„Þetta var mjög slæmur tími“ Sindri Sverrisson skrifar 29. ágúst 2022 12:00 Aron Rafn Eðvarðsson hefur síðastliðinn mánuð byrjað að hjóla á þrekhjóli en virðist eiga langt í land með að spila handbolta á nýjan leik. Það ætlar hann sér þó að gera. Stöð 2 Aron Rafn Eðvarðsson, einn besti handboltamarkvörður landsins um langt árabil, fékk bolta í höfuðið í byrjun mars og hefur síðan þá lítið getað æft handbolta eða stundað vinnu. Fyrstu vikurnar eftir höggið voru sérstaklega slæmar. „Þetta er búinn að vera mjög strembinn tími,“ segir Aron í samtali við Guðjón Guðmundsson, á þrekhjóli á Ásvöllum. Hann er leikmaður Hauka en ólíklegt er að hann spili nokkuð fyrir liðið í vetur eftir enn eitt alvarlega höfuðhöggið á sínum ferli. „Fyrstu sex vikurnar [eftir höggið í mars] gat ég varla farið út úr húsi. Ég var bara rúmliggjandi og var með mjög mikla ljósfælni. Þetta var mjög slæmur tími. Síðan er þetta búið að vera stigvaxandi. Ég get núna sinnt vinnu, hugsað um barnið mitt og sinnt þessum helstu heimilisstörfum heima. En það er það mesta sem ég get gert í dag,“ segir Aron sem er raunar rétt byrjaður að geta hjóla á þrekhjóli: Höfuðverkur, ógleði og svimi við að hjóla „Ég byrjaði á því 25. júlí, hjólaði löturhægt og þurfti að hætta því ég fékk bara höfuðverk, ógleði og svima. Allt sem þessum leiðindum fylgja. Í þessum tilvikum getur þetta verið allt frá tveimur vikum og upp í mörg ár. Þetta er erfitt og sérstaklega núna þegar handboltinn er að byrja. Þá kitlar mann svakalega í að fá að vera með. En svo hugsar maður líka um að það er margt annað þarna úti sem ég get gert. Það er ekki bara handbolti. Svo er líka margt annað í kringum handboltann eins og ég hef hallað mér meira að eftir að ég komst á lappir. Það er til dæmis markmannsþjálfun og að nýta mína reynslu til að kenna öðrum. Það er þannig sem ég lít á alla vega þetta tímabil,“ segir Aron Rafn sem er hins vegar ekki tilbúinn að leggja skóna á hilluna, og ekki hræddur við að snúa aftur á völlinn þegar heilsan leyfir. Hann vinnur að því: „Já, alveg klárlega. Ég er búinn að vera í stöðugum samskiptum við Elís Þór Rafnsson [sjúkraþjálfara] sem er búinn að hjálpa mér mjög mikið. Ég er reglulegur gestur hjá honum uppi í Orkuhúsi og við höldum áfram að þrjóskast saman,“ segir Aron. Klippa: Aron Rafn og höfuðmeiðslin Skot í höfuð hluti af starfslýsingunni En er það þannig að hann sjái fyrir endann á þessu? „Ekki eins og staðan er í dag, nei. Mér finnst ólíklegt að ég spili aftur… Ég veit það ekki. Mig langar ekki að segja þessi orð. En það er stundum þannig að maður þarf að líta á raunveruleikann og sætta sig við hann Eins og ég hef alltaf sagt þá er þetta hluti af starfslýsingu markvarða. Hérna áður fyrr fögnuðum við bara mest þegar við fengum boltann í höfuðið. En afleiðingarnar geta verið mjög vondar og slæmar, eins og í mínu tilviki og margra annarra sem hafa fengið boltann í höfuðið,“ segir Aron. Aron Rafn Eðvarðsson hefur verið frá keppni síðan í byrjun mars.Vísir/Vilhelm Fyrsti heilahristingurinn eftir viljandi skot í höfuðið Aðspurður hvort að hann telji að mögulega reyni leikmenn stundum að skjóta í átt að höfði markvarða, til að losna við þá úr markinu, segir Aron: „Ég trúi því ekki að það séu menn sem reyna að skjóta í hausinn á markmönnunum en það eru ábyggilega einhverjir þarna úti sem vilja taka markmanninn út með því að skjóta í hausinn á þeim. Ég veit það fyrir víst að þegar ég fékk minn fyrsta heilahristing þá var það frá leikmanni sem spilaði þá með Vardar, sem ég hafði varið mörg skot frá, og hann ákvað að hann vildi taka mig úr leik og skaut í höfuðið á mér. Það eru því enn einhverjir þarna úti sem reyna að taka markmanninn út á þennan hátt, en ég held nú að flestir séu að reyna að skora þegar þeir skjóta í kringum hausinn.“ Handbolti Haukar Olís-deild karla Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Enski boltinn Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Sjá meira
