Fimm bestu félagsskiptin: Eftirsóttasti bitinn en fór í heimahaga pabba Sindri Sverrisson skrifar 24. ágúst 2022 10:31 Leikstjórnandinn Hergeir Grímsson gekk í raðir Stjörnunnar. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Stjarnan hefur staðið sig best í að ná í leikmenn í sumar fyrir komandi átök í Olís-deild karla í handbolta, miðað við topp fimm lista Handkastsins yfir bestu félagaskiptin. Arnar Daði Arnarsson, sem þjálfaði Gróttu í Olís-deildinni síðustu ár, valdi fimm bestu félagaskiptin í nýjasta þætti Handkastsins sem hægt er að hlusta á hér að neðan, eða á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Arnar Daði nefndi að það að Afturelding hafi fengið markvörðinn Jovan Kukobat frá Víkingi væru þau félagaskipti sem hefðu verið næst því að komast á listann, en topp fimm listann má sjá hér að neðan. Umræðan í þættinum hefst eftir hálftíma hlustun. 5. Ísak Rafnsson úr FH í ÍBV „Ég held að þetta sé mjög gott „sign“ fyrir ÍBV. Múra betur fyrir vörnina. Rúnar Kárason var allt of mikið að spila þrist hjá þeim í 6-0 vörninni í fyrra. Núna geta verið þarna Róbert Sigurðsson og Ísak Rafnsson. Tveir fautar, með hæð og reynslu og gæði,“ sagði Arnar Daði. 4. Jóhann Karl Reynisson í Stjörnuna Jóhann Karl hætti í handbolta fyrir nokkrum árum en snýr nú aftur með liði Stjörnunnar. „Hann fékk höfuðhögg og það var ástæðan fyrir því að hann hætti. Vonandi helst hann fjarri því að fá höfuðhögg því þetta er ótrúlega skemmtilegt „sign“. Stjörnuvörnin var alls ekki nógu góð í fyrra en Jóhann á að fylla í skarð Sverris Eyjólfssonar sem er tekinn við Fjölni í Grill 66 deildinni,“ sagði Arnar Daði. Jóhannes Berg Andrason spilar í FH í vetur líkt og pabbi hans gerði.VÍSIR/HULDA MARGRÉT 3. Jóhannes Berg Andrason úr Víkingi í FH „Þetta var eftirsóttasti bitinn á markaðnum hérna heima. Það var löngu vitað að Víkingar myndu falla og flest lið í deildinni höfðu samband við hann. En hann fór í heimahaga pabba gamla [Andra Bergs Haraldssonar]. FH-ingar misstu Gytis Smantauskas sem náði alls ekki að sýna sitt rétta andlit í fyrra,“ sagði Arnar Daði, en Jóhannes Berg er örvhent skytta líkt og Smantauskas. 2. Aron Dagur Pálsson úr Elverum í Val „Hann var gríðarlega eftirsóttur af 4-5 bestu liðunum í deildinni. Ég held að maður geti sagt að hann náði ekki að sýna sitt rétta andlit úti. Hann var bara orðinn samningslaus og það var hans von og trú að hann gæti haldið atvinnumannsferlinum úti, en nú er hann kominn í langbesta liðið á landinu í Val, og á leið í Evrópukeppni. Þetta er fyrir mér því bara betra fyrir hann, að koma heim og spila í Evrópukeppni og ná í titla,“ sagði Arnar Daði. 1. Hergeir Grímsson úr Selfossi í Stjörnuna „Þetta eru mjög athyglisverð félagaskipti því þau voru ljós svo snemma, í janúar eða febrúar. Patti [Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, sem þjálfaði Hergeir hjá Selfossi] talar gríðarlega vel um Hergeir og hann er einn besti leikmaðurinn í deildinni á marga vegu. Í vörn og sókn, alltaf glaður og ef hann er fúll þá hefur hann átt virkilega erfiðan leik. Það er óvænt að Stjarnan hafi náð að klófesta hann,“ sagði Arnar Daði. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Handkastið Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjá meira
Arnar Daði Arnarsson, sem þjálfaði Gróttu í Olís-deildinni síðustu ár, valdi fimm bestu félagaskiptin í nýjasta þætti Handkastsins sem hægt er að hlusta á hér að neðan, eða á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Arnar Daði nefndi að það að Afturelding hafi fengið markvörðinn Jovan Kukobat frá Víkingi væru þau félagaskipti sem hefðu verið næst því að komast á listann, en topp fimm listann má sjá hér að neðan. Umræðan í þættinum hefst eftir hálftíma hlustun. 5. Ísak Rafnsson úr FH í ÍBV „Ég held að þetta sé mjög gott „sign“ fyrir ÍBV. Múra betur fyrir vörnina. Rúnar Kárason var allt of mikið að spila þrist hjá þeim í 6-0 vörninni í fyrra. Núna geta verið þarna Róbert Sigurðsson og Ísak Rafnsson. Tveir fautar, með hæð og reynslu og gæði,“ sagði Arnar Daði. 4. Jóhann Karl Reynisson í Stjörnuna Jóhann Karl hætti í handbolta fyrir nokkrum árum en snýr nú aftur með liði Stjörnunnar. „Hann fékk höfuðhögg og það var ástæðan fyrir því að hann hætti. Vonandi helst hann fjarri því að fá höfuðhögg því þetta er ótrúlega skemmtilegt „sign“. Stjörnuvörnin var alls ekki nógu góð í fyrra en Jóhann á að fylla í skarð Sverris Eyjólfssonar sem er tekinn við Fjölni í Grill 66 deildinni,“ sagði Arnar Daði. Jóhannes Berg Andrason spilar í FH í vetur líkt og pabbi hans gerði.VÍSIR/HULDA MARGRÉT 3. Jóhannes Berg Andrason úr Víkingi í FH „Þetta var eftirsóttasti bitinn á markaðnum hérna heima. Það var löngu vitað að Víkingar myndu falla og flest lið í deildinni höfðu samband við hann. En hann fór í heimahaga pabba gamla [Andra Bergs Haraldssonar]. FH-ingar misstu Gytis Smantauskas sem náði alls ekki að sýna sitt rétta andlit í fyrra,“ sagði Arnar Daði, en Jóhannes Berg er örvhent skytta líkt og Smantauskas. 2. Aron Dagur Pálsson úr Elverum í Val „Hann var gríðarlega eftirsóttur af 4-5 bestu liðunum í deildinni. Ég held að maður geti sagt að hann náði ekki að sýna sitt rétta andlit úti. Hann var bara orðinn samningslaus og það var hans von og trú að hann gæti haldið atvinnumannsferlinum úti, en nú er hann kominn í langbesta liðið á landinu í Val, og á leið í Evrópukeppni. Þetta er fyrir mér því bara betra fyrir hann, að koma heim og spila í Evrópukeppni og ná í titla,“ sagði Arnar Daði. 1. Hergeir Grímsson úr Selfossi í Stjörnuna „Þetta eru mjög athyglisverð félagaskipti því þau voru ljós svo snemma, í janúar eða febrúar. Patti [Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, sem þjálfaði Hergeir hjá Selfossi] talar gríðarlega vel um Hergeir og hann er einn besti leikmaðurinn í deildinni á marga vegu. Í vörn og sókn, alltaf glaður og ef hann er fúll þá hefur hann átt virkilega erfiðan leik. Það er óvænt að Stjarnan hafi náð að klófesta hann,“ sagði Arnar Daði. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Handkastið Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjá meira