„Við erum allar mjög góðar fyrirmyndir“ Stefán Árni Pálsson skrifar 31. ágúst 2022 11:31 Hópurinn í heild sinni. Raunveruleikaþættirnir LXS hófu göngu sína á Stöð 2 á dögunum en í þáttunum er fylgst með lífi vinsælustu samfélagsmiðlastjarna landsins. Þær Birgitta Líf, Ástrós Trausta, Magnea Björg, Sunneva Einars og Ína María mynda þennan umtalaða vinkonuhóp sem fylgst er með í þáttunum. Sindri Sindrason hitti þessar flottu konur í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og fékk að kynnast hópnum fyrir komandi þætti í seríunni en þættirnir LXS eru á dagskrá Stöðvar 2 á miðvikudagskvöldum. „Þetta byrjaði allt með að Birgitta Líf fékk skilaboð á Instagram og var hún spurð út í það hvort við værum tilbúnar í þetta verkefni,“ segir Sunneva Einarsdóttir en þær voru ekki alveg tilbúnar að segja áhorfendum frá því fyrir hvað LXS stæði fyrir. Sunneva er með flesta fylgjendur á Instagram eða um 57 þúsund. Hópurinn fær oft á tíðum yfir sig heldur ósmekklegar athugasemdir á samfélagsmiðlum. View this post on Instagram A post shared by Sunneva Eir Einarsdóttir 🦋 (@sunnevaeinarss) Þær segjast allar ekkert lesa athugasemdirnar, allar nema Magnea Björg. „Ég hugsa bara hvað skildi vera fara í gegnum hausinn á fólki sem er að commenta undir grein á Facebook,“ segir Magnea. „Því fleiri comment, því lengra fer fréttin og þannig að endilega commentið eins og þið viljið,“ segir Ástrós og horfir ákveðin inn í myndavélina. View this post on Instagram A post shared by Birgitta Líf Björnsdóttir (@birgittalif) Sindri spurði þær hvort það yrði eitthvað drama í seríunni. „Það verður eitthvað drama en við stöndum hér allar hlið við hlið í dag og erum ennþá vinkonur,“ segir Sunneva sem var spurð hver væri mesta dramadrottningin. „Hún er þarna á endanum,“ segir Sunneva og benti á Birgittu Líf. „Ha? Er ég mesta dramadrottningin? Nú verður drama,“ segir Birgitta og hlær. „Ég skal alveg segja að ég er alveg mesta frekjan og ef það er að vera dramadrottning, þá bara já.“ Stundum er umræða um að þessar konur séu ekki góðar fyrirmyndir. Þá tekur Birgitta Líf boltann. „Ég get heilshugar sagt að við erum allar mjög góðar fyrirmyndir. Við erum ótrúlega heilbrigðar og erum að gera ótrúlega flotta hluti. Við erum sjálfstæðar með gott sjálfstraust og ég myndi vilja að dætur mínar í framtíðinni myndu horfa á okkur,“ segir Birgitta Líf. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag LXS Samfélagsmiðlar Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fleiri fréttir „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Sjá meira
Þær Birgitta Líf, Ástrós Trausta, Magnea Björg, Sunneva Einars og Ína María mynda þennan umtalaða vinkonuhóp sem fylgst er með í þáttunum. Sindri Sindrason hitti þessar flottu konur í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og fékk að kynnast hópnum fyrir komandi þætti í seríunni en þættirnir LXS eru á dagskrá Stöðvar 2 á miðvikudagskvöldum. „Þetta byrjaði allt með að Birgitta Líf fékk skilaboð á Instagram og var hún spurð út í það hvort við værum tilbúnar í þetta verkefni,“ segir Sunneva Einarsdóttir en þær voru ekki alveg tilbúnar að segja áhorfendum frá því fyrir hvað LXS stæði fyrir. Sunneva er með flesta fylgjendur á Instagram eða um 57 þúsund. Hópurinn fær oft á tíðum yfir sig heldur ósmekklegar athugasemdir á samfélagsmiðlum. View this post on Instagram A post shared by Sunneva Eir Einarsdóttir 🦋 (@sunnevaeinarss) Þær segjast allar ekkert lesa athugasemdirnar, allar nema Magnea Björg. „Ég hugsa bara hvað skildi vera fara í gegnum hausinn á fólki sem er að commenta undir grein á Facebook,“ segir Magnea. „Því fleiri comment, því lengra fer fréttin og þannig að endilega commentið eins og þið viljið,“ segir Ástrós og horfir ákveðin inn í myndavélina. View this post on Instagram A post shared by Birgitta Líf Björnsdóttir (@birgittalif) Sindri spurði þær hvort það yrði eitthvað drama í seríunni. „Það verður eitthvað drama en við stöndum hér allar hlið við hlið í dag og erum ennþá vinkonur,“ segir Sunneva sem var spurð hver væri mesta dramadrottningin. „Hún er þarna á endanum,“ segir Sunneva og benti á Birgittu Líf. „Ha? Er ég mesta dramadrottningin? Nú verður drama,“ segir Birgitta og hlær. „Ég skal alveg segja að ég er alveg mesta frekjan og ef það er að vera dramadrottning, þá bara já.“ Stundum er umræða um að þessar konur séu ekki góðar fyrirmyndir. Þá tekur Birgitta Líf boltann. „Ég get heilshugar sagt að við erum allar mjög góðar fyrirmyndir. Við erum ótrúlega heilbrigðar og erum að gera ótrúlega flotta hluti. Við erum sjálfstæðar með gott sjálfstraust og ég myndi vilja að dætur mínar í framtíðinni myndu horfa á okkur,“ segir Birgitta Líf. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag LXS Samfélagsmiðlar Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fleiri fréttir „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Sjá meira