Ferguson varði Giggs í réttarsal | Sagður hafa haldið við átta konur Valur Páll Eiríksson skrifar 20. ágúst 2022 10:01 Sir Alex Ferguson yfirgefur réttarsal í Manchester í gær. Skjáskot/Sky News Sir Alex Ferguson, fyrrum þjálfari Manchester United, og lærifaðir Ryans Giggs, sagði frá góðu sambandi sem hann hefði átt við Giggs í gegnum tíðina fyrir rétti í Manchester-borg. Giggs er sakaður um líkamsárás gegn fyrrverandi kærustu sinni, Kate Greville. Hinn áttræði Ferguson var fenginn til að bera vitni um mannkosti Giggs (e. character witness) af lögfræðiteymi hans fyrir rétti í Manchester í gær, en þá fór tíundi dagur réttarhaldanna fram. Sir Alex sagði Giggs hafa mikið jafnaðargerð og sagði um Giggs: „Að hafa átt eins langan feril og raun ber vitni í erfiðri stöðu, þegar kom að orkustigi, þá uppfyllti hann allar kröfur okkar til hans,“ Hann sagði Giggs „án efa vera sýna besta fordæmi nokkurs manns hjá félaginu,“ og að „allir hafi litið til Giggs sem fordæmi,“. Aðspurður af Chris Daw, verjanda Giggs, hvort hann hefði einhvern tíma séð Giggs missa stjórn á skapi sínu sagði Ferguson einfaldlega: „Nei“. Sakaður um ítrekað framhjáhald fyrir meinta árás Þá var lesið upp úr bréfi sem Greville sendi á Giggs þremur dögum fyrir meinta líkamsárás. Titill bréfsins var „Síðasta kveðjan“ (e. The Final Goodbye). Þar sakar Greville Giggs um að hafa haldið við að minnsta kosti átta konur á meðan sambandi þeirra stóð og kvaðst hafa vitnisburð um slíkt frá þeim konum. Greville segir Giggs þá hafa áráttu fyrir lygum og framhjáhaldi (e. compulsive liar and a cheat). Í bréfinu telur hún konurnar upp og nefnir á nafn. Þá segir hún: „Ég komst að endanum að því að ég varð ástfangin af manni sem er ekki til,“ og bætti við: „Ég er hrygg yfir því að þú gast aldrei verið hreinskilinn við mig varðandi neitt,“ Giggs neitar öllum þeim sem sökum sem hann er borinn. Hann neitar að hafa beitt stjórnandi og þvingandi hegðun gagnvart Greville frá ágúst 2017 fram í nóvember 2020, hann neitar einnig að hafa ráðist á hana og veitt henni líkamlega áverka, og neitar að hafa ráðist á systur hennar. Hann játaði þó fyrir rétti í dag að hann hafi haldið framhjá í hverju einasta sambandi sem hann hefur átt en kveðst aldrei hafa beitt konur ofbeldi. Mál Ryan Giggs Bretland Tengdar fréttir Ryan Giggs brotnaði niður og grét er hann bar vitni Áttundi dagur réttarhaldanna yfir Ryan Giggs, fyrrverandi leikmanni Manchester United og landsliðsþjálfara Wales, fór fram í gær. Hann er ásakaður um að hafa beitt þáverandi kærustu sína, Kate Greville, andlegu og líkamlegu ofbeldi þau þrjú ár sem þau voru saman. Þá er hann sakaður um að hafa gefið Emmu Greville, systur Kate, olnbogaskot. 18. ágúst 2022 12:01 Giggs segir það síðasta sem hann myndi vilja gera væri að meiða Kate andlega eða líkamlega Í gær, þriðjudag, fór sjöundi dagur réttarhaldanna yfir Ryan Giggs, fyrrverandi leikmanni Manchester United og landsliðsþjálfara Wales, fram. Hann er ásakaður um að hafa beitt þáverandi kærustu sína, Kate Greville, andlegu og líkamlegu ofbeldi þau þrjú ár sem þau voru saman. Þá er hann sakaður um að hafa gefið Emmu Greville, systur Kate, olnbogaskot. 17. ágúst 2022 09:30 Leið eins og þræl í sambandinu með Ryan Giggs Kate Greville, fyrrum kærasta Ryans Giggs, bar vitni í málinu gegn velsku knattspyrnugoðsögninni í réttarsalnum í Manchester í gær. 11. ágúst 2022 07:31 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Sjá meira
