Selfyssingar senda frá sér yfirlýsingu um meintan rasisma Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. ágúst 2022 20:46 Selfyssingar hafa sent frá sér yfirlýsingu eftir að fyrrverandi leikmaður liðsins greindi frá kynþáttafordómum í hans garð. Selfoss Fótbolti Knattspyrnudeild Selfoss hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að Chris Jastrzembski, fyrrverandi leikmaður liðsins, sagði frá kynþáttafordómum sem hann varð fyrir þegar hann spilaði með Selfyssingum. Jastrzembski yfirgaf herbúðir Selfyssinga fyrr í sumar af persónulegum ástæðum. Hann hafði leikið 13 leiki fyrir félagið eftir að hafa gengið í raðir Selfyssinga fyrir tímabilið. Hann sagði síðar frá því í viðtali við Gazeta í heimalandinu, Póllandi, að dvöl hans á Selfossi hafi ekki verið eitthvað sem hann myndi mæla með við aðra pólska leikmenn. Jastrzembski segir meðal annars frá einu atviki þar sem einum manni þótti það ekkert tiltökumál þótt hann myndi deyja, því nóg væri til af Pólverjum á Íslandi. Knattspyrnudeild Selfoss hefur nú sent frá sér yfirlýsingu um þetta mál. Deildin segir að henni þyki miður að upplifun Jastrzembski af dvöl sinni á Íslandi hafi verið á þá leið sem birtist í Gazeta. „Stjórn knattspyrnudeildar Selfoss þykir miður að upplifun Chris Jastrzembski af dvölinni á Íslandi hafi verið á þá leið sem hann lýsir í viðtali við Gazeta,“ segir í upphafi yfirlýsingarinnar. Knattspyrnudeild Selfoss leggur mikinn metnað í að gæta jafnræðis meðal allra þáttakenda innan deildarinnar, og gildir það jafnt um iðkendur, leikmenn og starfsfólk. Þar er stuðst við Jafnréttisáætlun og siðareglur Umf.Selfoss,“ segir enn fremur. Þá segjast Selfyssingar gera sér grein að deildin sé ekki yfir gagnrýni hafin. „Við erum stolt af okkar starfi en gerum okkur grein fyrir að það er ekki hafið yfir gagnrýni. Knattspyrnudeildin mun því nota þetta tækifæri og yfirfara verkferla í starfi deildarinnar og sjá hvar úrbóta er þörf því okkur er mikið í mun um að tryggja að upplifun allra af því að æfa og starfa fyrir félagið sé sem allra best.“ Yfirlýsing knattspyrnudeildar Selfoss „Stjórn knattspyrnudeildar Selfoss þykir miður að upplifun Chris Jastrzembski af dvölinni á Íslandi hafi verið á þá leið sem hann lýsir í viðtali við Gazeta. Knattspyrnudeild Selfoss leggur mikinn metnað í að gæta jafnræðis meðal allra þáttakenda innan deildarinnar, og gildir það jafnt um iðkendur, leikmenn og starfsfólk. Þar er stuðst við Jafnréttisáætlun og siðareglur Umf.Selfoss. Hjá deildinni starfa og æfa einstaklingar af öllum kynjum, þjóðernum og frá mismunandi menningarheimum. Sveitarfélagið Árborg er eitt af m+ottökusamfélögum landsins fyrir flóttafólk og leggur knattspyrnudeildin, og ungmennafélagið í heild, sig fram um að bjóða það velkomið í íþróttastarfið. Knattspyrnudeild Selfoss hefur í gegnum tíðina haft fjölda erlendra leikmanna á sínum snærum og hefur samstarfið alla jafna gengið mjög vel. Margir leikmanna hafa myndað sterk tengsl við sveitarfélagið og fest hér rætur. Við erum stolt af okkar starfi en gerum okkur grein fyrir að það er ekki hafið yfir gagnrýni. Knattspyrnudeildin mun því nota þetta tækifæri og yfirfara verkferla í starfi deildarinnar og sjá hvar úrbóta er þörf því okkur er mikið í mun um að tryggja að upplifun allra af því að æfa og starfa fyrir félagið sé sem allra best. Einkunnarorð Umf.Selfoss eru; Gleði-Virðing-Fagmennska og fyrir það viljum við standa. Lengjudeild karla UMF Selfoss Kynþáttafordómar Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Sjá meira
