Stefán Teitur var í byrjunarliði Silkeborg, en var tekinn af velli þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka.
Eina mark leiskins skoraði David Browne á 80. mínútu eftir að Andre Calisir hafði látið reka sig af velli í liði Silkeborg tíu mínútum áður.
Stefán og félagar fara því í síðari leikinn einu marki undir og þurfa að snúa taflinu við til að tryggja sér sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Síðari leikurinn fer fram í Danmörku eftir slétta viku.