Heimakonur í Juventus tóku forystuna strax á tólftu mínútu áður en liðið tvöfaldaði forystuna um miðjan fyrri hálfleik og staðan var því 2-0 þegar gengið var til búningsherbergja.
Sara og stöllur hennar bættu svo tveimur mörkum við í síðari hálfleik og niðurstaðan því öruggur 4-0 sigur Juventus.
Juventus er nú aðeins einum sigri frá sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, en liðið mætir ísraelska liðinu Kiryat Gat næstkomandi sunnudag.