Missti röddina og hætti í miðjum tónleikum Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2022 14:30 The Weeknd á tónleikum í Kanada í síðasta mánuði. AP/Darryl Dyck Tónlistarmaðurinn Weeknd, sem heitir réttu nafni Abel Tesfaye, og er frá Kanada, hætti að syngja á tónleikum í gær og gekk af sviðinu eftir að hafa misst röddina. Hann var hálfnaður með þriðja lag sitt þegar hann gekk út og skildi um sjötíu þúsund undrandi áhorfendur eftir. Hann sneri þó aftur á svið og sagðist vera miður sín yfir því að geta ekki gefið þeim þá tónleika sem þau áttu skilið. „Ég vil biðja ykkur afsökunar. Ég veit ekki hvað var að gerast þegar ég öskraði, en ég missti röddina,“ sagði hann samkvæmt frétt Yahoo. „Þetta er að gera út af við mig. Ég vil ekki hætta en ég get ekki gefið ykkur þá tónleika sem ég vil gefa ykkur.“ Tesfaye sagði að allir myndu fá endurgreitt og að hann myndi halda aðra tónleika í Los Angeles um leið og hann gæti. Hann ítrekaði það svo á Twitter. pic.twitter.com/wJ73kRWxRC— The Weeknd (@theweeknd) September 4, 2022 Yahoo segir tónleikagesti hafa verið óvissa um hvað hann hefði sagt og hvort það hefði mögulega verið hluti af sýningunni. Um tveimur mínútum eftir að Tesfaye steig af sviðinu var hins vegar kveikt á ljósunum og fólki varð ljóst að tónleikarnir væru búnir. Myndbönd af atvikinu og útskýringu Tesfaye má sjá hér að neðan. Wow The Weeknd just cancelled his show after losing his voice three songs in. pic.twitter.com/0PHy5CtDOp— (@MichaeliaSwinb5) September 4, 2022 The Way He Had Too Run Off Stage @theweeknd #GetWellSoonAbel #WeLoveYouAbel #AfterHoursTilDawnTour pic.twitter.com/lZbjuIj0d0— Problematic Rich (@ProblematicRich) September 4, 2022 Tónlist Bandaríkin Hollywood Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Hann sneri þó aftur á svið og sagðist vera miður sín yfir því að geta ekki gefið þeim þá tónleika sem þau áttu skilið. „Ég vil biðja ykkur afsökunar. Ég veit ekki hvað var að gerast þegar ég öskraði, en ég missti röddina,“ sagði hann samkvæmt frétt Yahoo. „Þetta er að gera út af við mig. Ég vil ekki hætta en ég get ekki gefið ykkur þá tónleika sem ég vil gefa ykkur.“ Tesfaye sagði að allir myndu fá endurgreitt og að hann myndi halda aðra tónleika í Los Angeles um leið og hann gæti. Hann ítrekaði það svo á Twitter. pic.twitter.com/wJ73kRWxRC— The Weeknd (@theweeknd) September 4, 2022 Yahoo segir tónleikagesti hafa verið óvissa um hvað hann hefði sagt og hvort það hefði mögulega verið hluti af sýningunni. Um tveimur mínútum eftir að Tesfaye steig af sviðinu var hins vegar kveikt á ljósunum og fólki varð ljóst að tónleikarnir væru búnir. Myndbönd af atvikinu og útskýringu Tesfaye má sjá hér að neðan. Wow The Weeknd just cancelled his show after losing his voice three songs in. pic.twitter.com/0PHy5CtDOp— (@MichaeliaSwinb5) September 4, 2022 The Way He Had Too Run Off Stage @theweeknd #GetWellSoonAbel #WeLoveYouAbel #AfterHoursTilDawnTour pic.twitter.com/lZbjuIj0d0— Problematic Rich (@ProblematicRich) September 4, 2022
Tónlist Bandaríkin Hollywood Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira