í Bestu deildinni, nú 4-1 tap á móti ÍBV í Vestmannaeyjum. „Ég er búinn að hugsa þetta svolítið mikið í dag og ég held að mér sé alveg óhætt að segja að fyrri hálfleikurinn sé það lélegasta sem FH hefur í sýnt í tuttugu ár,“ sagði Atli Viðar Björnsson. „Á þessari öld síðan FH kom aftur upp þá fann ég ekki lélegri frammistöðu hjá FH heldur en þennan fyrri hálfleik. Ég hef séð býsna marga af þessum leikjum,“ sagði Atli Viðar. „ÍBV var komið í 2-0 eftir tólf mínútur. Áður en þeir skora fyrsta markið sitt á níundu mínútu þá eru þeir búnir að fá tvö dauðafæri. Þjálfararnir hjá FH lýstu því yfir fyrir leikinn að þeir væru að fara til Eyja í stríð. Fyrir mér eru það mistök því þú skorar ekki á Eyjamenn í stríð,“ sagði Atli Viðar. „Þú verður einhvern veginn að nálgast þennan leik aðeins öðruvísi því þú sást langar leiðir hvað þeir voru gíraðir og tilbúnir í þetta. Þessi yfirlýsing að FH ætluðu að koma til Vestmannaeyja til að fara í stríð gerði ekkert annað en að vera bensín á það bál að þeir yrðu gíraðir í þennan leik,“ sagði Atli Viðar eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Atli Viðar: Þú skorar ekki á Eyjamenn í stríð Atli Viðar skoðaði einnig slæma líkamstjáningu leikmanna FH-liðsins og fór yfir það sérstaklega þegar Stúkan ræddi það hvort Hafnfirðingar séu á heljarþröm. „Ég sé vandamál í hverju horni en þegar maður rýndi í leikinn í gær þá horfði ég mikið í líkamstjáningu leikmanna. Mér finnst eldri menn, svona fimm leikmenn í byrjunarliðinu á móti ÍBV, vera leikmenn sem þurfa að axla meiri ábyrgð en þeir eru að gera. Mér finnst þeir allir bera sig eins og þeir séu með allar heimsins áhyggjur á herðunum. Það er enginn þeirra sem er líklegur til að stíga upp og bera liðið í gegnum þennan skafl sem þeir eru í,“ sagði Atli Viðar. Hann er þar að tala um reynsluboltana Steven Lennon, Kristinn Freyr Sigurðsson, Matthías Vilhjálmsson, Björn Daníel Sverrisson og Guðmundur Kristjánsson. „Þessir leikmenn verða að breyta líkamstjáningu og hvernig þeir koma fram ef þeir ætla að ná að snúa þessu við. Ég hef pínulítið á tilfinningunni að þeir séu búnir að gefast upp sjálfir. Þeir hafa ekki trú á því að þeir geti snúið þessu við og erum að bíða eftir utanaðkomandi hjálp,“ sagði Atli Viðar. „Forsvarsmenn FH ættu að leggja allt stolt til hliðar núna. Það er bara massíft björgunarstarf fram undan í tvo mánuði við að bjarga félaginu frá falli. Partur af því er að hringja í Pétur Viðarsson. Pétur hefur þá eiginleika sem vantar í FH-liðið í dag. Hann sýnir stolt, hann mun berja inn liðsheild og hann mun koma inn með baráttu og sýna að honum er ekki sama. Það eru atriði sem vantar í FH-liðið í dag,“ sagði Atli Viðar en það má sjá allt innslagið um stöðu FH hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Hafnfirðingar á heljarþröm
Besta deild karla FH Mest lesið Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Víkingur - FH | Tryggja Víkingar titilinn? Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Víkingur - FH | Tryggja Víkingar titilinn? Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Sjá meira