Meðfylgjandi er unnið upp úr fréttatilkynningu frá BL.
Meðal fyrstu kerfanna á Norðurlöndunum
Nýja „100 málningarlínan“ frá Glasurit er sú fyrsta sinnar tegundar sem sett hefur verið upp hér á landi og er lakkverkstæði BL jafnframt meðal þeirra fyrstu í bílgreininni á Norðurlöndunum til að innleiða kerfið. „Málningarkerfi Glasurit eru þekkt fyrir mikil gæði þegar kemur að áferð, en einnig fyrir langa endingu og góðan gljáa á yfirborði sem margir framleiðendur frumbúnaðar (OEM), ekki síst framleiðendur lúxusbíla, sækjast eftir. Meðal þeirra eru til dæmis BMW og Mini, Jaguar og Land Rover, sem nú gera skýlausa kröfu um notkun málningarkerfanna frá Glasurit,“ segir Reynir Örn Harðarson deildarstjóri réttingar- og málningarverkstæðis BL.
Umhverfisvænustu efnin í dag
Reynir segir lökkin frá Glasurit þau umhverfisvænustu sem nú eru í boði vegna mjög lágs hlutfalls lífrænna leysiefna. Auk þess krefjist málningin styttri þornunartíma en venjuleg bílalökk og minni efnisnotkunar. Sex starfsmenn Glasurit komu til landsins til að setja kerfið upp og halda námskeið fyrir bílamálara BL um notkun og umgengni við kerfið.