Olís-spá kvenna 2022-23: Svo margar spurningar en ekki jafn mörg svör Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. september 2022 10:01 Þórey Rósa Stefánsdóttir er á sínum stað í hægra horninu hjá Fram. vísir/hulda margrét Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 3. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna en keppni í deildinni hefst á morgun, fimmtudaginn 15. september. Íþróttadeild spáir Fram 3. sæti Olís-deildar kvenna í vetur og að Íslands- og deildarmeistararnir fari niður um tvö sæti milli tímabila. Fram vann tvo af þremur stóru titlunum sem voru í boði á síðasta tímabili. Frammarar urðu deildarmeistarar og svo Íslandsmeistarar leiddir áfram af frábærum leik Karenar Knútsdóttur. Stefán Arnarson er að hefja sitt níunda ár sem þjálfari Fram og líklega hefur hann ekki áður staðið frammi fyrir jafn mörgum ósvöruðum spurningum fyrir tímabil. Fyrir það fyrsta er Fram-liðið svo gott sem skyttulaust eins og staðan er núna. Hildur Þorgeirsdóttir er hætt, óvíst er hvenær Ragnheiður Júlíusdóttir snýr aftur og Kristrún Steinþórsdóttir er meidd. Fram ku þó vera nálægt því að semja við tvær erlendar skyttur sem verða að vera góðar ef liðið ætlar að eiga möguleika á að verja titlana sem það vann í fyrra. Fram hefur líka misst Stellu Sigurðardóttur og Emmu Olsson og þær skilja eftir sig stór skörð, ekki síst í vörninni. Miðað við leikinn gegn Val í Meistarakeppni HSÍ á laugardaginn á Fram-liðið enn nokkuð í land. En enginn skildi vanmeta þennan leikmannahóp og reyndasta þjálfara landsins. Gengi Fram undanfarinn áratug 2021-22: deildarmeistari+Íslandsmeistari+bikarúrslit 2020-21: 2. sæti+undanúrslit 2019-20: Deildarmeistari+bikarmeistari 2018-19: 2. sæti+úrslit 2017-18: 2. sæti+Íslandsmeistari+bikarmeistari 2016-17: 2. sæti+Íslandsmeistari+bikarúrslit 2015-16: 3. sæti+undanúrslit 2014-15: 2. sæti+undanúrslit 2013-14: 4. sæti+átta liða úrslit 2012-13: 2. sæti+Íslandsmeistari+bikarúrslit Lykilmaðurinn Steinunn Björnsdóttir brá sér í gamalt hlutverk í Meistaraleiknum.vísir/hulda margrét Mörgum brá eflaust í brún að sjá Steinunni Björnsdóttur spila fyrir utan í leik Fram og Vals í Meistarakeppninni á laugardaginn. Það var þó vonandi bara neyðarúrræði því Steinunn nýtist Fram best sem línumaður. Til viðbótar er hún einn besti varnarmaður deildarinnar og líklega besti leiðtogi hennar. Ef Karen er heilinn í Fram-liðinu er Steinunn hjartað og það slær í takt við hana. Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Soffía Steingrímsdóttir frá Gróttu Hekla Rún Ámundadóttir frá Haukum Arna Sif Pálsdóttir frá Val Farnar: Hildur Þorgeirsdóttir hætt Emma Olsson til Borussia Dortmund (Þýskalandi) Stella Sigurðardóttir hætt Margrét Björg Castillo til Gróttu Markaðseinkunn (A-C): C Fylgist með Erna Guðlaug Gunnarsdóttir hefur verið viðloðandi aðallið Fram undanfarin ár án þess að hafa fengið neitt sérstaklega mörg tækifæri enda í baráttu við margreyndar landsliðskonur sem hafa reynslu úr atvinnumennsku. Erna hefur hins vegar verið í stóru hlutverki hjá U-liði Fram og sýnt að hún er eiginlega of góð fyrir Grill 66 deildina. Spurningin er hvort hún fái tækifæri til að stimpla sig almennilega inn í Olís-deildina í vetur og grípi það. Olís-deild kvenna Fram Reykjavík Tengdar fréttir Olís-spá kvenna 2022-23: Vantar nýtt krydd í kássuna Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 4. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 13. september 2022 10:01 Olís-spá kvenna 2022-23: Treysta á heilaga Rut sem aldrei fyrr Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA/Þór 5. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 12. september 2022 10:01 Olís-spá kvenna 2022-23: Svigrúm fyrir vaxtaverki Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 6. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 11. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Hanga á horriminni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 10. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00 Mest lesið Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna en keppni í deildinni hefst á morgun, fimmtudaginn 15. september. Íþróttadeild spáir Fram 3. sæti Olís-deildar kvenna í vetur og að Íslands- og deildarmeistararnir fari niður um tvö sæti milli tímabila. Fram vann tvo af þremur stóru titlunum sem voru í boði á síðasta tímabili. Frammarar urðu deildarmeistarar og svo Íslandsmeistarar leiddir áfram af frábærum leik Karenar Knútsdóttur. Stefán Arnarson er að hefja sitt níunda ár sem þjálfari Fram og líklega hefur hann ekki áður staðið frammi fyrir jafn mörgum ósvöruðum spurningum fyrir tímabil. Fyrir það fyrsta er Fram-liðið svo gott sem skyttulaust eins og staðan er núna. Hildur Þorgeirsdóttir er hætt, óvíst er hvenær Ragnheiður Júlíusdóttir snýr aftur og Kristrún Steinþórsdóttir er meidd. Fram ku þó vera nálægt því að semja við tvær erlendar skyttur sem verða að vera góðar ef liðið ætlar að eiga möguleika á að verja titlana sem það vann í fyrra. Fram hefur líka misst Stellu Sigurðardóttur og Emmu Olsson og þær skilja eftir sig stór skörð, ekki síst í vörninni. Miðað við leikinn gegn Val í Meistarakeppni HSÍ á laugardaginn á Fram-liðið enn nokkuð í land. En enginn skildi vanmeta þennan leikmannahóp og reyndasta þjálfara landsins. Gengi Fram undanfarinn áratug 2021-22: deildarmeistari+Íslandsmeistari+bikarúrslit 2020-21: 2. sæti+undanúrslit 2019-20: Deildarmeistari+bikarmeistari 2018-19: 2. sæti+úrslit 2017-18: 2. sæti+Íslandsmeistari+bikarmeistari 2016-17: 2. sæti+Íslandsmeistari+bikarúrslit 2015-16: 3. sæti+undanúrslit 2014-15: 2. sæti+undanúrslit 2013-14: 4. sæti+átta liða úrslit 2012-13: 2. sæti+Íslandsmeistari+bikarúrslit Lykilmaðurinn Steinunn Björnsdóttir brá sér í gamalt hlutverk í Meistaraleiknum.vísir/hulda margrét Mörgum brá eflaust í brún að sjá Steinunni Björnsdóttur spila fyrir utan í leik Fram og Vals í Meistarakeppninni á laugardaginn. Það var þó vonandi bara neyðarúrræði því Steinunn nýtist Fram best sem línumaður. Til viðbótar er hún einn besti varnarmaður deildarinnar og líklega besti leiðtogi hennar. Ef Karen er heilinn í Fram-liðinu er Steinunn hjartað og það slær í takt við hana. Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Soffía Steingrímsdóttir frá Gróttu Hekla Rún Ámundadóttir frá Haukum Arna Sif Pálsdóttir frá Val Farnar: Hildur Þorgeirsdóttir hætt Emma Olsson til Borussia Dortmund (Þýskalandi) Stella Sigurðardóttir hætt Margrét Björg Castillo til Gróttu Markaðseinkunn (A-C): C Fylgist með Erna Guðlaug Gunnarsdóttir hefur verið viðloðandi aðallið Fram undanfarin ár án þess að hafa fengið neitt sérstaklega mörg tækifæri enda í baráttu við margreyndar landsliðskonur sem hafa reynslu úr atvinnumennsku. Erna hefur hins vegar verið í stóru hlutverki hjá U-liði Fram og sýnt að hún er eiginlega of góð fyrir Grill 66 deildina. Spurningin er hvort hún fái tækifæri til að stimpla sig almennilega inn í Olís-deildina í vetur og grípi það.
2021-22: deildarmeistari+Íslandsmeistari+bikarúrslit 2020-21: 2. sæti+undanúrslit 2019-20: Deildarmeistari+bikarmeistari 2018-19: 2. sæti+úrslit 2017-18: 2. sæti+Íslandsmeistari+bikarmeistari 2016-17: 2. sæti+Íslandsmeistari+bikarúrslit 2015-16: 3. sæti+undanúrslit 2014-15: 2. sæti+undanúrslit 2013-14: 4. sæti+átta liða úrslit 2012-13: 2. sæti+Íslandsmeistari+bikarúrslit
Komnar: Soffía Steingrímsdóttir frá Gróttu Hekla Rún Ámundadóttir frá Haukum Arna Sif Pálsdóttir frá Val Farnar: Hildur Þorgeirsdóttir hætt Emma Olsson til Borussia Dortmund (Þýskalandi) Stella Sigurðardóttir hætt Margrét Björg Castillo til Gróttu Markaðseinkunn (A-C): C
Olís-deild kvenna Fram Reykjavík Tengdar fréttir Olís-spá kvenna 2022-23: Vantar nýtt krydd í kássuna Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 4. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 13. september 2022 10:01 Olís-spá kvenna 2022-23: Treysta á heilaga Rut sem aldrei fyrr Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA/Þór 5. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 12. september 2022 10:01 Olís-spá kvenna 2022-23: Svigrúm fyrir vaxtaverki Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 6. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 11. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Hanga á horriminni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 10. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00 Mest lesið Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira
Olís-spá kvenna 2022-23: Vantar nýtt krydd í kássuna Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 4. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 13. september 2022 10:01
Olís-spá kvenna 2022-23: Treysta á heilaga Rut sem aldrei fyrr Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA/Þór 5. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 12. september 2022 10:01
Olís-spá kvenna 2022-23: Svigrúm fyrir vaxtaverki Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 6. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 11. september 2022 10:00
Olís-spá kvenna 2022-23: Hanga á horriminni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 10. september 2022 10:00
Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn