Eyjamenn sigruðu Ragnarsmótið og heimamenn tóku þriðja sætið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. ágúst 2022 17:48 ÍBV bar sigur úr býtum á Ragnarsmótinu í handbolta. UMF Selfoss ÍBV bar sigur úr býtum á Ragnarsmótinu í handbolta sem fór fram á Selfossi í vikunni, en leikið var til úrslita í dag. Eyjamenn mættu Aftureldingu í úrslitum og unnu öruggan 13 marka sigur, 35-22. Ragnarsmótið er árlegt minningarmót sem haldið er á Selfossi til minningar um Ragnar Hjálmtýsson sem lést í bílslysi árið 1988, aðeins 18 ára að aldri. Mótið hefur verið haldið frá árinu 1989 og var þetta því í 33. skipti sem mótið er haldið. Úrslitaleikur ÍBV og Aftureldingar var nokkuð jafn framan af og Eyjamenn leiddu aðeins með tveimur mörkum í hálfleik, 15-13. Eyjamenn skelltu hins vegar í lás á lokametrum leiksins og Afturelding skoraði aðeins eitt mark á seinustu 16 mínútum leiksins. Eyjamenn gengu á lagið og unnu að lokum öruggan 13 marka sigur, 35-22, og tryggðu sér um leið sigur á Ragnarsmótinu. Rúnar Kárason var markahæstur í liði ÍBV með sjö mörk, en Árni Bragi Eyjólfsson dró vagninn í liði Aftureldingar og skoraði sex mörk. Í leiknum um þriðja sæti mótsins mættust heimamenn í Selfossi og Fram. Framarar leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 19-17, og náðu þriggja marka forskoti um miðjan seinni hálfleikinn. Selfyssingar snéru taflinu þó sér í vil og unnu að lokum sex marka sigur, 37-31. Ísak Gústafsson var markahæstur í liði Selfyssinga með sjö mörk, en Þorsteinn Gauti Hjálmarsson var atkvæðamestur í liði Fram með tólf stykki. Þá mættust Hörður og KA í leiknum um fimmta sæti þar sem Vestfirðingarnir höfðu betur, 34-31. KA-menn leiddu í hálfleik, 16-15, en Harðarmenn reyndust sterkari í síðari hálfleik og tryggðu sér fimmta sæti mótsins með þriggja marka sigri. Jón Ómar Gíslason skoraði tíu mörk í liði Harðar, en í liði KA var Einar Birgir Stefánsson markahæstur með sjö mörk. Handbolti UMF Selfoss ÍBV Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan Sjá meira
Ragnarsmótið er árlegt minningarmót sem haldið er á Selfossi til minningar um Ragnar Hjálmtýsson sem lést í bílslysi árið 1988, aðeins 18 ára að aldri. Mótið hefur verið haldið frá árinu 1989 og var þetta því í 33. skipti sem mótið er haldið. Úrslitaleikur ÍBV og Aftureldingar var nokkuð jafn framan af og Eyjamenn leiddu aðeins með tveimur mörkum í hálfleik, 15-13. Eyjamenn skelltu hins vegar í lás á lokametrum leiksins og Afturelding skoraði aðeins eitt mark á seinustu 16 mínútum leiksins. Eyjamenn gengu á lagið og unnu að lokum öruggan 13 marka sigur, 35-22, og tryggðu sér um leið sigur á Ragnarsmótinu. Rúnar Kárason var markahæstur í liði ÍBV með sjö mörk, en Árni Bragi Eyjólfsson dró vagninn í liði Aftureldingar og skoraði sex mörk. Í leiknum um þriðja sæti mótsins mættust heimamenn í Selfossi og Fram. Framarar leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 19-17, og náðu þriggja marka forskoti um miðjan seinni hálfleikinn. Selfyssingar snéru taflinu þó sér í vil og unnu að lokum sex marka sigur, 37-31. Ísak Gústafsson var markahæstur í liði Selfyssinga með sjö mörk, en Þorsteinn Gauti Hjálmarsson var atkvæðamestur í liði Fram með tólf stykki. Þá mættust Hörður og KA í leiknum um fimmta sæti þar sem Vestfirðingarnir höfðu betur, 34-31. KA-menn leiddu í hálfleik, 16-15, en Harðarmenn reyndust sterkari í síðari hálfleik og tryggðu sér fimmta sæti mótsins með þriggja marka sigri. Jón Ómar Gíslason skoraði tíu mörk í liði Harðar, en í liði KA var Einar Birgir Stefánsson markahæstur með sjö mörk.
Handbolti UMF Selfoss ÍBV Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan Sjá meira