Jastrzembski yfirgaf herbúðir Selfyssinga fyrr í sumar af persónulegum ástæðum. Hann hafði leikið 13 leiki fyrir félagið eftir að hafa gengið í raðir Selfyssinga fyrir tímabilið. Hann sagði síðar frá því í viðtali við Gazeta í heimalandinu, Póllandi, að dvöl hans á Selfossi hafi ekki verið eitthvað sem hann myndi mæla með við aðra pólska leikmenn. Jastrzembski segir meðal annars frá einu atviki þar sem einum manni þótti það ekkert tiltökumál þótt hann myndi deyja, því nóg væri til af Pólverjum á Íslandi. Knattspyrnudeild Selfoss hefur nú sent frá sér yfirlýsingu um þetta mál. Deildin segir að henni þyki miður að upplifun Jastrzembski af dvöl sinni á Íslandi hafi verið á þá leið sem birtist í Gazeta. „Stjórn knattspyrnudeildar Selfoss þykir miður að upplifun Chris Jastrzembski af dvölinni á Íslandi hafi verið á þá leið sem hann lýsir í viðtali við Gazeta,“ segir í upphafi yfirlýsingarinnar. Knattspyrnudeild Selfoss leggur mikinn metnað í að gæta jafnræðis meðal allra þáttakenda innan deildarinnar, og gildir það jafnt um iðkendur, leikmenn og starfsfólk. Þar er stuðst við Jafnréttisáætlun og siðareglur Umf.Selfoss,“ segir enn fremur. Þá segjast Selfyssingar gera sér grein að deildin sé ekki yfir gagnrýni hafin. „Við erum stolt af okkar starfi en gerum okkur grein fyrir að það er ekki hafið yfir gagnrýni. Knattspyrnudeildin mun því nota þetta tækifæri og yfirfara verkferla í starfi deildarinnar og sjá hvar úrbóta er þörf því okkur er mikið í mun um að tryggja að upplifun allra af því að æfa og starfa fyrir félagið sé sem allra best.“ Yfirlýsing knattspyrnudeildar Selfoss „Stjórn knattspyrnudeildar Selfoss þykir miður að upplifun Chris Jastrzembski af dvölinni á Íslandi hafi verið á þá leið sem hann lýsir í viðtali við Gazeta. Knattspyrnudeild Selfoss leggur mikinn metnað í að gæta jafnræðis meðal allra þáttakenda innan deildarinnar, og gildir það jafnt um iðkendur, leikmenn og starfsfólk. Þar er stuðst við Jafnréttisáætlun og siðareglur Umf.Selfoss. Hjá deildinni starfa og æfa einstaklingar af öllum kynjum, þjóðernum og frá mismunandi menningarheimum. Sveitarfélagið Árborg er eitt af m+ottökusamfélögum landsins fyrir flóttafólk og leggur knattspyrnudeildin, og ungmennafélagið í heild, sig fram um að bjóða það velkomið í íþróttastarfið. Knattspyrnudeild Selfoss hefur í gegnum tíðina haft fjölda erlendra leikmanna á sínum snærum og hefur samstarfið alla jafna gengið mjög vel. Margir leikmanna hafa myndað sterk tengsl við sveitarfélagið og fest hér rætur. Við erum stolt af okkar starfi en gerum okkur grein fyrir að það er ekki hafið yfir gagnrýni. Knattspyrnudeildin mun því nota þetta tækifæri og yfirfara verkferla í starfi deildarinnar og sjá hvar úrbóta er þörf því okkur er mikið í mun um að tryggja að upplifun allra af því að æfa og starfa fyrir félagið sé sem allra best. Einkunnarorð Umf.Selfoss eru; Gleði-Virðing-Fagmennska og fyrir það viljum við standa.
Lengjudeild karla UMF Selfoss Kynþáttafordómar Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Sjá meira