Neytendur eigi inni talsverðar lækkanir á eldsneytisverði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. september 2022 09:55 Runólfur Ólafsson segir olíufélögin vel geta lækkað eldsneytisverð enn frekar. Vísir/Baldur Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir eldsneytisverð hér á Íslandi hæst í Evrópu. Neytendur eigi inni talsverðar verðlækkanir og kallar eftir því að stjórnvöld beiti sér fyrir lækkuðu verði. Hátt eldsneytisverð hefur verið milli tannanna á fólki undanfarin misseri en eldsneytisverð er nú þó komið niður fyrir þrjú hundruð krónur á lítrann. Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB segir að olíufélögin geti þó lækkað verðið enn miera. „Við erum með vöru sem er mikil eftirspurn eftir en það er fákeppni á markaði þannig að það virðst sem félögin komist upp með að vera að bjóða upp á óeðlilega álagningu, á sumum svæðum sérstaklega,“ sagði Runólfur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Það er virklega lag að lækka eldsneytisverð almennt um land allt þó það séu litlar lækkanir undanfarið þá eru frekari undirliggjandi verðlækkanir og mér þætti ekkert óeðlilegt að seðlabankastjóri myndi tjá sig um þetta líka því þetta hefur áhrif á verðlag almennt, vísitölu og svo framvegis.“ Eldsneytið vegi þungt á vísitölu neysluverðs. „Þegar samkeppnin er ekki að skila neytendum eðlilegu vöruverði þá er það viðvörun til aðila á markaði að það sé ekki eðlilegt ástand,“ segir Runólfur. „Við eigum sem neytendur inni töluverða lækkun til viðbótar. Miðað við sögulega samlíkingu, og þá er ég samt að áætla mönnum hærri álagningu hér vegna fjarlægðar og minni markaðar, þá erum við að tala um tuttugu krónur sem við teldum eðlilegt að væri komið niður um þessar mundir.“ Eldsneytið sé hvergi hærra í Evrópu en á Íslandi. „Stjórnvöld í ákveðnum löndum hafa út af þessu orkuástandi lækkað álögur allavega tímabundið. En þó við séum að bera okkur saman við álíka eða hærri álögur þá erum við samt að bjóða neytendum okkar upp á hærra verð,“ segir Runólfur. Neytendur Bensín og olía Verðlag Bítið Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Fagnar því að olíufélögin séu farin að taka við sér en segir það löngu tímabært Bensínlítrinn er kominn undir 300 krónur hjá Costco og virðast önnur félög einnig lækka sín verð um þessar mundir. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeiganda segir þetta löngu tímabært þar sem Ísland sé með hæsta bensínverð í Evrópu. Þó undirliggjandi verðlækkanir séu til staðar sé mikil óvissa fram undan og viðbúið að eldsneytisverð verði enn hátt. 4. september 2022 16:22 Bensínlítrinn undir þrjú hundruð krónum hjá Costco Hækkun bensínlítrans hefur eflaust haft einhver áhrif á veski landsmanna en bensínlítrinn er nú kominn undir þrjú hundruð krónur á bensínstöð Costco og er 298,2 krónur. 3. september 2022 20:33 Verðbólga lækkar í fyrsta skipti í langan tíma Vísitala neysluverðs hækkar um 0,29% frá fyrri mánuði. Vísitalan hefur farið stöðugt hækkandi undanfarið ár en hækkunin á milli mánaða er þó sú lægsta yfir það tímabil. Verðbólgan lækkar úr 9,9 prósentum í 9,7 prósent miðað við síðustu tólf mánuði. 30. ágúst 2022 10:13 Mest lesið Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Play tekur flugið til Agadir Viðskipti innlent Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Viðskipti innlent Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Viðskipti innlent Ætla ekki að láta norska olíusjóðinn sniðganga Ísrael Viðskipti Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Viðskipti innlent Arion vill sameinast Kviku Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum Viðskipti innlent Bein útsending: Ársfundur Samáls Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Sjá meira
Hátt eldsneytisverð hefur verið milli tannanna á fólki undanfarin misseri en eldsneytisverð er nú þó komið niður fyrir þrjú hundruð krónur á lítrann. Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB segir að olíufélögin geti þó lækkað verðið enn miera. „Við erum með vöru sem er mikil eftirspurn eftir en það er fákeppni á markaði þannig að það virðst sem félögin komist upp með að vera að bjóða upp á óeðlilega álagningu, á sumum svæðum sérstaklega,“ sagði Runólfur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Það er virklega lag að lækka eldsneytisverð almennt um land allt þó það séu litlar lækkanir undanfarið þá eru frekari undirliggjandi verðlækkanir og mér þætti ekkert óeðlilegt að seðlabankastjóri myndi tjá sig um þetta líka því þetta hefur áhrif á verðlag almennt, vísitölu og svo framvegis.“ Eldsneytið vegi þungt á vísitölu neysluverðs. „Þegar samkeppnin er ekki að skila neytendum eðlilegu vöruverði þá er það viðvörun til aðila á markaði að það sé ekki eðlilegt ástand,“ segir Runólfur. „Við eigum sem neytendur inni töluverða lækkun til viðbótar. Miðað við sögulega samlíkingu, og þá er ég samt að áætla mönnum hærri álagningu hér vegna fjarlægðar og minni markaðar, þá erum við að tala um tuttugu krónur sem við teldum eðlilegt að væri komið niður um þessar mundir.“ Eldsneytið sé hvergi hærra í Evrópu en á Íslandi. „Stjórnvöld í ákveðnum löndum hafa út af þessu orkuástandi lækkað álögur allavega tímabundið. En þó við séum að bera okkur saman við álíka eða hærri álögur þá erum við samt að bjóða neytendum okkar upp á hærra verð,“ segir Runólfur.
Neytendur Bensín og olía Verðlag Bítið Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Fagnar því að olíufélögin séu farin að taka við sér en segir það löngu tímabært Bensínlítrinn er kominn undir 300 krónur hjá Costco og virðast önnur félög einnig lækka sín verð um þessar mundir. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeiganda segir þetta löngu tímabært þar sem Ísland sé með hæsta bensínverð í Evrópu. Þó undirliggjandi verðlækkanir séu til staðar sé mikil óvissa fram undan og viðbúið að eldsneytisverð verði enn hátt. 4. september 2022 16:22 Bensínlítrinn undir þrjú hundruð krónum hjá Costco Hækkun bensínlítrans hefur eflaust haft einhver áhrif á veski landsmanna en bensínlítrinn er nú kominn undir þrjú hundruð krónur á bensínstöð Costco og er 298,2 krónur. 3. september 2022 20:33 Verðbólga lækkar í fyrsta skipti í langan tíma Vísitala neysluverðs hækkar um 0,29% frá fyrri mánuði. Vísitalan hefur farið stöðugt hækkandi undanfarið ár en hækkunin á milli mánaða er þó sú lægsta yfir það tímabil. Verðbólgan lækkar úr 9,9 prósentum í 9,7 prósent miðað við síðustu tólf mánuði. 30. ágúst 2022 10:13 Mest lesið Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Play tekur flugið til Agadir Viðskipti innlent Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Viðskipti innlent Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Viðskipti innlent Ætla ekki að láta norska olíusjóðinn sniðganga Ísrael Viðskipti Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Viðskipti innlent Arion vill sameinast Kviku Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum Viðskipti innlent Bein útsending: Ársfundur Samáls Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Sjá meira
Fagnar því að olíufélögin séu farin að taka við sér en segir það löngu tímabært Bensínlítrinn er kominn undir 300 krónur hjá Costco og virðast önnur félög einnig lækka sín verð um þessar mundir. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeiganda segir þetta löngu tímabært þar sem Ísland sé með hæsta bensínverð í Evrópu. Þó undirliggjandi verðlækkanir séu til staðar sé mikil óvissa fram undan og viðbúið að eldsneytisverð verði enn hátt. 4. september 2022 16:22
Bensínlítrinn undir þrjú hundruð krónum hjá Costco Hækkun bensínlítrans hefur eflaust haft einhver áhrif á veski landsmanna en bensínlítrinn er nú kominn undir þrjú hundruð krónur á bensínstöð Costco og er 298,2 krónur. 3. september 2022 20:33
Verðbólga lækkar í fyrsta skipti í langan tíma Vísitala neysluverðs hækkar um 0,29% frá fyrri mánuði. Vísitalan hefur farið stöðugt hækkandi undanfarið ár en hækkunin á milli mánaða er þó sú lægsta yfir það tímabil. Verðbólgan lækkar úr 9,9 prósentum í 9,7 prósent miðað við síðustu tólf mánuði. 30. ágúst 2022 10:13