„Þetta er búinn að vera mjög strembinn tími,“ segir Aron í samtali við Guðjón Guðmundsson, á þrekhjóli á Ásvöllum. Hann er leikmaður Hauka en ólíklegt er að hann spili nokkuð fyrir liðið í vetur eftir enn eitt alvarlega höfuðhöggið á sínum ferli. „Fyrstu sex vikurnar [eftir höggið í mars] gat ég varla farið út úr húsi. Ég var bara rúmliggjandi og var með mjög mikla ljósfælni. Þetta var mjög slæmur tími. Síðan er þetta búið að vera stigvaxandi. Ég get núna sinnt vinnu, hugsað um barnið mitt og sinnt þessum helstu heimilisstörfum heima. En það er það mesta sem ég get gert í dag,“ segir Aron sem er raunar rétt byrjaður að geta hjóla á þrekhjóli: Höfuðverkur, ógleði og svimi við að hjóla „Ég byrjaði á því 25. júlí, hjólaði löturhægt og þurfti að hætta því ég fékk bara höfuðverk, ógleði og svima. Allt sem þessum leiðindum fylgja. Í þessum tilvikum getur þetta verið allt frá tveimur vikum og upp í mörg ár. Þetta er erfitt og sérstaklega núna þegar handboltinn er að byrja. Þá kitlar mann svakalega í að fá að vera með. En svo hugsar maður líka um að það er margt annað þarna úti sem ég get gert. Það er ekki bara handbolti. Svo er líka margt annað í kringum handboltann eins og ég hef hallað mér meira að eftir að ég komst á lappir. Það er til dæmis markmannsþjálfun og að nýta mína reynslu til að kenna öðrum. Það er þannig sem ég lít á alla vega þetta tímabil,“ segir Aron Rafn sem er hins vegar ekki tilbúinn að leggja skóna á hilluna, og ekki hræddur við að snúa aftur á völlinn þegar heilsan leyfir. Hann vinnur að því: „Já, alveg klárlega. Ég er búinn að vera í stöðugum samskiptum við Elís Þór Rafnsson [sjúkraþjálfara] sem er búinn að hjálpa mér mjög mikið. Ég er reglulegur gestur hjá honum uppi í Orkuhúsi og við höldum áfram að þrjóskast saman,“ segir Aron. Klippa: Aron Rafn og höfuðmeiðslin Skot í höfuð hluti af starfslýsingunni En er það þannig að hann sjái fyrir endann á þessu? „Ekki eins og staðan er í dag, nei. Mér finnst ólíklegt að ég spili aftur… Ég veit það ekki. Mig langar ekki að segja þessi orð. En það er stundum þannig að maður þarf að líta á raunveruleikann og sætta sig við hann Eins og ég hef alltaf sagt þá er þetta hluti af starfslýsingu markvarða. Hérna áður fyrr fögnuðum við bara mest þegar við fengum boltann í höfuðið. En afleiðingarnar geta verið mjög vondar og slæmar, eins og í mínu tilviki og margra annarra sem hafa fengið boltann í höfuðið,“ segir Aron. Aron Rafn Eðvarðsson hefur verið frá keppni síðan í byrjun mars.Vísir/Vilhelm Fyrsti heilahristingurinn eftir viljandi skot í höfuðið Aðspurður hvort að hann telji að mögulega reyni leikmenn stundum að skjóta í átt að höfði markvarða, til að losna við þá úr markinu, segir Aron: „Ég trúi því ekki að það séu menn sem reyna að skjóta í hausinn á markmönnunum en það eru ábyggilega einhverjir þarna úti sem vilja taka markmanninn út með því að skjóta í hausinn á þeim. Ég veit það fyrir víst að þegar ég fékk minn fyrsta heilahristing þá var það frá leikmanni sem spilaði þá með Vardar, sem ég hafði varið mörg skot frá, og hann ákvað að hann vildi taka mig úr leik og skaut í höfuðið á mér. Það eru því enn einhverjir þarna úti sem reyna að taka markmanninn út á þennan hátt, en ég held nú að flestir séu að reyna að skora þegar þeir skjóta í kringum hausinn.“
Handbolti Haukar Olís-deild karla Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Enski boltinn Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Sjá meira