Hinn áttræði Ferguson var fenginn til að bera vitni um mannkosti Giggs (e. character witness) af lögfræðiteymi hans fyrir rétti í Manchester í gær, en þá fór tíundi dagur réttarhaldanna fram. Sir Alex sagði Giggs hafa mikið jafnaðargerð og sagði um Giggs: „Að hafa átt eins langan feril og raun ber vitni í erfiðri stöðu, þegar kom að orkustigi, þá uppfyllti hann allar kröfur okkar til hans,“ Hann sagði Giggs „án efa vera sýna besta fordæmi nokkurs manns hjá félaginu,“ og að „allir hafi litið til Giggs sem fordæmi,“. Aðspurður af Chris Daw, verjanda Giggs, hvort hann hefði einhvern tíma séð Giggs missa stjórn á skapi sínu sagði Ferguson einfaldlega: „Nei“. Sakaður um ítrekað framhjáhald fyrir meinta árás Þá var lesið upp úr bréfi sem Greville sendi á Giggs þremur dögum fyrir meinta líkamsárás. Titill bréfsins var „Síðasta kveðjan“ (e. The Final Goodbye). Þar sakar Greville Giggs um að hafa haldið við að minnsta kosti átta konur á meðan sambandi þeirra stóð og kvaðst hafa vitnisburð um slíkt frá þeim konum. Greville segir Giggs þá hafa áráttu fyrir lygum og framhjáhaldi (e. compulsive liar and a cheat). Í bréfinu telur hún konurnar upp og nefnir á nafn. Þá segir hún: „Ég komst að endanum að því að ég varð ástfangin af manni sem er ekki til,“ og bætti við: „Ég er hrygg yfir því að þú gast aldrei verið hreinskilinn við mig varðandi neitt,“ Giggs neitar öllum þeim sem sökum sem hann er borinn. Hann neitar að hafa beitt stjórnandi og þvingandi hegðun gagnvart Greville frá ágúst 2017 fram í nóvember 2020, hann neitar einnig að hafa ráðist á hana og veitt henni líkamlega áverka, og neitar að hafa ráðist á systur hennar. Hann játaði þó fyrir rétti í dag að hann hafi haldið framhjá í hverju einasta sambandi sem hann hefur átt en kveðst aldrei hafa beitt konur ofbeldi.
Mál Ryan Giggs Bretland Tengdar fréttir Ryan Giggs brotnaði niður og grét er hann bar vitni Áttundi dagur réttarhaldanna yfir Ryan Giggs, fyrrverandi leikmanni Manchester United og landsliðsþjálfara Wales, fór fram í gær. Hann er ásakaður um að hafa beitt þáverandi kærustu sína, Kate Greville, andlegu og líkamlegu ofbeldi þau þrjú ár sem þau voru saman. Þá er hann sakaður um að hafa gefið Emmu Greville, systur Kate, olnbogaskot. 18. ágúst 2022 12:01 Giggs segir það síðasta sem hann myndi vilja gera væri að meiða Kate andlega eða líkamlega Í gær, þriðjudag, fór sjöundi dagur réttarhaldanna yfir Ryan Giggs, fyrrverandi leikmanni Manchester United og landsliðsþjálfara Wales, fram. Hann er ásakaður um að hafa beitt þáverandi kærustu sína, Kate Greville, andlegu og líkamlegu ofbeldi þau þrjú ár sem þau voru saman. Þá er hann sakaður um að hafa gefið Emmu Greville, systur Kate, olnbogaskot. 17. ágúst 2022 09:30 Leið eins og þræl í sambandinu með Ryan Giggs Kate Greville, fyrrum kærasta Ryans Giggs, bar vitni í málinu gegn velsku knattspyrnugoðsögninni í réttarsalnum í Manchester í gær. 11. ágúst 2022 07:31 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Sjá meira
Ryan Giggs brotnaði niður og grét er hann bar vitni Áttundi dagur réttarhaldanna yfir Ryan Giggs, fyrrverandi leikmanni Manchester United og landsliðsþjálfara Wales, fór fram í gær. Hann er ásakaður um að hafa beitt þáverandi kærustu sína, Kate Greville, andlegu og líkamlegu ofbeldi þau þrjú ár sem þau voru saman. Þá er hann sakaður um að hafa gefið Emmu Greville, systur Kate, olnbogaskot. 18. ágúst 2022 12:01
Giggs segir það síðasta sem hann myndi vilja gera væri að meiða Kate andlega eða líkamlega Í gær, þriðjudag, fór sjöundi dagur réttarhaldanna yfir Ryan Giggs, fyrrverandi leikmanni Manchester United og landsliðsþjálfara Wales, fram. Hann er ásakaður um að hafa beitt þáverandi kærustu sína, Kate Greville, andlegu og líkamlegu ofbeldi þau þrjú ár sem þau voru saman. Þá er hann sakaður um að hafa gefið Emmu Greville, systur Kate, olnbogaskot. 17. ágúst 2022 09:30
Leið eins og þræl í sambandinu með Ryan Giggs Kate Greville, fyrrum kærasta Ryans Giggs, bar vitni í málinu gegn velsku knattspyrnugoðsögninni í réttarsalnum í Manchester í gær. 11. ágúst 2022 07:31