Lakkverkstæði BL innleiðir nýja umhverfisvænni málningarlínu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 14. september 2022 07:01 Reynir Örn Harðarson, sem stýrir starfsemi réttingar- og málningarverkstæði BL við Viðarhöfða í Reykjavík. BL hefur tekið í notkun nýtt málningarkerfi frá þýska lakkframleiðandanum Glasurit sem framleiðir bílalökk fyrir marga helstu lúxusbílaframleiðendur heims. Uppsetning og innleiðing kerfisins er liður í því að uppfylla ströngustu gæðastaðla Jaguar Land Rover, BMW og Mini á þessu sviði, en áður hafði fyrirtækið tekið í notkun sérstakt réttingaverkstæði fyrir bíla smíðaða úr áli frá sömu framleiðendum. Nýja kerfið inniheldur meðal annars háþróaðan litaskanna sem greinir mjög nákvæmlega liti. Meðfylgjandi er unnið upp úr fréttatilkynningu frá BL. Meðal fyrstu kerfanna á Norðurlöndunum Nýja „100 málningarlínan“ frá Glasurit er sú fyrsta sinnar tegundar sem sett hefur verið upp hér á landi og er lakkverkstæði BL jafnframt meðal þeirra fyrstu í bílgreininni á Norðurlöndunum til að innleiða kerfið. „Málningarkerfi Glasurit eru þekkt fyrir mikil gæði þegar kemur að áferð, en einnig fyrir langa endingu og góðan gljáa á yfirborði sem margir framleiðendur frumbúnaðar (OEM), ekki síst framleiðendur lúxusbíla, sækjast eftir. Meðal þeirra eru til dæmis BMW og Mini, Jaguar og Land Rover, sem nú gera skýlausa kröfu um notkun málningarkerfanna frá Glasurit,“ segir Reynir Örn Harðarson deildarstjóri réttingar- og málningarverkstæðis BL. Umhverfisvænustu efnin í dag Reynir segir lökkin frá Glasurit þau umhverfisvænustu sem nú eru í boði vegna mjög lágs hlutfalls lífrænna leysiefna. Auk þess krefjist málningin styttri þornunartíma en venjuleg bílalökk og minni efnisnotkunar. Sex starfsmenn Glasurit komu til landsins til að setja kerfið upp og halda námskeið fyrir bílamálara BL um notkun og umgengni við kerfið. Vistvænir bílar Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent
Meðfylgjandi er unnið upp úr fréttatilkynningu frá BL. Meðal fyrstu kerfanna á Norðurlöndunum Nýja „100 málningarlínan“ frá Glasurit er sú fyrsta sinnar tegundar sem sett hefur verið upp hér á landi og er lakkverkstæði BL jafnframt meðal þeirra fyrstu í bílgreininni á Norðurlöndunum til að innleiða kerfið. „Málningarkerfi Glasurit eru þekkt fyrir mikil gæði þegar kemur að áferð, en einnig fyrir langa endingu og góðan gljáa á yfirborði sem margir framleiðendur frumbúnaðar (OEM), ekki síst framleiðendur lúxusbíla, sækjast eftir. Meðal þeirra eru til dæmis BMW og Mini, Jaguar og Land Rover, sem nú gera skýlausa kröfu um notkun málningarkerfanna frá Glasurit,“ segir Reynir Örn Harðarson deildarstjóri réttingar- og málningarverkstæðis BL. Umhverfisvænustu efnin í dag Reynir segir lökkin frá Glasurit þau umhverfisvænustu sem nú eru í boði vegna mjög lágs hlutfalls lífrænna leysiefna. Auk þess krefjist málningin styttri þornunartíma en venjuleg bílalökk og minni efnisnotkunar. Sex starfsmenn Glasurit komu til landsins til að setja kerfið upp og halda námskeið fyrir bílamálara BL um notkun og umgengni við kerfið.
Vistvænir bílar Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent