Litáen vann úrslitaleikinn og fer áfram | Spánn vann A-riðil Valur Páll Eiríksson skrifar 7. september 2022 14:30 Valanciunas fór mikinn. Jenny Musall/DeFodi Images via Getty Images Tveir leikir voru á dagskrá á Evrópumóti karla í körfubolta, EuroBasket, fyrri hluta dags. Spánn fagnaði sigri í A-riðli og Litáen tryggði sæti sitt í 16-liða úrslitum. Tyrkland og Spánn mættust í hörkuleik í lokaumferð riðlakeppninnar í Tblisi en þau voru jöfn að stigum á toppi A-riðils fyrir leik dagsins. Efsta sæti riðilsins var því undir, sem eykur líkur á því að mæta lakari andstæðingi í 16-liða úrslitunum. Leikurinn var afar jafn allt frá upphafi þar sem Tyrkir leiddu 18-17 eftir fyrsta fjórðung en Spánverjar voru yfir, 38-34 í hálfleik. Í síðari leikhlutunum tveimur var munurinn áfram lítill en Spánverjar þó skrefi á undan nánast allan leikinn. Þeir unnu að lokum þriggja stiga sigur, 72-69. The artist: Dario Brizuela The art: #EuroBasket x #BringTheNoise x @BaloncestoESP https://t.co/XA74VljBO4 pic.twitter.com/NyDScG2lgc— #EuroBasket 2022 (@EuroBasket) September 7, 2022 Willy Hernangómez var stigahæstur hjá Spánverjum með 15 stig en stigaskor liðsins skiptist vel á milli manna. Lorenzo Brown var eini leikmaðurinn utan hans sem skoraði yfir tíu stig, og var með ellefu talsins. Hann var með sjö stoðsendingar að auki. Cedi Osman stóð upp úr hjá Tyrkjum með 20 stig. Spánn vinnur riðilinn með níu stig en Tyrkir eru með átta í öðru sæti. Riðillinn klárast í dag með tveimur leikjum og spennan er mikil þar sem hin fjögur liðin eiga öll möguleika á að komast áfram. Búlgaría mætir Belgíu seinni partinn en Belgía er með sex stig í fjórða sæti á meðan Búlgaría er sæti neðar með fimm. Heimamenn í Georgíu eru einnig með fimm stig en þeir mæta Svartfellingum í kvöld sem eru með sex stig í fjórða sæti. Litáar áfram á kostnað Bosníu Eitt sæti var laust í B-riðli fyrir lokaumferð þess riðils í Berlín í dag. Þýskaland, Slóvenía og Frakkland höfðu öll tryggt sig áfram en Ungverjar voru úr leik. Bosnía sat í fjórða sæti með sex stig en Litáen var með fimm stig í fimmta sæti og var fjórða og síðasta sætið í 16-liða úrslitum undir þegar þau áttust við. Leikurinn var jafn í upphafi og nóg var um stigaskor. Staðan var jöfn 28-28 eftir fyrsta leikhluta en Litáar komu töluvert sterkari til leiks í öðrum leikhlutanum. Þar skoruðu þeir tvöfalt fleiri stig en Bosnía, 28 gegn 14 og leiddu því 56-42 í hléi. Jonas Valanciunas is a problem 11 PTS | 10 REB | 5 AST - #EuroBasket x #BringThenNoise https://t.co/XA74VljBO4 pic.twitter.com/KLRfbdUEKM— #EuroBasket 2022 (@EuroBasket) September 7, 2022 Eftir það var ekki aftur snúið og Litáar héldu forystunni til loka. Þeir unnu 17 stiga sigur, 87-70, og eru því komnir áfram í 16-liða úrslit á kostnað Bosníu sem eru úr leik. Jonas Valanciunas, leikmaður New Orleans Pelicans í NBA-deildinni, fór fyrir Litáum í leiknum. Hann var með tvöfalda tvennu í fyrri hálfleik en endaði með 13 stig, 15 fráköst og fimm stoðsendingar. Dzanan Musa var stigahæstur hjá Bosníu með 22 stig. Seinni partinn mætast Frakkar og Slóvenar en bæði lið eru með sjö stig í öðru og þriðja sæti. Þýskaland er einnig með sjö stig, á toppnum, og mætir botnliði Ungverja í kvöld. EuroBasket 2022 Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Sport Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Úlfarnir í úrslit vestursins Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Tyrkland og Spánn mættust í hörkuleik í lokaumferð riðlakeppninnar í Tblisi en þau voru jöfn að stigum á toppi A-riðils fyrir leik dagsins. Efsta sæti riðilsins var því undir, sem eykur líkur á því að mæta lakari andstæðingi í 16-liða úrslitunum. Leikurinn var afar jafn allt frá upphafi þar sem Tyrkir leiddu 18-17 eftir fyrsta fjórðung en Spánverjar voru yfir, 38-34 í hálfleik. Í síðari leikhlutunum tveimur var munurinn áfram lítill en Spánverjar þó skrefi á undan nánast allan leikinn. Þeir unnu að lokum þriggja stiga sigur, 72-69. The artist: Dario Brizuela The art: #EuroBasket x #BringTheNoise x @BaloncestoESP https://t.co/XA74VljBO4 pic.twitter.com/NyDScG2lgc— #EuroBasket 2022 (@EuroBasket) September 7, 2022 Willy Hernangómez var stigahæstur hjá Spánverjum með 15 stig en stigaskor liðsins skiptist vel á milli manna. Lorenzo Brown var eini leikmaðurinn utan hans sem skoraði yfir tíu stig, og var með ellefu talsins. Hann var með sjö stoðsendingar að auki. Cedi Osman stóð upp úr hjá Tyrkjum með 20 stig. Spánn vinnur riðilinn með níu stig en Tyrkir eru með átta í öðru sæti. Riðillinn klárast í dag með tveimur leikjum og spennan er mikil þar sem hin fjögur liðin eiga öll möguleika á að komast áfram. Búlgaría mætir Belgíu seinni partinn en Belgía er með sex stig í fjórða sæti á meðan Búlgaría er sæti neðar með fimm. Heimamenn í Georgíu eru einnig með fimm stig en þeir mæta Svartfellingum í kvöld sem eru með sex stig í fjórða sæti. Litáar áfram á kostnað Bosníu Eitt sæti var laust í B-riðli fyrir lokaumferð þess riðils í Berlín í dag. Þýskaland, Slóvenía og Frakkland höfðu öll tryggt sig áfram en Ungverjar voru úr leik. Bosnía sat í fjórða sæti með sex stig en Litáen var með fimm stig í fimmta sæti og var fjórða og síðasta sætið í 16-liða úrslitum undir þegar þau áttust við. Leikurinn var jafn í upphafi og nóg var um stigaskor. Staðan var jöfn 28-28 eftir fyrsta leikhluta en Litáar komu töluvert sterkari til leiks í öðrum leikhlutanum. Þar skoruðu þeir tvöfalt fleiri stig en Bosnía, 28 gegn 14 og leiddu því 56-42 í hléi. Jonas Valanciunas is a problem 11 PTS | 10 REB | 5 AST - #EuroBasket x #BringThenNoise https://t.co/XA74VljBO4 pic.twitter.com/KLRfbdUEKM— #EuroBasket 2022 (@EuroBasket) September 7, 2022 Eftir það var ekki aftur snúið og Litáar héldu forystunni til loka. Þeir unnu 17 stiga sigur, 87-70, og eru því komnir áfram í 16-liða úrslit á kostnað Bosníu sem eru úr leik. Jonas Valanciunas, leikmaður New Orleans Pelicans í NBA-deildinni, fór fyrir Litáum í leiknum. Hann var með tvöfalda tvennu í fyrri hálfleik en endaði með 13 stig, 15 fráköst og fimm stoðsendingar. Dzanan Musa var stigahæstur hjá Bosníu með 22 stig. Seinni partinn mætast Frakkar og Slóvenar en bæði lið eru með sjö stig í öðru og þriðja sæti. Þýskaland er einnig með sjö stig, á toppnum, og mætir botnliði Ungverja í kvöld.
EuroBasket 2022 Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Sport Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Úlfarnir í úrslit vestursins Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn