Stríðsástand í stúkunni eftir Stokkhólmsslaginn Valur Páll Eiríksson skrifar 29. ágúst 2022 07:31 Stuðningsmenn Hammarby áður en öryggisgirðing á milli þeirra og stuðningsmanna AIK var brotin niður. Dagens Nyheter/Jonathan Näckstrand/Bildbyrån Óhætt er að segja að stemningin hafi ekki verið vinaleg á Friends Arena í Stokkhólmi í gær eftir 2-2 jafntefli grannliðanna AIK og Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Lögreglan í sænsku höfuðborginni er með málið til rannsóknar. Eftir að leik lauk brutust út mikil slagsmál milli stuðningsmanna liðanna þar sem þeir brutu niður girðingu sem aðskildi tilskipuð svæði þeirra. Öryggisverðir þurftu að stíga á milli manna en það voru ekki aðeins hnefarnir sem voru látnir tala þar sem stuðningsmenn beggja liða skutu einnig skotblysum í átt að hvorum öðrum. Sænska ríkissjónvarpið, SVT, greinir frá því að lögregla rannsaki tvö mismunandi atvik uppþots í stúkunni. „Stuðningsfólkið gerði aðsúg að hvoru öðru á mismunandi stöðum í stúkunni. Eftir það voru uppþot á tveimur mismunandi stöðum á vellinum. Í uppþotinu beitti fólk hvoru öðru grófu ofbeldi og flugeldaskotum,“ hefur SVT eftir Ola Österling, talsmanni lögreglunnar í Stokkhólmi. Stökiga scener efter stockholmsderbyt på Friends Arena pic.twitter.com/gZVHhTqthk— discovery+ sport (@dplus_sportSE) August 28, 2022 Österling segir þá skýrt að öryggisáætlun hafi mistekist. „Það er á ábyrgð skipuleggjanda leiksins, og þeir verða að hafa stuðning lögreglunnar. Það hefur sýnt sig að stuðningsmenn hafa getað komist hjá öryggisgæslu á vellinum til að beita hvora aðra ofbeldi. En auðvitað munum við rannsaka hvað fór úrskeiðis í öryggisáætlun skipuleggjenda með þeim,“ segir hann. Í frétt SVT segir þá að fjölmargir gerendanna séu þekktar fótboltabullur og séu ekki á borði lögreglu í fyrsta sinn. Þónokkrar handtökur hafi verið gerðar í gær. Þá sakaði engan alvarlega en þónokkrir sáust flýja vettvang blóðugir. Slagsmál brutust einnig út í Årsta-hverfi í Stokkhólmi eftir leik í gær. Þar voru 97 handteknir. Líklegt þykir að AIK og Hammarby eigi sektir yfir höfði sér vegna atvika gærdagsins. Hammarby er í 2. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 40 stig en AIK er með 36 stig í fjórða sæti. Sænski boltinn Svíþjóð Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Eftir að leik lauk brutust út mikil slagsmál milli stuðningsmanna liðanna þar sem þeir brutu niður girðingu sem aðskildi tilskipuð svæði þeirra. Öryggisverðir þurftu að stíga á milli manna en það voru ekki aðeins hnefarnir sem voru látnir tala þar sem stuðningsmenn beggja liða skutu einnig skotblysum í átt að hvorum öðrum. Sænska ríkissjónvarpið, SVT, greinir frá því að lögregla rannsaki tvö mismunandi atvik uppþots í stúkunni. „Stuðningsfólkið gerði aðsúg að hvoru öðru á mismunandi stöðum í stúkunni. Eftir það voru uppþot á tveimur mismunandi stöðum á vellinum. Í uppþotinu beitti fólk hvoru öðru grófu ofbeldi og flugeldaskotum,“ hefur SVT eftir Ola Österling, talsmanni lögreglunnar í Stokkhólmi. Stökiga scener efter stockholmsderbyt på Friends Arena pic.twitter.com/gZVHhTqthk— discovery+ sport (@dplus_sportSE) August 28, 2022 Österling segir þá skýrt að öryggisáætlun hafi mistekist. „Það er á ábyrgð skipuleggjanda leiksins, og þeir verða að hafa stuðning lögreglunnar. Það hefur sýnt sig að stuðningsmenn hafa getað komist hjá öryggisgæslu á vellinum til að beita hvora aðra ofbeldi. En auðvitað munum við rannsaka hvað fór úrskeiðis í öryggisáætlun skipuleggjenda með þeim,“ segir hann. Í frétt SVT segir þá að fjölmargir gerendanna séu þekktar fótboltabullur og séu ekki á borði lögreglu í fyrsta sinn. Þónokkrar handtökur hafi verið gerðar í gær. Þá sakaði engan alvarlega en þónokkrir sáust flýja vettvang blóðugir. Slagsmál brutust einnig út í Årsta-hverfi í Stokkhólmi eftir leik í gær. Þar voru 97 handteknir. Líklegt þykir að AIK og Hammarby eigi sektir yfir höfði sér vegna atvika gærdagsins. Hammarby er í 2. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 40 stig en AIK er með 36 stig í fjórða sæti.
Sænski boltinn Svíþjóð Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira