Flúðadraumur Almars úti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. ágúst 2022 10:14 Almar Þór Þorgeirsson bakari og eiginkona hans Ólöf Ingibergsdóttir eru öflug í bakstrinum á Suðurlandi. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamenn gráta lokun bakarísins á staðnum. Eftir rúmlega árs rekstur á Flúðum hafa bakarahjónin Almar Þór Þorgeirsson og Ólöf Ingibergsdóttir ákveðið að hætta rekstri. „Þetta var ákveðið tjón fyrir okkur. Stundum þarf maður að sætta sig við ákveðið tap áður en maður tapar meira,“ segir Almar í samtali við Vísi. Málið sé einfalt. Kostnaðurinn hafi verið hár og innkoman of lág. Fjallað var um opnunina á vef Veitingageirans í maí í fyrra. Þá var Ólöf til viðtals. „Almar er draumóramaðurinn í okkar sambandi, hann hafði dreymt um að eiga bakarí og sá draumur rættist 2009 og síðan á hann (við) bakarí í dag, það nýjasta er á Flúðum,“ sagði Ólöf. Þau reka einnig bakarí í Hveragerði, Selfossi og á Hellu. Þar gengur reksturinn vel. „Þar erum við á þjóðvegi 1, í alfaraleið. Flúðir eru ekki alveg í leiðinni,“ segir Almar. Ellefu þúsund íbúar séu í Árborg, þrjú þúsund í Hveragerði og Hella sístækkandi. „Litli staðurinn var ekki alveg að ganga upp hjá mér. Það er erfitt að reka þetta fjóra mánuði í ári,“ segir Almar. Hann vísar til þess hve miklu stærra samfélagið sé á sumrin, með íslenskum og erlendum ferðamönnum. En svona sé staðan víða úti á landi. „Kostnaðarliðirnir eru jafnháir á veturna og sumrin. Leigan lækkar ekki á veturna, þessi fasti kostnaður,“ segir Almar. Nokkur fjöldi hafi lagt leið sína í bakaríið í gær, síðasta opnunardaginn. „Það var fín sala þannig séð. Ég veit að það er mikil eftirsjá hjá Hrunamönnum. Þetta er drepleiðinlegt,“ segir Almar. Hrunamenn séu bara ekki nógu margir, ekki enn þá. Almar horfir þó björtum augum fram á veginn. Þegar einn gluggi lokist þá hljóti annar að opnast, eins og hann kemst að orði. Bakarí Hrunamannahreppur Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Sjá meira
„Þetta var ákveðið tjón fyrir okkur. Stundum þarf maður að sætta sig við ákveðið tap áður en maður tapar meira,“ segir Almar í samtali við Vísi. Málið sé einfalt. Kostnaðurinn hafi verið hár og innkoman of lág. Fjallað var um opnunina á vef Veitingageirans í maí í fyrra. Þá var Ólöf til viðtals. „Almar er draumóramaðurinn í okkar sambandi, hann hafði dreymt um að eiga bakarí og sá draumur rættist 2009 og síðan á hann (við) bakarí í dag, það nýjasta er á Flúðum,“ sagði Ólöf. Þau reka einnig bakarí í Hveragerði, Selfossi og á Hellu. Þar gengur reksturinn vel. „Þar erum við á þjóðvegi 1, í alfaraleið. Flúðir eru ekki alveg í leiðinni,“ segir Almar. Ellefu þúsund íbúar séu í Árborg, þrjú þúsund í Hveragerði og Hella sístækkandi. „Litli staðurinn var ekki alveg að ganga upp hjá mér. Það er erfitt að reka þetta fjóra mánuði í ári,“ segir Almar. Hann vísar til þess hve miklu stærra samfélagið sé á sumrin, með íslenskum og erlendum ferðamönnum. En svona sé staðan víða úti á landi. „Kostnaðarliðirnir eru jafnháir á veturna og sumrin. Leigan lækkar ekki á veturna, þessi fasti kostnaður,“ segir Almar. Nokkur fjöldi hafi lagt leið sína í bakaríið í gær, síðasta opnunardaginn. „Það var fín sala þannig séð. Ég veit að það er mikil eftirsjá hjá Hrunamönnum. Þetta er drepleiðinlegt,“ segir Almar. Hrunamenn séu bara ekki nógu margir, ekki enn þá. Almar horfir þó björtum augum fram á veginn. Þegar einn gluggi lokist þá hljóti annar að opnast, eins og hann kemst að orði.
Bakarí Hrunamannahreppur Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Sjá meira