Hótar að fylla liðsstjórn af vinum sínum til að hjóla í dómarana Atli Arason skrifar 17. ágúst 2022 22:50 Alexander Aron, þjálfari Aftureldingar ásamt liðsstjórn. Vísir/Diego Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar var allt annað en sáttur við vítaspyrnu sem Keflavík fékk í 2-3 sigri liðsins í Mosfellsbæ í Bestu-deild kvenna í gær. „Maður verður bara að treysta dómaranum en það sást líka að dómarinn tekur 10 sekúndur að hugsa þetta og á meðan ráðast þeir [Keflvíkingar] á fjórða dómarann og það er óboðlegt. Ég sagði orðrétt við dómarann hvort ég ætti ekki að fylla liðsstjórn á skýrslu af vinum mínum og fara alltaf að hjóla í ykkur [dómarana],“ sagði Alexander í viðtali eftir leik. „Dómarinn beið og hann fékk eitthvað í eyrað, hvort það var aðstoðardómarinn eða fjórði dómarinn veit ég ekki,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna um atvikið. Vítaspyrnuna fékk Keflavík eftir að boltinn virtist fara í höndina á Mackenzie Cherry, leikmanni Aftureldingar. Aníta Lind Daníelsdóttir tók vítaspyrnuna og jafnaði leikinn í 2-2 áður en Dröfn Einarsdóttir skoraði svo sigurmark Keflavíkur stundarfjórðungi fyrir leikslok. Myndband af atvikinu má sjá í spilaranum hér að neðst í fréttinni en erfitt er að sjá nákvæmlega hvað gerðist frá því sjónarhorni. „Það er erfitt að greina þetta en við sjáum þetta eiginlega ómögulega,“ sagði þáttastjórnandinn Helena Ólafsdóttir. „Ef höndinn er alveg upp við líkamann þá sveiflast hún ekki svona,“ svaraði Lilja Dögg Valþórsdóttir á móti. Bæði lið þurftu á sigri að halda í þessum sex stiga fallbaráttuslag og því eðlilegt að mönnum hafi verið svolítið heitt í hamsi. Eftir leikinn er Afturelding í fallsæti með 9 stig á meðan Keflavík er tveimur sætum ofar, í því sjöunda með 13 stig. Klippa: Hótar að fylla liðstjórn af vinum sínum til að hjóla í dómarann Besta deild kvenna Afturelding Keflavík ÍF Íslenski boltinn Tengdar fréttir Alexander Aron: Þetta er bara hundleiðinlegt og ég er brjálaður yfir þessu Afturelding tapaði í kvöld 2-3 gegn Keflavík í Bestu deild kvenna í Mosfellsbæ. Alexander Aron, þjálfari Aftureldingar, var ánægður með leik síns liðs en þó ósáttur með margt annað. 16. ágúst 2022 21:42 Umfjöllun og viðtal: Afturelding-Keflavík 2-3 | Keflvíkingar lyftu sér frá fallsvæðinu Keflvíkingar unnu gríðarlega mikilvægan 2-3 útisigur í sannkölluðum sex stiga leik er liðið heimsótti Aftureldingu í bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. 16. ágúst 2022 21:49 Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Fleiri fréttir Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Sjá meira
„Maður verður bara að treysta dómaranum en það sást líka að dómarinn tekur 10 sekúndur að hugsa þetta og á meðan ráðast þeir [Keflvíkingar] á fjórða dómarann og það er óboðlegt. Ég sagði orðrétt við dómarann hvort ég ætti ekki að fylla liðsstjórn á skýrslu af vinum mínum og fara alltaf að hjóla í ykkur [dómarana],“ sagði Alexander í viðtali eftir leik. „Dómarinn beið og hann fékk eitthvað í eyrað, hvort það var aðstoðardómarinn eða fjórði dómarinn veit ég ekki,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna um atvikið. Vítaspyrnuna fékk Keflavík eftir að boltinn virtist fara í höndina á Mackenzie Cherry, leikmanni Aftureldingar. Aníta Lind Daníelsdóttir tók vítaspyrnuna og jafnaði leikinn í 2-2 áður en Dröfn Einarsdóttir skoraði svo sigurmark Keflavíkur stundarfjórðungi fyrir leikslok. Myndband af atvikinu má sjá í spilaranum hér að neðst í fréttinni en erfitt er að sjá nákvæmlega hvað gerðist frá því sjónarhorni. „Það er erfitt að greina þetta en við sjáum þetta eiginlega ómögulega,“ sagði þáttastjórnandinn Helena Ólafsdóttir. „Ef höndinn er alveg upp við líkamann þá sveiflast hún ekki svona,“ svaraði Lilja Dögg Valþórsdóttir á móti. Bæði lið þurftu á sigri að halda í þessum sex stiga fallbaráttuslag og því eðlilegt að mönnum hafi verið svolítið heitt í hamsi. Eftir leikinn er Afturelding í fallsæti með 9 stig á meðan Keflavík er tveimur sætum ofar, í því sjöunda með 13 stig. Klippa: Hótar að fylla liðstjórn af vinum sínum til að hjóla í dómarann
Besta deild kvenna Afturelding Keflavík ÍF Íslenski boltinn Tengdar fréttir Alexander Aron: Þetta er bara hundleiðinlegt og ég er brjálaður yfir þessu Afturelding tapaði í kvöld 2-3 gegn Keflavík í Bestu deild kvenna í Mosfellsbæ. Alexander Aron, þjálfari Aftureldingar, var ánægður með leik síns liðs en þó ósáttur með margt annað. 16. ágúst 2022 21:42 Umfjöllun og viðtal: Afturelding-Keflavík 2-3 | Keflvíkingar lyftu sér frá fallsvæðinu Keflvíkingar unnu gríðarlega mikilvægan 2-3 útisigur í sannkölluðum sex stiga leik er liðið heimsótti Aftureldingu í bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. 16. ágúst 2022 21:49 Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Fleiri fréttir Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Sjá meira
Alexander Aron: Þetta er bara hundleiðinlegt og ég er brjálaður yfir þessu Afturelding tapaði í kvöld 2-3 gegn Keflavík í Bestu deild kvenna í Mosfellsbæ. Alexander Aron, þjálfari Aftureldingar, var ánægður með leik síns liðs en þó ósáttur með margt annað. 16. ágúst 2022 21:42
Umfjöllun og viðtal: Afturelding-Keflavík 2-3 | Keflvíkingar lyftu sér frá fallsvæðinu Keflvíkingar unnu gríðarlega mikilvægan 2-3 útisigur í sannkölluðum sex stiga leik er liðið heimsótti Aftureldingu í bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. 16. ágúst 2022 21:49