Karólína í raun verið meidd í heilt ár Sindri Sverrisson skrifar 19. ágúst 2022 13:45 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir missir af afar mikilvægum leikjum í undankeppni HM eftir að hafa blómstrað á EM í Englandi í júlí. Vísir/Vilhelm Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta varð fyrir miklu áfalli í aðdraganda leikjanna mikilvægu við Hvíta-Rússland og Holland þegar ljóst varð að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, einn besti leikmaður liðsins á EM, yrði ekki með vegna meiðsla. Þorsteinn Halldórsson sagði frá meiðslum Karólínu á blaðamannafundi í dag þar sem hann kynnti landsliðshóp sinn fyrir leikina tvo, sem eru þeir síðustu í undankeppni HM. Sigur gegn Hvíta-Rússlandi og jafntefli gegn Hollandi myndi duga Íslandi til að komast í lokakeppnina, en því þarf Ísland nú að ná án Karólínu. „Karólína er meidd og er núna að fara í endurhæfingu og að vinna í sínum meiðslum,“ sagði Þorsteinn en Karólína mun sinna sinni endurhæfingu í Þýskalandi hjá félagi sínu Bayern München. Þrátt fyrir að Karólína hafi farið á kostum á EM hefur hún lengi glímt við meiðslin, sem eru aftan í læri. „Þessi meiðsli hafa verið að plaga hana í eitt ár raunverulega. Það hefur ekki tekist að vinna með þetta með því að láta hana spila og æfa áfram, og það var tekin ákvörðun í síðustu viku um að það þyrfti að gera þetta ítarlegar og stoppa að hún spili fótbolta á meðan. Þetta er nokkuð sem Bayern og Karólína töldu að þyrfti að gera,“ sagði Þorsteinn. Aðspurður um hve lengi Karólína yrði frá keppni sagði Þorsteinn að unnið væri eftir sex vikna áætlun og að staðan yrði svo metin að nýju að þeim tíma loknum. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Þýski boltinn Tengdar fréttir Hlín og Arna Sif valdar í landsliðið en Karólína Lea verður ekki með Íslenska landsliðið verður án eins síns besta leikmanns í leikjunum mikilvægu í undankeppni HM því Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er meidd og verður ekki með að þessu sinni. 19. ágúst 2022 13:08 Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Þorsteinn Halldórsson sagði frá meiðslum Karólínu á blaðamannafundi í dag þar sem hann kynnti landsliðshóp sinn fyrir leikina tvo, sem eru þeir síðustu í undankeppni HM. Sigur gegn Hvíta-Rússlandi og jafntefli gegn Hollandi myndi duga Íslandi til að komast í lokakeppnina, en því þarf Ísland nú að ná án Karólínu. „Karólína er meidd og er núna að fara í endurhæfingu og að vinna í sínum meiðslum,“ sagði Þorsteinn en Karólína mun sinna sinni endurhæfingu í Þýskalandi hjá félagi sínu Bayern München. Þrátt fyrir að Karólína hafi farið á kostum á EM hefur hún lengi glímt við meiðslin, sem eru aftan í læri. „Þessi meiðsli hafa verið að plaga hana í eitt ár raunverulega. Það hefur ekki tekist að vinna með þetta með því að láta hana spila og æfa áfram, og það var tekin ákvörðun í síðustu viku um að það þyrfti að gera þetta ítarlegar og stoppa að hún spili fótbolta á meðan. Þetta er nokkuð sem Bayern og Karólína töldu að þyrfti að gera,“ sagði Þorsteinn. Aðspurður um hve lengi Karólína yrði frá keppni sagði Þorsteinn að unnið væri eftir sex vikna áætlun og að staðan yrði svo metin að nýju að þeim tíma loknum.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Þýski boltinn Tengdar fréttir Hlín og Arna Sif valdar í landsliðið en Karólína Lea verður ekki með Íslenska landsliðið verður án eins síns besta leikmanns í leikjunum mikilvægu í undankeppni HM því Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er meidd og verður ekki með að þessu sinni. 19. ágúst 2022 13:08 Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Hlín og Arna Sif valdar í landsliðið en Karólína Lea verður ekki með Íslenska landsliðið verður án eins síns besta leikmanns í leikjunum mikilvægu í undankeppni HM því Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er meidd og verður ekki með að þessu sinni. 19. ágúst 2022 13:08